Kirkjublaðið - 02.09.1892, Qupperneq 13
l7á
ínnar, getiif með Drottins hjálp mjög míklu tíí íeíðarkomið
í þessu sem öðrum meðal safnaða sinna.
Samkvæmt fagurri siðvenju kirkjuvorrar ganga ung-
menni safnaðanna í fyrsta skipti til Drottins borðs um
leið og þau eru fermd. Þá er presturinn þeim handgenginn;
þau eru þá eins og börnin hans og ætíð síðan er eitthvert
einingarinnar band milli prestsins og þeirra ungmenna, sem
hann hefir fermt. Sjerhver prestur ætti því að einsetja
sjer að veita því nákvæma eptirtekt, hvort ungmennin,
sem hann hefir sjálfur fermt, halda áfram að ganga til
Gmðs borðs. Og þegar hann verður þess var, að þau koma
ekki, þarf hann að tala við þau og áminna þau um að
gleyma ekki sinni góðu játning. Þar sem safnaðarlífið er
lengst á leið komið í landi þessu, er það álitið skylda
prestsins, að tala viðallaþá safnaðarlimi, sem ekkineyta
kvöldmáltíðarinnar, og hætta ekki fyrr en hann hefir vak-
ið þörfina í hjarta þeirra. Þar er það nefnilega kornið
inn í meðvitund manna, að það sje hin brýnasta skylda
hvers safnaðarlims að ganga til altaris. Sálusorgarhug-
myndin kemur þá fyrst fullkomlega í ljós, þegar prestur-
inn ber þannig lagaða umhyggju fyrir hverjum safnaðar-
lim. Opt verða ungmenni safnaðarins hinum eldri til fyr-
irmyndar í þessu efni. Foreldrar, sem ekki hafa gengið
árum saman til altaris, fylgja elzta barninu sínu, þegar
það neytir kvöldmáltíðarinnar i fyrsta sinni eptir ferm-
inguna. Það þarf sí og æ að takast fram við hina yngri,
að það er engin afsökun fyrir þá, þótt foreldrar þeirra
eða aðrir aðstandendur vanræki þessa skyldu sína. Þeg-
ar börnin eru nógu staðföst til að koma til Drottins borðs
i hvert skipti, sem þau eiga þess kost, verður það opt til
þess, að foreldrarnir fara að fylgja hinu lofsverða dæmi
þeirra.
0, hve dýrðlegt fyrir hitia yngri, að geta orðið fyrir-
mynd hinnaeldri! Hve dýrlegt fyrir börnin, að vitna um
frelsarann fyrir foreldrum sínum.
—------------— '
Vantrúin.
1. Þótt sýnist vantrú svörtum skuggum tjalda
um sólárátt, þars ljósið kemur frá,