Alþýðublaðið - 26.08.1960, Blaðsíða 4
Gylfi Þ. Gíslason, viöskiptamálaráðherra:
7 E I N N höfuðtilgangur
’ stefnubreytingarinnar í efna-
hagsmálum var að taka ívrir
■ hihn stöðuga og sívaxandi
halla á gjaldeyrisviðskiptum
þjóðarinnar. Til þess að það
■ mætti takast var ekki aðeins
nægilegt að skrá gengi krón-
■ unnar á sannvirði, þannig að
verðlag og framleiðslukostn-
aður hér yrði sambærilegur
þVí, sem gerist í viðskipta-
löhdum okkar, heldur var
einnig nauðsynlegt að hafa
strangan hemil á útlánum
'bankanna og koma í veg fyr-
irj að útlánsaukning þeirra
væri meiri en svaraði til spari
fjáraukningar. En um mörg
■undanfarin ár hafa bankarnir
aukið útlán sín verulega um-
frpm sparif j áraukningu, og
það síðan á hinn bóginn vald-
\Q~ greiðsluhalla gagnvart út-
öndum.
.Til þess að ná þessu mark-
iniði voru settar nýjar reglur
um endurkaup Seðlabankans
á ai’urðavíxlum og um önnur
víðs dpti hans við viðskipta-
banj i og sparisjóði. 'Var með
þessj ii.n reglum stefnt að því
að \ ' :skiptabankar og spari-
sjóðii fengju ekki aukið fé
til út' ia frá Seðlabankanum
heldur yrði útlánaaukning
þeirra , .ð byggjast á vexti
inniánn og rekstrarhagnaði
þelirra f,|iVf|ra. l?.f þess að
draga úr eftirspurn eftir láns
fé og jaúiframt örva spari-
fjármyndLii, voru svo vextir
hækkaðir m ög verulega, eins
og kunnugi er.
Árangur þessara ráðstafana
hefur orðið sá, að mjög hefur
dregið úr aukningu útlána
írá því, sem verið hefur á
undanförnum árum. Þannig
jukust útlán viðskiptabanka
ug sparisjóða á fyrstu sjö
:.rfánuðum þessa árs um 220
uúllj. króna., en um J51 millj.
króna á sama tíma árið 1959.
Þessi aukning er að neita má
öll í lánum til sjávarútvegs
og verzlunar með brýnustu
nauðsynjar. Þessi minnkun á
aukningu útlána er sérstak-
lega athyglisverð, þegar tillit
er tekið til þess, að þær hækk
anir á verði innfluttrar vöru,
söm sigldi í kjölfar leiðrétt-
ingar gengisins, kröfðust
mjög aukins rekstrarfjár, en
áx s.l. ári var að sjálfsögðu
ekki um neina sams konar
þörf að ræða.
Þriöja grein
AMÁLU
HEPPNAZT
Upphaflega var gert ráð
fyrir því, að heildarútlána-
aukning viðskiptabanka og
sparisjóða á árinu færi ekki
fram úr 200 millj. kr. Fjár-
þörf útvegsins á vetrarvertíð
og síldarvertíð reyndist hins
vegar öllu meiri en við hafði
verið búizt, og hennar vegna
hefur ekki að fullu tekizt að
halda þessu marki. Kemur
hér til greina hvort tveggja í
senn, erfið fjárhagsaðstaða
sjávarútvegsins eftir lang-
varandi verðbólgu, og mikill
kostnaður vegna nýrrar veiði
tækni. Á hinn bóginn, og það
skiptir mestu máli, hefur að
fullu tekizt að fara eftir
þeim reglum, sem settar voru
um viðskiptin milli Seðla-
bankans annars vegar og við-
skiptabanka og spari.sjóða
hins vegar. Hinir síðar nefndu
hafa ekki fengið neitt fé frá
Seðlabankanum til útláns-
aukningar. Þvert á móti hafa
nettóskuldir v/iðskiptalbanka
og sparisjóða við Seðlabank-
ann á fyrstu sjö mánuðum
þessa árs lækkað um 38 millj.
kr., en höfðu á sama tíma
árið 1959 hækkað um 56 millj.
kr.
