Alþýðublaðið - 08.09.1960, Page 4

Alþýðublaðið - 08.09.1960, Page 4
Flugfreyja á Loftleiðavél gengur um beina. Farjjeginn, er Róbert Arnfinnsson ieikari voru flognar 5 vikulegar ferð ir fram og til baka yfir Atlants ihafið eða 1. ferð fleira en árið áður. Samtals voru þannig flognar 337 ferðir fram og til baka á milli Evrópu og Norður-Ame ríku á móti 254 árið 1958. Fjór ar ferðir af ofangreindum ferðafjölda voru aukaferðir, sem flognar voru til að anna mikilli eftirsþurn. Nötáðar voru fjórar Skymaster flug- vélar, tvær þeirra voru leigð- ar frá Braathens SAFE, hinar voru flugvélair Loftléiða h.f., þær Hekla og Saga. Árið 1959 voru fluttir 35. 498 farþegar, en 26.702 farþeg ar árið áður og varð aukningin 32,9%.. hvað höfðatölu snertir, Vöruflutningar urðu nokkuð mfeiri nú en árið áður, eða 315 tonn á móti 250 tonnum árið áður. Hafa því vöruflutningar aukist um 33-3%. ■ Flugvélar þær, sem félagið hafði í förum flugu samtals 14.243. klst. Ogr voru að með altali rúmar 10 klst. á lofti á sólarhring eða einni klst. lengur en 1958 og má það telj- ast mjög góð nýting flugvél- arma. Framboðnir sætakiló- metrar voru 262 milljónir, ten notaðir sætakílómetrar voru 184 milljónir, en þáð gerir um 70% sætanýtingu, sem er svip að og sætanýting varð 1958. AÐALFUNDUR Loftleiða vegna reikningsársins 1959 var haldinn föstudaginn 2. -sept. sl. e. h. j Tjarnarcafé. Fundinn setti' formaður fé- lagsstjórnarinnar, Kristján -Guðlaugsson hæstaréttarlög- maður og bað hann Gunnar Helgason héraðsdómslögmann að gegna störfum fundar- stjóra, en hann kvaddi Þoriéif Guðmundsson skrifstofustjóra “fcil ritarastarfa. Eormaður felagsstjórnar minntist í upphafi tveggja lát inna starfsmanna Loftleiða, þeirra Ólafs Bjarnasonar skrif etofustjóra, og Eyjólfs Eyjólfs eon, fulltrúa, en !þeir féllu frá með skömmu millibili. Heiðr •uðu fundarmenn minningu þeirra með 'því að rísa úr sæt- um. iÞá flutti Kristján Guðlaugs 'son skýrslu um starfsemina ár ið 1959. Ræddi ihann sérstak- lega flugvélakaup, þjálfun flugliða og flugrleksturinn í <heild. Þá rakti hann ennfrem- nr| samninga um lendingar- leyfi á Bretlandi og Norður- lörldunum. Kvað hann samn- ingalok hafa orðið félaginu hin farsælustu fyrir atbeina flug málastjóra os utanríkisþjón- $ 8. sejpt. 1960 ustunnar og þakkaði hann það sérstaklega. Þá rakti formaður í stórum dráttum reksturinn á þessu ári og ræddi sérstaklega kaup- og kjarasamninga flugliða, Gat hann þess að bráðabirgðalögin um bann gegn vinnustöðvun ís lenzkra atvinnuflugmanna hefðu ekki verið sett að ósk stjórnenda Loftleiða, enda fæl ist ekki í þeim nokkur lausn á þeirri kaup- og kjaradeilu sem yfir stæði. Taldi hann að flug- líðar og stjórnendur flugfélag anna yrði að leysa sín mál sjálf ir, enda myndi stjórn Loftleiða leggja fullt kapp á að svo yrði gert. Næstur tók til máls Alfreð Elíasson forstjóri Loftleiða og mælti hann m. a. á þessa leið: „Vorið 1959 voru flognar fjórar ferðir í viku milli meg inlands Evrópu og Ameríku með viðkomu á íslandi. Sú á- ætlun var í gildi þar til 30. apríl. Sumaráætlunin tók við þann 1. maí og stóð til 31. okt. voru þá flognar 9 ferðir viku lega á milli heimsálfanna með ■viðkomu í Reykjavík og var það þrem ferðum meiri á viku en 1958. Síðan tók vetraráætl un aftur við frá 1. nóv. Þá Reykjavík NeV/ York Hamborg Kaupmannah. Luxembourg London Glasgow Oslo/Svg Got/Sto. 128 41 11 8 3 6 4 2 9 í árslok 1959 voru staffs- menn félagsins alls 263. sem skiptust þannig á hinar ýmsu stöðvar: ;t! 212, en auk þess um 50 manns sem störfuðu beint eða óbeint við skrifstofu og flugstörf á veg um félagsins. Þetta hefur nú verið það helzta varðandi árið 1959, en þar sem nú er svo áliðið 1960 þykir mér rétt að skýra nokk uð frá hvernig gengið hefur ‘fyrstu 7 mánuði þessa árs. Fluttir hafa verið 23.228 far þegar 215 tonn af vörur og 22 tonn af pósti. Miðað við sama tíma fyrra árs hefur ver ið flutt 4.193 farþegum meira eða 22% aukning. Flutt