Alþýðublaðið - 26.08.1960, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 26.08.1960, Blaðsíða 15
mjög alvarlegur. „Ég gerði það, Ég vil að þú lítir á dá- lítið, sem er þar og ég vil að það hafi mikil áhrif á þig. Komdu“. , Ég elti hann út og hugsanir mínar voru allar á ringulreið. Líkhúsið! Ég hafðj aldrei á slíkan stað komið. Ég var viss um að ég myndi alls ekki jkunna vel við það. Við gengum út í gula, þétta þokuna. Ted fylgdi mér að lok uðum bíl. Þegar hann rann á brott, sagði hann: „Þetta verð ur áfall fyrir þig, en láttu það ekki hafa allt of mikil áhrif á þig, það hlýtur að hafa verið yerra á bátnum“. „Mér líður illa nú þegar“, sagði ég lágt. Hann beygði hægt fyrir horn, bíllinn komst mjög hægt áfram í þessari þoku. Ég gat ekki annað en starað á hendur hans á stýrinu. Fing- ur hans voru langir og grami- ir og neglur hans hreinar. Sterkar öruggar hendur, hugs aði ég. Mig langaði til að koraa við þær, en ég hætti við það. Ég leit í stað þess á and- lit hans, það var fagurt í hlið- arsvip. Ég heyrði fyrir mér orð Alice Hobart: „Reyndu aS verða ekki ‘hrifin af Ted Fleming!“ Þetta hafði verið aðvörun. Hvers vegna? Hvað vissi Alice Hobart um þennan fallega, sterka og kaldranalega mann, sem ég vissi ekki. Hvers vegna mátti ég ekki verða ástfangin 'af honum? Það var Ted, sem sagði mér - hyers vegna. „Ég held að það sé bezt að þú fáir að vita það núna, að ég er ekki að vinna í utanríkisþjónustunni. Þeir fengu mig lánaðan og ég gégni til bráðabirgða embætti sem framkvæmdastjóri“. Framkvæmdastjóri; Ég vissi hvað það var. Það var æðsti titill og bezt launaða starf inn an „þjónustunnar". „Ég trúði því aldrei að þú værir aðeins sendiboði11, sagði ég og hló. ,,Þú komst svo sann arlega ekkí fram sem slíkur“. „Það var aðeins til að dylj- ast. Ég nota það stundum. Ég er í „Leynideildinni“ “. „Hvað er nú það?“ Ég veit að ég er alveg úti á þekju þeg- ar farið er að tala um alls konar deildir. Hann bi’osti til mín. „Þú ert alls ekki heimsk, Bertha, hefð . irðu verið það, hefði ég ekki valið big til þessa starfs, þó að þú sért sú eina, sem upp- fyllir öll skilyrðin11. „Bertha!11 Ég lét sem það iæri kuldahrollur um mig. hryllilegt nafn“. „Ég verð að viðurkenna, að það er ekki sem fallegast, en það verður að hafa það. Héð- an í frá ert þú Bertha Pang- loss. Sylvia Thomsom er dauð. Þú verður að læra að vera Bertha Pangloss“. „Já, herra. En þú hefur ekki enn sagt mér hvað „Leyni- deildin" er“. ,,Ég á ekki sem bezt með það. Þú getur kallað það lit- inn hóp, sem vinnur að ríkis- leyndarmálum bæði fyrir G2, FBI og Alþj óðalögregluna“. „Njósnir?11 Ted steig fast á fótbrems- una til að komast hjá því að keyra á óaðgætinn fótgang- andi mann, svo hallaði hann sér fram á við til að þurrka af rúðunni. „Andskotinn eigi þessa þoku! 'Við ættum að vera komin að St. Barts núna, ef ég hef ekki farið götuvillt. Bíddu ... þarna er götuskilti, sjáðu hvað stendur á því, Bertha11. Hann nam staðar við gang- stéttarbrúnina, meðan ég renndi glugganum niður og reyndi að stara gegnum gula þykka þokuna. Ég gat rétt séð bókstafina, það var „Hay- market11. Ég sagði honum það. ið í veg fyrir að rödd mín skylfi lítið eitt. Ted kinkaði kolli. „Já, það er það. Þú virðist vera hrædd núna og það er gott“. „Gott?