Kirkjublaðið - 02.09.1892, Qupperneq 9
169
fjelagsins voru þessir kosnir í nefnd: sr. Jón, sr. Friðrik,
sr. Hafsteinn, hr. Friðjón Friðriksson og hr. Magnús Páls-
son. Allar þessar kosningar gilda til næsta kirkjuþings.
Meðan á kirkjuþinginu stóð — sd. 26. júní — var
vígð kirkjan á Garðar. Sr. Steingrímur flutti vígsluræð-
una og var mesti mannfjöldi viðstaddur. Kirkjan er eink-
ar stórt og vandað hús. Hún er hin einasta íslenzka
kirkja vestan hafs, sem er í alla staði fullgerð. Hún hefir
bæði altari og kirkjuklukkur, en það hafa aðrar íslenzk-
ar kirkjur eigi getað útvegað sjer enn sem komið er,
Meðan á kirkjuþinginu stóð, var fluttur einn fyrir-
lestur af sr.Steingrimi. Fyrirlesturinn hjet: »Hvað viljum
vjer?«. Hann var einkar vel saminn og skipulegur, eins
og við mátti búast af jafnalvörugefnum gáfumanni og sr.
Steingrímur er.
Almennur málfundur var og haldinn á kirkjuþinginu
til að ræða um skólamál kirkjufjelagsins. I þeim um-
ræðum máttu allir taka þátt, þótt þeir stæðu fyrir utan
kirkjufjelagið. Herra Vilhelm Pálsson hóf þær umræður
með snjallri og langri ræðu. Umræðurnar um þetta mál
urðu all-langar. Nokkrir ungir menntamenn mæltu á móti
skólahugmyndinni. En að mótmaflum þeirra kvað mjög
lítið, einkum þar sem þeir voru svo gjörsamlega ókunn-
ugir íslenzkum bókmenntum og íslenzkri tungu, að einn
þeirra skoraðist jafnvel undan að tala íslenzku á málfundi
þessum.
Það er ákveðið í lögum kirkjufjelagsins, að tvo fyrir-
lestra skuli halda á hverju kirkjuþingi. Til þess að full-
nægja þessu lagaákvæði, flutti sr. Hafsteinn all-langa tölu
á seinasta degi kirkjuþingsins um hinn heimsfræga mælsku-
mann, sr. Charles Haddon Spurgeon fl9. júní 1834—31.
jan. 1892). Meðal annars sýndi hann fram á, í hverju
mælska Spurgeons er fólgin. Sr. Hafsteinn bar og Spur-
geon saman við tvo mælskustu presta samtíðarinnar:
Henry Ward Beecher og T. de Witt Talmage, og sýndi
fram á það, sem sjerstaklega einkonnir mælsku hvers
þeirra fyrir sig.
Tala þeirra safnaða, sem tilheyra kirkjufjelaginu, er
lík því, sem hún var í fyrra. Erindsrekar voru mættir