Kirkjublaðið - 01.11.1891, Qupperneq 8

Kirkjublaðið - 01.11.1891, Qupperneq 8
72 breytingin samþykkt, áleit fundurinn, að þó ætti eigi að fyrirskipa að taka hana upp, heldur að eins leyfa að gjöra það, þar sem prestur og mikill meiri hluti safnaðar kæmi sjer saman um það. Fundurinn áleit óþarfar nýjar texteraðir, heldur skyldi prestum leyft, að velja sjer prjedikunartexta, hvar sem vera skyldi úr heilagri ritningu. Fundurinn var samhuga á því, að afnema »kongs- bænadaginn«, sem helgan dag, en meiri hlutinn á því, að setja sumardag'inn fyrsta í staðinn. Fleiri atkvæði voru með því að afnema 2. í páskum og hvítasunnu, þó lagði fundurinn eigi sömu áherzlu á það og afnám bænadagsins. Tillögum og bendingum biskups, er hann hafði sent öllum hjeraðsfundunum sameiginlega, var þar vel tekið, eins og yfir höfuð annars staðar á hjeraðsfundunum. Þess- ar bendingar og tillögur fóru meðal annars fram á, að breyta færslu kirkjureikninga, senda gamlar embættis- bækur til varðveizlu á skjalasafni biskupsdæmisins, beita með varfærni heimild í lögum 22. maí 1890 (um að kosta hljóðfæraslátt og söng af fje kirkjunnar) og að styrkja prestaekknasjóðinn. Hjeraðsfund Mýraprófastsdæmis, 1. sept., sóttu allir prestar og 7 fuiltrúar af 12. Fundurinn áleit nauðsynlegt, að yfirskoða handbók presta, og leggur til að biskup með mönnum, sem hann sjálfur kveður til, búi til frumvarp til handbókar, sem svo verði lagt fyrir synodus næsta vor. I hinni væntan- legu nýju handbók áleit fundurinn æskilegt að væru nýj- ar textaraðir, stuttar og vel iagaðar til tóns, auk tilvitn- ana til eins eða fieiri texta, sem að eins væru ætlaðir til upplesningar af stói, og útaf mætti leggja. Fundurinn samþykkti að Alptanessöfnuður tæki að sjer kirkjuna. Hjeraðsfund Dalaprófastsdœmis, 12. okt., sóttu allir prestarnir og 3 fulltrúar. Nefnd var sett til að íhuga endurskoðun handbókar- innar, prófasturinn sjera Olafur Olafsson, præp. honor. sjera Jón Guttormson og sjera Kjartan Helgason. Fund- urinn óskaði meira frelsis í vali lielgidagatexta,

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.