Alþýðublaðið - 24.08.1960, Blaðsíða 8
Beint
úr
klausfri
^ U N G F R Ú Líbanon,
sem gerði ferð sína til
Ameríku til að keppa um
alheimsfegurðartitil fyrir
sitt land, var kjörin fegurð-
ardrottning aðeins nokkrum
dögum eftir að hún slapp út
af klausturskóla
— Systurnar ættu að sjá
mig núna, sagði hún í hvert
sinn, sem ljósmyndavélarn-
ar suðuðu og hún stillti sér
upp í baðfötum.
ÞETTA er ekki tekið við
styttu landnámsmannsins,
Ingólfs Arnarsonar, heldur
í skemmtigarði úti í Nor-
egi.
Maðurinn heitir Franz
Hovart, ungverskur flótta-
maður — og rithöfundur.
Hann liggur þarna í stór-
um plastpoka og skrifar.
— Eg bý hér, af því að
ég kann vel við það, segir
hann. Á daginn sefur hann,
æn á nóttunni, þegar varð-
:mennirnir reka alla út úr
/.garðinum, segist hann
Tilvonandi
tízku-
trömuhir
í VÍNARBORG er fræg-
ur tízkuskóli, þar sem
margir frægustu tízku-
frömuðir heims hafa hlotið
menntun sína. Arlega eru
haldin próf, þar sem nem-
endurnir sýna dragtir og
kjóla, sem þeir hafa sjálfir
sniðið og saumað. Hér sjást
nokkrir nemendanna í próf
stykkjum sínunt.
ganga um eða sitja á bekk
og hugsa.
Það eina, sem hann á, ut-
an hins allra nauðsynleg-
asta, er tóm flaska bundin
við snúru.
Hann segist nota hana
til að sveifla henni í kring
um sig á gönguferðum, —
það sé róandi og skerpi
hugsunina.
Öllum er frjálst að nota
sér þetta ráð, — ef taug-
arnar eru slappar eða
hugsunin óskýr.
- □ -
SYSTUR minni var boð-
ið á ball. Hún er 16 ára,
— og þetta var í fyrsta
sinni, sem hún fór út með
herra. Auðvitað tók öll fjöl
skyldan þátt í þessu með
henni, — en með fjöl-
skyldunni á ég (í þessu til-
felli) við mig, sem er 2
árum eldri en hún,
mömmu og ömmu. í mál-
um sem þessum hefur
pabbi ekkert að segja, —
og raunar finnst mér hann
sjaldnast komast upp með
moðreyk, þegar mamma og
amma láta að sér kveða.
Það byrjaði auðvitað allt
þegar gæinn hringdi, og
hún tilkynnti, að hann
hefði boðið henni á ball.
Mamma vildi fá að vita,
hvernig piltur þetta væri,
en amma krafðist þess, að
systir mín gæfj nánari'
upplýsingar um ættir hans
ekki einasta foreldra hans
og systkini, heldur afa og
ömmur. Sem betur fór fyr-!
ir h.éimíilifþ:rið|inn vispi
systir mín hvers son hann
var, það hafði hún af ein-
hverri blessunarlegri til-
viljun heyrt, — og amma
gafst ekki upp fyrr en hún
var búin að komast að því
að hann var kominn af
biskup í tíunda lið og sæmi
legu fólki þar fyrir utan,
— en „það eru svartir
sauðir innan um í þessari
ætt,“ sagði hún með svip
sem gaf til kynna, að það
kæmi henni ekki á óvart,
þótt þessi piltur reyndist
einn af þeim.
Allt um það, þótt kann-
ski hafi það verið biskup-
ínn, sem bjargaði því, að
systir mín fékk að fara.
Þar með var ekki allt bú-
ið. Eftir var að ákveða í
hverju daman skyldi fara,
— og þar eð systir mín var
mjög í vanda stödd og óá-
kveðið sjálf, leitaði hún
ráða hjá mér, — en
mamma og amma ráðlögðu
henni af fúsum vilja og
óumbeðnar.
Eg bauðst strax til að
lána henrxi 'ajtífskjörtáð
mitt, sem vinkona mín
smyglaði inn fyrir mig frá
Ameríku, — og ef hún lof-
aði, að taka til i herberg-
inu mínu næstu viku, —
mætti hún meira að segja
fá hvítu skóna, sem ég
hafði fengið frá Itaiíu með
ærnum. kostnaði og toll-
svikum.
En mamma hefur alltaf
verið á móti stífskjörtinu
mínu, og hún aftók alveg
að stelpan fengi að fara, ef
hún færi „eins og bjáni.“
Hún krafðist þess, að hún
færi í „þjenlegan sumar-
kjól með venjulegu pilsi,“
og hælarnir á skónum
sagði hún að myndu ekk-
ert gera nema drepa hana.
Amma sagði þá, að ekki
hefði þurft allt þetta til-
stand, þegar hún var að
búa sig á böllin í gamla
daga, þá hefði hún bara
farið í peysufötum og sett
á sig laglega svuntu og
slipsi. „Óg ég átti mörg
falleg dönsk slipsi,“ sagði
hún og brosti drýginda-
lega. Svo sagði hún okkur
nokkrar ballsögur af sér,
þegar hún hefði þeyst í
gráa reiðpilsinu sínu og í
söðlinum á böllin, lét
skeiða yfir ísinn á vatn-
inu, blikkaði stráka, dans-
aði ræla og þeytti&t um gólf
ið í marsúkka.
Systir mín stóð ráðvillt
fyrir framan spegilinn í
ganginum, hálfnakin, og
ætlaði að nota tímann, með
an ráðslagazt væri um
þetta, til að meika sig.
Hún hafði auðvitað stol
ið öllu úthaldinu mínu,
— og ég verð að játa, að
ég lét ekki hjá líða, að láta
hana vita, hver ætti þetta,
og kannski var ég dálítið
hávær. En ég var þó ekki
nærri því eins hávær og
mamma og amma, þegar
þær sáu til hennar.
Mamma sagði, að það
væri skömm að því að sjá
stelpuna, hvort hún vildi
vera eins og vændiskona,
hvort hún héldi, að þessi
kolastrik í kringum aug-
un væru eitthvað fegrandi
og loks klykkti hún út
með því, að fullyrða, að
hún yrði tekin föst (það er
að segja sett inn af lög-
reglunni), ef hún færi út
svona. •— En nú var amma
komin í stuð og með drýg-
Rithöfundur
í plastpoka
<
g 24. ágúst 1960 — AlþýðublaðiS