Kirkjublaðið - 02.09.1892, Síða 4

Kirkjublaðið - 02.09.1892, Síða 4
164 Én víð töflur þessar er margt að athugá, áður en menn geti byggt á þeim áreiðanlegan dóm um þau atriði kristindómsins hjá þjóðinni, sem hjer er um að ræða. Fyrst er þessa að gæta, að frumskýrslurnar eru eigi allar svo fullkomnar sem skyldi, einkum að því er snertir fyrsta árið af þessum þremur, 1889, þar sem þessar skýrsl- ur það ár annaðhvort vanta algjörlega úr 7 prófasts- dæmum, eða eru svo fáar úr sumum þeirra, að ekkert verður á þeim byggt. Fyrir þetta ár þótti mjer því ekki rjett að gjöra neina samtölu nje meðaltal fyrir allt landið. Hins vegar virtist mjer rjettara að taka þetta ár með, að því leyti sem skýrslurnar leyfðu, til þess að hafa að minnsta kosti 3 ár til grundvallar í flestum prófastsdæm- unum. Árið 1890 vantar einnig úr stöku prestaköllum skýrslur annaðhvort um bæði atriðin eða eingöngu um altar- isgöngur; en að þessu kveður þó ekki svo mikið, að það geti valdið stórvægilegri skekkju. Síðasta árið, 1891, má kalla að skýrslurnar sjeu komnar í gott lag, og er von- andi að svo verði hjer eptir. í öðru lagi er þess að gæta, að þótt skýrslurnar væru bæði fullkomnar og nákvæmlega rjettar, gefa þær ekki, og geta ekki geflð, neina sanna hugmynd um kristindóms- ástand þjóðarinnar, sjerstaklega kirkjurækni hennar. Það er margt, sem til þessa ber. Skýrslurnar sýna, hversu margar guðsþjónustugjörðir hafa fiuttar verið í hverju pró- fastsdæmi og á öllu landinu, en alls eigi, liversu mikill hluti safnaðanna hafi tekið þátt í þeim: hvort kirkjurnar hafl verið fullar, vel settar eða að eins messufært, en þetta skiptir þó miklu. Því síður geta þær sýnt, hversu marg'ir þeir hafa verið, sem hafa að vísu haft löngun til að fara til kirkju, eða ganga til Guðs borðs, en eigi getað það af ýmsum ástæðum. Skýrslurnar sýna, að messuföllin hafa orðið æðimörg yfir höfuð á landinu, og í sumum prestaköllum sorglega mörg. En þær geta ekki sýnt, hversu mörg af þessum messuföllum eru að kenna hlutum, sem ekki verður við ráðið, svo sem: illviðrum og ófærð, einkum á vetrum; ófærum ám, fjallvegum og öðr- um þvílíkum farartálma; löngum og torsóttum kirkjuvegi, einkum í vetrarskammdegi; mannfæð í sumum sóknum,

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.