Það var ekki við öðru að
búast en að nokkur tími liði
þar til er efnahagsráðstafan-
irnar færu að hafa áhrif á
sparifjármyndunina. Kom
þar ekki sízt til greina hin
mikla óvissa, sem ríkjandi var
um þróun launa og þar með
alls verðlags í landinu. Enn-
fremur var líklegt að frjáls-
ari innflutningur mundi í bili
örva innkaup og draga úr
sparifjármyndun. Reynslan
varð sú, að sparifjárinnlög
lækkuðu mánuðina fyrir og
eftir gengisbreytinguna. í
apríl mánuði fór spariféð hins
vegar að aukast á nýjan leik,
og hefur sú aukning haldið
áfram síðan. | mánuðunum
apríl-júlí varð aukning spari-
innlána 188 millj. kr. á þessu
ári, en varð á sama tíma árið
áður 131 millj. kr. í júlímán-
uði einum jukust spariinnlán
nú um 57 millj. kr., eða um
nálega helmingi hærri upp-
hæð en á s.l. ári, en þá varð
aukningin í þeim mánuðf 32
millj. kr.
Um veltiinnlánin gildir
allt öðru máli en spariinn-
lánin. Þau hafa á fyrstu sjö
mánuðum þestsa árs lækkað
um 8 millj. kr., en jukust á
sama tímabili s.l. árs um 40
millj. kr. Lækkun veltiinn-
lánanna er fyrst og fremst af-
leiðing af því, hve aukning
útlánanna hefur verið lítil.
Veltiinnlánin eru að miklu
leyti starfsfé fyrirtækjanna.
Því erfiðara sem fyrirtækjum
reynist að fá lán, því betur
verða þau að nota það fé, sem
þau hafa undir höndum, og
það dregur úr vexti veltiinn-
lána. Lítil aukning veltiinn-
lána ber því einmitt vott um
að breytingin á stefnunni í
lánamálum hafi borið tilætl-
aðan árangur.
Því hevrðist oft haldið
fram í umræðunum um efna-
hagsmálin á Alþingi, að
rekstur úrvegsins og annarra
framleiðslugreina myndi
stöðvast, ef ríkisstjórnin
héldi fast við stefnu sína í
bankamálunum, og leyfði út
lánum ekki að vaxa meira
en ráðgert var. Bæði vetrar-
vertíð og síldarvertíð hafa
verið stundaðar af kappi, og
öll önnur atvinnutæki lands-
manna hafa verið hagnýtt til
hins ýtrasta, það sem af er
þessu ári. Spádómarnir um
rekstrarstöðvun og atvinnu-
leysi hafa ekki rætzt. Þó hef-
ur ríkisstjórnin framkvæmt-
stefnu sína og haldið útlán-
um bankanna í öllum aðalat-
riðum innan þeirra tak-
marka, sem þeim voru sett í
viðreisnaráformunum. Von-
irnar um það, að hækkun
vaxta og 9Ú alvarlega til-
raun, sem með viðreisninni
var gerð til stöðvunar verð-
bólgunnar, mundu leiða af
sér aukna sparifjármyndun,
hafa heldur ekki brugðizt.
Þó er sú aukning sparifjár-
myndunar, sem orðin er, að-
eins vísir þeirrar, sem orðið
gæti, þegar ljóst væri, að
viðreisnaráformin hefðu tek-
izt að fullu.
Framkvæmd hinnar nýju
stefnu í bankamálum var ein
áf höfuð forsendum þess, að
ástand í gjaldeyrismálum
þjóðarinnar gæti breytzt til
batnaðar. Um þau mál mun
ég fjalla í næstu grein. Hvern
ig skyldi nú vera umhorfs á
því sviði? Til þess að mynda
sér rétta skoðun á áhrifum
stefnubreytingarinnar í efna
hagsmálum á gjaldeyrisað-
stöðuna verður að taka til-
lit til margs. í fyrsta lagi má
að sjálfsögðu ekki bera á-
standið í dag saman við á-
standið um síðast liðin ára-
mót, heldur verður að bera
það saman við þann tíma, er
stefnubreytingin kom til fram
kvæmda. En á þessu tvennut
er mikill munur, vegna þess,
að síðustu mánuðirnir fvrir
gengisbreytinguna, þ. e.
fyrstu mánuðir ársins, vora
sérstaklega erfiðir, einmitt
vegna þess, að hið gallaða
kerfi var þá að syngja sitt
síðasta vers. En staðhæfing-
ar blaða stjórnarandstöðunn-
ar undanfarið um gjaldeyria
málin hafa einmitt verigj
byggðar á því, að bera á-
standið nú saman við ástand-
ið um áramótin, þ. e. a. s.
á því að gera hina nýju
stefnu ábyrga fyrir vandræð
um, sem átt.u sér stað, meðan
gamla kerfið var enn við líði,
og voru afleiðingar þess. i
Upptaka
ríkja í SÞ
NEW YORK, 23. ág. (NTB-
AFP). Frakkar lögðu í dag, að
átta nýjum Afríkuríkjum yrði
veitt upptaka í SÞ. Yar tillag
an lögð fram af franska full
trúanum, er Öryggisráðið kom
saman til að ræða inntöku-
ibei&nir. Um ler að ræða: Nig
er, Efri Volta, Fílabeinsströnd
ina, Franska Kongó, Chad,
Dahomey, Cabon-lýðveldið, og’
Mið-Afríkulýðveldið.