“ „Já. Ég — við viljum að þú sért hrædd. Þeim mun hrædd ari sem þú ert, þeim mun gætn ari verður þú. Og það er á- í stæðan fyrir að ég fer með þig til líkhússins núna, til að gera þig enn hræddari. Ég held að %ú hafir litið á þetta allt sem stórkostlegt ævintýr. En þetta er alvara!“ • „Það hefur ekki verið neitt sljemmtilegt hingað til,“ sagði ég þurr á manninn. ^^Bökk augu hans litu á mig. „Þetta hefur ekki átt að vera skemmtilegt, Bertha. Eftir stutta stund verður þú aðal- léikarinn í stórkostlegu leik- riýi og það er mikið á hættu alveg eins, nema hvað við greiddum ekki eins. Við hefð- um getað verið eineggja tví- burar. Þetta var hryllileg til- finning. Ég sleit mig af Ted og tók fyrir andlitið. „Ég vil fá að fara! Ég vil ekki sjá meira!“ „Ailt í lagi“, sagði hann og fór með mig út úr herberginu. Þegár við vorum aftur setzt upp í bílinn, sagði hann. „Þetta var harðneskjulegt og mér finnst leitt að hafa gert það, en ég varð að gera það. Ég varð að sýna þér hve alvar- legt þetta er. Ég vil ekki að það fari eins fyrir þér!“ Rödd hans var blíðleg. Ég skalf enn af hræðslu. „Var hún myrt?“ Hann hristi höfuðið. „Nei, það var ekki neitt slíkt, þó það hefði sennilega orðið svo fyrr ★ eftir Helen Sayle „Skrattinn sjálfur! Ég hlýt að hafa farið götuvillt við Piccadilly Circus. Jæja, þá snúum við við“. Eftir að hann var búinn að snúa bílnum, sagði hann; „Svo ég víki aftur að spurningu þinni um njósnir: Stundum, en ekki alltaf. Venjulega ekki, ætti ég kannske að segja. En við og við er það eitt af verk- um okkar“. „Eins og núna, kannske?“ Hann leit snöggt á mig: „Spurðu ekki of mikils. Ég er búinn að segja þér að þú færð að vita allt þegar tíminn er kominn. Með tillti til þessa hóps okkar, þá þekkjum við ekki hvern annan. Þingið veit ir okkur fé, án þess að vita hverjir við erum eða til hvers á að nota peningana. Þetta er leynilegur sjóður11. „Þetta er heiður fyrir mig“, sagði ég, „þó ég geri ekki ráð fyrir að ég hefði setið hér ef ég hefði ekki líkst þessari Berthu Pangloss11. „Þú ert Bertha Pangloss11, sagði Ted aivarlegur. „Reyndu að muna það! Það er rim líf eða dauða að tefla“. Mér fannst þokan fyrir ut- an vera kaldari og þykkari, já, það var engu líkara en hún teygði kalda langa fing- ur út eftir mér. „Er það sem ég á að gera svona áhættusamt? Virkilega hættulegt?11 Ég gat ekki kom- fyrir okkur að þú leikir vel. Þarna er sjúkrahúsið. Við för um bakdyramegin inn“. Við skildum bílinn eftir á bílastæðinu og gengum gegn- um þykka þokuna að litlum dyrum. Loks komum við að herbergi þar sem maður sat bak við skrifborð. Hann stóð á fætur þegar hann sá Ted. „Góðan daginn, herra, Ég geri ráð fyrir að þér viljið fá að sjá hana?“ Maðurinn leit á mig og hann var mjög undr- andi á svip, svo leit hann aft- ur a Ted. ,;Já“, svaraði Ted. „Þetta er í síðasta skipti, Crothers. Eftir að við förum héðan, get- ið þér látið Yarden vita. Þér vitið hvað á að gera“. „Já, herra“. Maðurinn fór nieð okkur inn í litið kalt her- bergii Á báðum hliðum her- bergisins voru langar skúffur, á hvei'ri skúffu vai' hvít em- aljeruð hurð eins og á ísskáp. Maðurinn lét sem hann sæi þær ekki og gekk inn að borði við endann á herberginu. Hvítt lak lá yfir borðinu. Án þess að segja eitt orð, tók Ted um handlegg minn og dró mig að borðinu, svo lyfti hann teppinu. „Ó. Ó, nei!