Kirkjublaðið - 01.11.1891, Síða 4

Kirkjublaðið - 01.11.1891, Síða 4
68 Þá sundur hann þá góðu og vondu greinir, þeim góðu fær hann lífsins straumvatn hreinna, en hinum vondu út hann kastar aptur. í dauðans bylgjum Drottinn enn þá reynir. Hvort dregur hann þá ei að landi seinna? Hvað megnar ei hins ahnáttuga kraptur? V. B. Um sálmalög* og* sálmasöng*1. Eptir Sjera Stefán Thorarensen. — Þegar talað er um sálmalög eða sálmasöngsbækur, þá verður því jafnan líkt háttað og þegar talað er um sálma eða sálmabækur. Sálmabækur hafa ekki einungis sálma að geyma í hinum forna skilningi orðsins, heldur einnig það, sem for- feður vorir mundu, ef til viil, hafa sett í flokk með »and- legum söngvísum«, þótt oss mundi nú reyndar ekki geðj- ast að slíku nafni fyrir þá. — Þetta er eðlilegt og hlýtur svo að vera, með þvi að sumir kafiar hverrar sálmabók- ar lúta að ýmsum þeim tækifærum eða tímamótum, sem eiga eitthvað skylt við hið söngvísulega, enda eru sálma- bækur ekki eingöngu ætlaðar guðsþjónustu í kirkjum, heldur einnig í heimahúsum. En auk þess eru þess nóg dæmin (hvervetna að kalla má erlendis), að inn í hina-r nýrri lútersku sálmabækur hafa drjúgum slæðst, — eklci sálmar, og ekki »andlegar söngvísur« eða þvi líkt, heldur margar aðrar »víxur«, að vísu fullfallegar og skáldlegar, en ósamboðnar nokkurri lúterskri kirkju, óhæfar til nokk- urrar sannrar guðsþjónustu. Allt eins er því nú varið með lögin. Þau verða að 1) Þótt jeg viti vel, hversu lítt fær jeg er um það, ac) rita um þetta inikils umvarðandi efni, sem er ekki annara meðfæri en þeirra, er hafa margfalt meiri þekkingu og vit á því, en jeg hefi, þáþótti mjer viðurhlutamikið að skorast undan því, ef það kynni að geta orðið til einhvers góðs, og þótt ekki væri til annars, en þess, að vekja athygli manna á kirkjusöng vorum.

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.