Alþýðublaðið - 26.08.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.08.1960, Blaðsíða 3
i af e menna Frarnhald af 1, síðu. en hann vildi ekkert um það segja. Áki Jakobsson spurði Dáníel, hvort ekki væri hægt að tala um sættir, en Daníel neitaði öllu slíku. Áki spurði þá Daní- el, hvort ekki væri óþægilegt að sitja í starfi eftir sajnþykkt 7 af 9 manns í bæjarstjórn, en því svaraði Daníel engu. Málinu varð þó ekki fram haldið í gær, því krafizt var að bæjarfógeti, Þórhallur Sæ- mundsson, viki sæti, har eð mál ið er honum tengt. Verður því að skipa sérstakan setudómara, og er þess vænzt að hann fari tií Akraness í dag og' málið lialdi þá áfram. Þag mun vera algert eins- dæmi hér á landi, að embættis- maður komi fram eins og Daní- el gerir í þessu máli, sitji brátt fyrir samþykkt mikils meiri- hluta bæiarstiórnar. Hitt er allt annað mál, sem eðlilegt væri að leggja fyrir dómstóla, hvort Daníel á kröfu á bótagreiðslu út fjögurra ára kjörtímabil, eða hvort dómstólar telja ásak- anir meirihlutans á hendur hon um um brot og vanrækslu í starfi réttlæta, að hann fái engar bætur. Það gegnir meira en lítilli furðu, að maður skuli ætla sér að sitja í slíku emb- ætti eftir vantraust mikils meirihluta bæjarstjórnar, og virðist Daníel hugsa sér að stjórna Akraneskaupstað einn, án bæjarstjórnar! FUNDURINN í FYRRAKVÖLD. Tillagan um brottvikningu Daníels Ágústínussonar var bor in fram undir lok fundarins, sem stóð í samtals átta klukku- stundir að viðstöddum eins mörgum áheyrendum og salar- kynni rúmuðu. 'Var tillagan samþykkt með 7 atkvæðum Al- þýðuflokksmanna og Sjálfstæð- ismanna gegn 2 atkvæðum, kommúnista og framsóknar- manns. Tillagan var svohljóð- andi: „Með því að sannað er, að bæjarstjóri Akraness, Danícl Ágústínusson, hefur á eigin ábyrgð dregið bænum fé af uppbótagreiðslum til ellilíf- eyrisþega í Elliheimili Akra- ness, að upphæð kr. 62.223; nýlega ákveðið fjárfestingu fyrir hönd bæjarins að upp- hæð 300.000 krónur án sam- ráðs við bæjarstjórn; vanra/d að framkvæma samþykktir bæjarráðs og tíðum stungið undir stól erindum til bæjar- stjórnar í stað þess að leggja þau fyrir bæjarráð til úrlausn ar, þá samþykkir bæjarstjórn Akraness að segja honum upp bæjarstjórastarfinu frá og með 25. ágúst 1960 að telja. Jafnframt samþykkir bæj- arstjórnin ag fela forseta bæj- arstjórnar, Hálfdáni Sveins- syni, að gegna bæjarstjóra- starfinu fyrst um sinn“. Forsaga bessa máls er sú, að Daníel var kjörinn bæjarstjóri 1954 af þrero bæjarfulltrúum Alþýðuflokksins, einum fram- sóknarmanni og einum komm- únista, gegn fjórum þæjarfull- trúum Sjálfstæðismanna. í seinni tíð hefur vinstra sam- starfið orðið með hverri vik- unni erfiðara sökum vaxandi einræðishneigðar Daníels og ó- drengilegrar framkomu, er hann leynt og ljóst reyndi að skaða samstarfsflokka sína. Síðastliðið vor létu komm- únistar þá ósk í 1 jós við Al- þýðuflokkinn, að þessir tveir flokkar beittu sér fyrir því a?' fá annan bæjarstjóra, en nú hafa kommar snúið við blað- inu og standa fast með fram- sókn. Fyrir nokkru síðan skrifuðu bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins hinum tveim samstarfsflokkun- um og kváðu Daníel hafa brugð ist því trausti, er honum hefði verið sýnt, og óskuðu eftir því að hann segði af sér, en hinir flokkarnir styddu nýjan bæj- arstjóra, er Alþýðuflokkurinn tilnefndi, þar sem hann hefði 3 af 5 bæjarfulltrúum meiri- hlutans. Þessu höfnuðu fram- sókn og kommúnistar og tóku þannig Daníel fram yfir áfram- haldandi vinstrasamstarf. Þess- ir tveir flokkar hafa þarmeð sagt upp samstarfinu frekar en breyta ráðningu eins starfs- manns bæjarins. Á bæjarstjórnarfundjnum í fyrrakvöld ítrekuðu bæjarfull- trúar Alþýðuflokksins, að þeir væru reiðubúnir til áframhald- andi vinstrasamstarfs með nýi- um bæjarstjóra, en fulltrúar framsóknar og kommúnista vildu ekki sinna því. Framsókn- armaðurinn, Bjarni Th. Guð- mundsson, sagði meira að segja í ræðu, að sér væri andskotans sama um allt vinstrasamstarf. HAFÐI 62.000 KR. AF GAMALMENNUM. Það höfuðmál, sem Alþýðu- flokkurinn lýsir vantrausti á Daníel Ágústínusson fyrir, er framkoma hans við gamal- menni á Elliheimili Akraness. | MYNDIN eraf hinum nýja 1000 lesta togara, — Frey, sem kom til Reykja-, víkur í fyrradag frá