hafa verið 49 tonnum meira af vör- um eða 29% auking. Flutt hafa Framhald á 14. síðu. Stórveldi smárikjanna SAMEINUÐU ÞJÓÐIHNAR hafa af ýmsum verið taldar málskrafssamkunda, sem finni ekkj annað þarfara að gera en bíða dauða síns, eins og Þjóðabandalagið gamla í Genf, sem stofnað var upp úr heimsstyrjöldinni fyrri. Þetta stafar meðal annars af því, að þótt þjóðir séu fúsar til að mynda með sér samtök, eru þær ekki eins fúsar að veita slíkum, samtökum framkvæmdavald, sem þeim er nauðsynlegt, eigi þau að koma að gagni þann dag, sem raunverulega er þörf fyrir þau. Varnaglar eru slegnir, svo sem ákvæðið um neit- unarvald Og samtökin eru einkum duglegust hvað snertir hinar ýmsu greinar mennmgarmála; hafa uppi stór pro- grömm um kennslu og senda menn út í fen til að drepa möskítóur. Á sínum tíma drukknaði málstaður Ungverjalands í söl- úm SÞ f New York. OE Sameinuðu þjóðirnar komu seint á vettvang, þegar deilt var um Suez. Getuleysi samtakanna í þessum tveimur harmleikjum þótti enn benda til þess, að þeim væru ætluð sömu örlög og Þjóðabandalaginu. En nú hefur það gerzt í sögu þessara samtaka, að þau hafa alþ í einu sýnt vald, sem óefað hefur komið mörgum á óvart, ekki sízt þeim stórveldum, sem kannski í leynuro. hjartans hafa hugsað sér samtökin sem áróðursvettvang ein- göngu. Atburðirnir í Kongó að undanförnu hafa aflað Sam- einuðu þjóðunum nýrrar þýðingar, og sýnt að þau hafa getu og vilja til að setja niður deilur að vissu marki og það sem mest er um vert, komið fram sem þriðji aðili á róstu- sömum stað og þannig haldið stórveldunum tveimur aS mestu utan við slaginn. Nú er vitað, að smáríkin í Örygg- isráðinu tóku höndum saman við Dag Hammarskjöld Og veittu honum nauðsynlegan stuðning til að koma við áríð- andi löggæzlu í Kongó. Samt fylgdi þeim afskiptum sú tvísögn, að lið SÞ í Kongó mætti ekki skipta sér af innan- ríkismálum landsins. Engu að síður hefur Kongómálið vald- ið þáttaskilum í sögu Sameinuðu þjóðanna. Framkvæmda- stjóra þeirra hefur tekizt með aðstoð smáríkja að sýna vald, sem deiluaðilar eru eftir atvikum reiðubúnir að hlýða, og rutt brautina tif frekari afskipta af deilum innan einstakra þ.jóða og milli þjóða. Þannig eygist sá möguleiki að sam- tökin verði méð tímanum/ að stórveldi smáríkjanna, og um leið þriðja affið í heiminum, sem hefur sættir að sínu hagsmunamáli. Nifribitt ÞJÓÐVERJAR eru duglegt fólk, sem þrátt fyrir það að hafa orðið undir í tveimur heimsstyrjöldum hefur ekki orðið seinna sigurvegurunum að ná sér eftir stríðsvoðann. Efna- hagsleg viðreisn Vestur-Þjóðvérja hefur gengið sýnu hrað- ! ar nú en upp úr 1918, og þótt undur og stórmerki. Sjaldan er það í kvikmyndum, að auðsæld sé lýst á svq listrænan hatt, að hún standi mönnum gleggra fyrir hug- arsjónum en þótt þeir læsu línurit um framleiðsluaukn- ingu óg milljónagróða. Ein slík kvikmynd er kvikmyndin. um Rosemarie Nitribit.t (Bæjarbíó). Nú var hún ekki iðju- höldur. en samt var andlát hennar talið töluvert áfall fyrir ríka menn í föðurlandi hennar, þar sem sagan af Nitribitt, eins og myndin, þykir sýna „betur en ræður sagðar" ann- marka velgengninar. í myndinni leika nokkrir svartir Benz-bílar stórt blutverk og eru látnir undirstrika millj- ónagróðann. Þetta skilst líklega á íslandi, þótf Benz-bílar, Lincoln-bílar Og Kaddílakkar sóu hér varla annað en tæki til að aka í mjólkurbúðir. Iðjuhöldar urðu lítillega móðg- aðir út af Nitribitt-myndinni. Þeir töldu óþarfa að ófrægja stéttina með svo dýrri konu, en þótt ekki sé nema smáræði satt í sögunni af þessari gleðimey, er sagan samt upp- lýsandi um það, sem mætti kallast Nitribitt-ástand og fylgir uppgangstímum. Myndin hefur hvarvetna vakið mikla athygli og nafnið Nitribitt er þegar orðið eins konar tákn um velgengni eftirstríðsáranna. — Þær gleðikonur munu vera teljandi, er hafa orðið eins frægar og Nitribitt af skyndigestum sínum. I. G. Þ, Aljjýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.