“ veinaði ég. Það var eins og ég sæi sjálfa mig látna. Hún lá undir tepp- inu, augu hennar voru lokuð og það hvíldi friðarsvipur á andliti hennar. Og við vorum eða síðar. Það var bílslys, sannkölluð heppni fyrir okk- ur“. „Heppni?11 Ég starði á hann. „Það var svo sannarlega ekki heppni fyrir hana þarna Berthu Pangloss11. Hann hvæsti á mig. „Þú ert Bertha Pangloss! Hve oft þarf ég að segja þér það?“ „Fyrirgefðu. En hvers vegna var það heppni fyrir ykkur?“ Hann ók fyrir horn áður en hann svaraði mér. „Við vorum búnir að elta hana í margar vikur meðan við brutum heil- ann um hvernig við ættum að fara að. Við vorum ekki enn búnir að finna þig. Okkur hafði að vísu komið í hug að einhvers staðar ætti hún tví- gengil, en við urðum að hætta við það því við fundum enga nægilega líka henni. Þess vegna eltum við hana aðeins °g fylgdumst með henni all- an sólarhi’inginn. „En svo varð ég að skreppa til Washington og meðan ég var þar rannsakaði ég málið. Ég sat við það heiía nótt að skoða myndir. Einmitt þegar ég var að því kominn að gef- 8 ast upp sá ég þig. Þú vars það sem við vorum að ieita að. Ný í utanríkisþj ónustunnf og ekki nokkrar líkur til að neinrt þekkti þig. Þú varst á íslandi og það er ekki lengra þrott eti svo að það var hægt að senda þig hingað með litlum fyrir- vara. Ég_ fór með fyrstu flug- ferð til íslands, leitaði Tubby Barnes uppi og afganginn veizt þú“. ; „Aðeins hluta hans“, minnti ég hann á. „En vesalings stúUc an, hver var hún. Njósnari eða eitthvað þess háttar?“ , s „Eiginlega ekki. Hún var sendiboði — sendiboði annars lands. Við höfum vitað ura hana í mörg ár“. Annað land!_ Ég vissi við hvað var átt. Óvinurinn! „Ég fylgist víst ekki með lengur'þ sagði ég. „Hvenær dó hún?“ „í fyrradag. Við vorum ó- trúlega heppnir, eins og ég sagði. Það ók bíll á hana þeg- ar hún var á leiðinni heim tii sín. Það var seint eða réttara sagt snemma morguns. Aðeins tveir menn sáu hvað skeði. Maðurinn frá okkur, sem var að elta hana, og lögreglubjónn, sem kom á slysstaðinn. Bíl- stjórasvínið ók bara beint af augum! Og maðurinn frá okk- ur notaði vitið sem guð hafði gefið honum. Hann kallaði á sjúkrabíl og lét aka líkinu á St. Barts sjúkrahúsið. Lög- regluþjóninum var skipað að þegja. Það gerir hann líka og því er það að vinir hennar og kunningjar hafa ekki hug- mynd um að hún sé dáin. Það vonum við a. m. k. Við von- um líka að þú getir tekið að þér hennar hlutverk áður en. hennar verður saknað. Húra vah vön að fara á brott ein, kannske þrjá-fjóra daga £, einu, ég geri ráð fyrir að hún hafi orðið að gera það. Þetta ætti að geta tekizt“. „Brrrr“, sagði ég. „Ég kann ekki við að koma í stað lát- innar konu“. Ted sleppti stýrinu og klapp aði á handlegg minn. Hann var indæll viðkomu. „Það er of seint að draga sig í hlé núna“, sagði hann glað- lega. „Ég aðvaraði þig um það einu sinni, manstu það?“ „Ég hef alls ekki hugsað mér að draga mig í hlé! Ég mun gera mitt bezta. En ég kann samt ekki við það“. , „Ég skil það vel. En ég held að það verði ekki mjög lang- ur tími. Kannske nokkrir dag- ar. Þú færð að vita það eftir smástund. Ég á að aka þér á fund tveggja þýðingarmikilla manna. Þeir munu segja bér allt, það er að segja alit það, sem þér er hollt að vita“. „Mig langar líka til að fá mér eitthvað að borða11, sagði ég. „Eða á að svelta mig í hel? Ég hef ekki borðað neitt síðan í gær“. „Seinna11, lofaði Ted. „Núna verðum við að fara til Ken- sington. Skrattinn eigi bölv- aða þokuna!“ Alþýðublaðið r— 26, ágúst 1960 JJý ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.