Kirkjublaðið - 01.11.1891, Page 1

Kirkjublaðið - 01.11.1891, Page 1
mánaðarrit handa íslenzkri'alþýðu. REYKJAVÍK, NÓV. 1891. G-uös ríki. (Matt. 13., Mark. 4., Lúk. 8. 13.). Gluðs ríkí’ er sœði’, er sjálfur Drottinn plantar í sínum akri, guðdómlegt það er, en eigi þó það ávöxt sífellt ber, því skilyrði þess opt og einatt vantar. Það stundum vargar strax í fyrstu hremma, það stundum grýttan jarðveg fellur í, og stundum sárir þyrnar ama því, er kefja það og kæfa það og skemma. i 1 En þó að sumt af sæði þessu gleymist og þó að sumt ei rætur nái’ að festa og þó að sumt af þyrnum bælt sje niður, þá veit jeg samt í góðum hjörtum geymist og getur borið lífsins ávöxt bezta, þann ávöxt sem er eilíft líf og friður. Guðs ríki’ er hveiti, er sjálfur Drottinn sáði í sínum akri, guðdómlegt og hreint. En óvinurinn að þar læddist leynt og innan um hann illgresi þar stráði. En fólkið, sem að garðsins átti að gæta, ei gáði þess, en fast á meðan svaf; en þegar blundi vakna vann það af það vildi þegar illgresið uppræta.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.