élagsins
TELJA má víst að hjá þem,
sem unna myndlist, séu sýn-
ingar Félags íslenzkra mynd-
listarmanna með kærkomn-
ustu listaviðburðúm. Þeir, sem
skoða þessar sýningar að stað-
aldri, ár eftir ár, fá innsýn í
starf og persónuleika sumra
ibeztu myndlistarmanna þjóð-
aTinnar.
Einnig er gaman að bera
saman sýningarnar og þar
kemur íram viss ölduhreyfihg,
e£ svo má að orði kveða, það
er að segja sumar sýningar
gnæfa hátt frá listrænu sjón-
arsviði, aðrar eru í öldudal. —
Sumum listmálurum tekst
stundum svo vel upp að mynd-
ir þeirra standa manni lifandi
fyrir ihugskotssjónum æ síð-
ar, aðrar gleymast.
Á þssari sýningu, i Lista-
mannaskálanum, sýna 20
myndlistai menn verk sín og
þykir mér hvað mest til mál-
verka Þorvaldar Skúlasonar
koma, einkum mynd nr. 45,
sem er einhvers konar atom-
klukka a. m. k. er verkið í
gangi.
Myndir vinar míns Snorra
Arinbjarnarsonar bera meist-
aranum lof og er gaman að
sjá þessa gömlu kunningja á
ný. Einkum er „hyrnnga" kom
postion skemmtilegt verk og
yfirvegað og sýnix vel þá ríku
tilfinningu fyrir litum og
formi, sem voru aðall lista-
mannsi'ns.
Kjatran Guðjónsson og ,Tó-
hannes Jóhannesson eiga
þarna sín beztu verk til þessa
og er ánægjulegt hvað þeir
eru trúir köllun sinni, einkum
þykir mér koma ti'l kompositi-
ona Jóhannesar í bláu, þar sem
spilað er á lit, af mikilli leikni.
Einnig er gaman að skoða
abstraktionir Valtýs Péturs-
sonar, enda þótt mér falli bet-
ur klárar útlínur og hreinir
fletir, eihs og honum er tam-
ara að byggja verk sín upp
með.
Karl Kvaran sýpir fjórar
goracþe myndir, góð verk, —
sami undirtónn og á síðustu
sýningu.
Mér þykir illt að Hjörleifur
Sigurðsson skuli jafnan einung
is sýna gömul verk á þessum
samsýningum, því fróðlegt
væri að sjá ei'tthvað nýtt frá
hans hendi.
Eins hefði verið skemmti-
legt að sjá eitthvað nýtt frá
þeim ágæta málara Sveini
Haraldssyni.
Kristján Davíðsson sýnir
þarna eina af myndum þeim
sem voru á sýningunni I Boga-
sal Þjóðminjasafnsins, gott
verk, en völ var á betri verk-
um til þessarar sýningar, —
eins og þeir, sem sáu um-
rædda sýningu muna.
Hafsteinn Austmann á snot-
Ur verk á sýi'ngunni.
Verk Guðmundu Andresdótt
ur eru byggð um sviþað viðlag
og áður, heiðarleg en nokkuð
ibragðdauf.
Steinþór Sigurðsson, Bjarni
Jónsson og Einar E. Baldvins-
son sýna allir all .snotur verk .
og þó sérstaklega sá síðast
taldi.
Meistarinn Jóhannes Sv.
Kjarval heiðrar sýninguna,
með lítilli abstrakt kompositi-
on í vatnslitum.
Höggmyndir Sigurjóns Ól-
afssonar gefa sýningunni sterk
an og ferskan blæ og er á-
nægjulegt að sjá þann þrótt
og gleðj. í listsköpun, sem þar
ryðst fram.
Hi'ns vegar eru hinar högg-
myndirnar á sýningunni nokk-
uð bundnari, listamennirnir
Jón og Guðmundur Benedikts-
synir vilja ekki hleypa lista-
fákinum um of, en verk þeirra
foeggja sýna örugga sókn á
listasviðinu. Þá er rétt að geta
verka Gretu Björnsson, Ólafs
Túfals og Vigdísar Kristjáns-
dóttur, sem öll eru gerð af
góðum hug. —- í heild er þetta
fjörleg og góð sýni'ng og íil
lofs íslenzkum myndlistar-
mönnum. G. Þ.
Q 26. ágúst 1969 — Alþýðublaðið