Kirkjublaðið - 01.11.1891, Side 12

Kirkjublaðið - 01.11.1891, Side 12
76 endur og kennendiir barnanna og að mikil ábyrgð hvílir á þeim í þessu tilliti. Með orðum, í viðtali og umtali, og allri daglegri breytni eru allir heimamenn kristindóms- fræðendur barnanna ekki síður en með kristilegri upp- fræðslu í Gruðs orði. Það þarf að breytast sá hugsunar- háttur, sem er allt of aimennur, að það sje nóg, að barnið kunni utanbókar lærdóminn, þegar það fer að ganga til prestsins, sem opt er ef til vill, ekki að nokkru ráði fyr en fermingarárið. Barnið lærir aldrei til fulls að skilja sinn kristindóm, ef það lærir ekki að skilja, einmitt á með- an það er að læra, hvers vegna það þarf að læra og að sá lærdómur verði að sitja i fyrirrúmi fyrir öllu öðru, hversu dýrmæt og ómissandi sem önnur fræðsla sje. En hvað á þá presturinn að gjöra? kynnu menn að spyrja. — Jú, hann hefur mikið að gjöra og svo mikið, að ætti hann að inna það allt vel af hendi, gæti hann það ekki. Þó gætu prestar án efa gjört margt, og ættu að gjöra margt, sem þeir enn ekki hafa gjört nema að nokkru leyti. Sje það satt sem Dr. Chalmers segir, að húsvitj- andi (house-going) prestar gjöri kirkjuvitjandi (Church- going) lýð — og hver getur efast um að svo sje — þá eiga prestar mikið eptir ógjört. — Prestar ættu að fara um sóknir sínar miklu optar en þeir nokkurn tíma hafa gjört, eða ef til vill geta gjört, eins og nú hagar til. Þeir ættu að flytja guðs orðáhverju heimili, flytja þar áminn- ingar og kærleiksríkar aðvaranir. Þeir ættu að brýna það fyrir heimilunum á heimilunum sjálfum, hvað þeir sjálfir ekki geta gjört og hvað því sje heimilanna skylda, viðvíkjandi uppfræðingu barnanna. Þeir eiga að gjöra allt sitt til að börnin sjeu látin ganga sem fyrst til spurn- ingar, jafnóðum og þau læra, og leggja allt kapp á guð- rækilega uppfræðslu. Hjartað og viðmótið verður að hjálpa orðinu. Uppfræðslustundirnar verða að vera gleði- samkomur og kærleiksfundir barnanna. — Hjer á ríður mjög mikið, og hversu vandfarið er ekki prestum í þessu til- liti? Þeir eiga ekki einungis að vera vandlátir við aðra um barnauppfræðingu, heldur langmest við sjálfa sig. — Að búa börn undir fermingu er hið langmesta vandaverk prestsins og svo mikið vandavcrk, að jeg efast um, að

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.