Kirkjublaðið - 02.09.1892, Qupperneq 11

Kirkjublaðið - 02.09.1892, Qupperneq 11
171 var hrundið i það horf, að kirkjufjelagið verður að öllura líkindum löggilt á þessu ári1. Kvöldmáltíðarsakramentið. (Tekið úr »Sameiningunni<s VII. 3.) Hið islenzka kirkjufólk vort hefir almennt djúpa lotn- ing fyrir heilagleik kvöldmáltíðarinnar. Margir bera það fyrir, að þeir finni sig ekki rjett undir það búna að ganga til Drottins borðs; þess vegna vilja þeir ekki gjöra það. En því meir, sem vjer finnum til synda vorra og óverð- ugleika, því hæfari altarisgestir erum vjer. Hið eina, sem gjört getur kristinn mann óhæfan altarisgest, er það, ef hann hefir ekki snúið sjer til Guðs ogbeðið hann umlíkn og fyrirgefning, eða ef hann finnur einhverja þá synd í fari sínu, sem hann vill ekki leggja niður. Enginn, sem svo er ástatt fyrir, ætti að hugsa til að ganga fram fyrir Drottin og neyta heilagrar kvöldmáltíðar fyr en hann fyrir syndajátning og bæn til Guðs hefir komizt í sátt við hann. Meðan hann gjörir það ekki, er hann stöðugt að færast lengra og lengra frá Guði, og eptir því sem lengur líður verður honum apturhvarfið örðugra. Tilfinningin fyrir því að vera óverðugur altarisgestur á því að reka hvern krist- inn mann til þess með aðstoð Guðs heilaga anda, að undir- búa hjarta sitt þannig, að hann finni hjá sjer þörf og hvöt til að neyta hinnar helgu kvöldmáltíðar. Hvort einstakl- ingnum er fullkomin alvara með sinn kristindóm, sjest einmitt á því, hvort hann einnig í þessu atriði vill hlýða frelsara sínum. Hið síðasta sem hann gjörði: — innsetn- ing heilagrar kvöldmáltíðar. Síðasta bænin til lærisvein- anna:— »Gjörið þetta í mína minning«. AUir viljum vjer uppfylla hina síðustu bæn ástvina voira. Vjer álítum það heilaga skyldu vora. Skyldum vjer þá ekki vilja uppfylla hans síðustu bæn? Og hver var tilgangur hans með þessa heilögu athöfn? Sá, að mynda það einingarinnar band milli sín og lærisveina sinna, er sterkara væri en öll önnur 1) Löggildingin er til að tryggja eignir kirkjufjelagsins og safn- aðanna; 3 fjárhaldsmenn eiga aí> hafa á hendi framkvæmdina i fjár- málum.—Itarleg fundarskýrsla er í »Lögbergi«.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.