Þýzka.. landi. Togarinn var smíð- affur hjá A. G, „Weser“ Werk Seebeck, Bremerliav en, og er fyrsti togarinn af þem, sem skipasmíðastöð- in hefur samið um smíði á fyrir fslendinga. — Hinir tveir munu koma innan skamms. Togarinn er bú- inn 2300 hestafla Werks- poor dieselvél, og gekk: 16,1 mílu í reynsluferð. — Barst fyrir nokkrum vikum kæra út af því, að hann ekki aðeins sviki gamalmennin um viðbótar ellistyrk, sem Trygg- ingastofnunin hefði veitt þeim, heldur léti sumt gamla fólkið borga að auki. Yar sett nefnd til að rannsaka þetta mál, og í hana valdir Alþýðuflokksmað- ur, Framsóknarmaður og Sjálf- stæðismaður. Fyrir fundinum F fyrrakvöld lá skýrsla þessarar nefndar, undirrituð af öllum nefndar- mönnum. Kemst hún að þeirri niðurstöðu, að bæjarstjóri hefði tekið lit hiá trygginga- umboðinu á Akranesi viðbótar ellistyrk fyrir gamla fólkið á Elliheimilinu, en ekki greitt því öllu þetta fé, sem það skil- yrðislaust á kröfu á. Voru lagð ar fram sundurgreindar upplýs ingar, er sönnuðu að bæjar- stjóri hafði á þennan hátt dreg- ið bænum frá 14 ellilífeyrisbeg um kr. 62.223. Fyrir Alþýðu- flokksmenn er slík framkoma með öllu óskiljanleg og svo langt fyrir neðan virðingu bæj- arstjóra nú á dögum, að ekki verður við unað. Fram komu á bæjarstjórnar- fundinum tvær tillögur um þetta mál, sem sýndu að allir flokkar voru sammála um að fordæma þann verknað, sem hér hafði verið framinn. Hins vegar yeyndu kommar að bjarga Daníel með því að á- víta alla bæjarstjórnina fyrir málið, sem er fráleitt. Sam- þykkt var tillaga Alþýðuflokk's manna á þessa leið: „Bæjarstjórn Akraness harmar og vítir harðlega það gerræði bæjarstjóra að ætla að draga bænum fé af vist- fólki Ellilieimilisins, og sam- þykkir jafnframt að greiða hverjum vistmanni það, sem ffe?-!'- honum ber með réttu, auk 6 % vaxta“. Þá komu til umræðu á bæj- arstjórnarfundinum mál, sem sýna fádæma einræðishneigð Daníels Ágústínussonar, en fyrsta skylda hvers bæjarstjóra er að sjálfsögðu að framkvæma það, sem samþykkt er, og verja ekki stórfé án löglegrar sam- þykktar bæjarstjórnar. Nýlega hefur Daníel fyrir bæjarins hönd fest kaup á vöru bifreið fyrir 300.000 krónur án þess að leita til þess samþykkt- ar bæjarstjórnar. Segist hann hafa haft munnlegt sambykki tveggja af þrem bæjarráðs- mönnum, Sigurðar Guðmunds- sonar (fulltrúa komma) og Hálf dáns Sveinssonar. Hálfdán neit ar að hafa gefið nokkuð slíkt samþykki, enda verði bæjar- stjórn að ákveða slík fjárhags- mál. Þá samþykkti bæjarráð ný- lega, að bjóða skyldi út verk eitt í Akraneshöfn, sem bæjar- stjóri átti raunar að fram- kvæma í fyrrahaust. Daníel virti þessa samþykkt að vett- ugi, en setti- án samráðs við bæjarráð eða bæjarstjórn vinnu flokka frá bænum í verkið og tafði þannig mjög áríðandi vinnu við nýja gagnfræðaskól- ann. Mörg fleiri slík mál voru fram borin, sem sýna ótvírætt, hvernig Daníel vanrækti aff framkvæma löglegar samþykkt ir og fór sínu fram án samráffs við einn eða neinn. í PERSÓNULEGAR SVÍVIR&INGAR. Mjög harðar umræður urðu á bæjarstjórnarfundinum og vakti það ekki sízt athygli hinna mörgu áheyrenda, hve málflutningur Daníels var ofsa fenginn. Revndi hann með per- sónulegum svívirðingum að gera lítið úr bæjarfulltrúum Alþýðuflokksins, en reið ekki feitum hesti frá þeirri viður- eign. Kommúnistar, sem í vor báðu Alþýðuflokkinn um sam- vinnu til að koma Daníel frá, stóðu nú með framsókn eþns og framast var hægt. Ingi R. Helga son sýndi bæjarfulltrúa komm- únista þá lítilsvirðingu að sitja rétt hjá honum á fundinum og gefa honum fyrirskipanir og ráðleggingar með hvísli. Um síðir stóðst Ingi ekki mátið og tók að kalla fram í, og var hon- um kurteislega á það bent, að hann væri ekki bæjarfulltrúi á Akranesi (hann er varabæjar- fulltrúi í Reykjavík!). Miklar æsingar gegn Lumumba Leopoldville, 25. ágúst (NTB-AFP-Reuter). HIN pólitíska andstaða Lum- umba-stjórn'aimnar gekkst í dag fyrir fyrstu, skipulögffu hóp göngu sinni í sömu mund og forsætisráðherrann ávarpaði þing sjálfstæðra Afríkurík|a, er var að hefjast hér í borginni. Hópgangan bar spjöld með á- letrunum eins og „Niður með fasistann Lumumba" o. s. frv. Ræða forsætisráðherrans var Framhald á 5. síðu. Alþýðublaðið — 26. ágúst 1960 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.