Kirkjublaðið - 01.12.1892, Page 3

Kirkjublaðið - 01.12.1892, Page 3
Inn á hvert einasta heimili. Eptir S. B. (Framh.). Inn á livert einasta heimili vill Kirkjubl. komast, og ekki sízt á barnaheimilin. Kirkjublaðið er barnavinur. Börnin mega því til að fá að lesa það, eða heyra það lesið. En það er ekki á öllum heimilum að börnin fá að lesa þótt þau vildu, því síður að þeim sje sagt að lesa það, sem nytsamt er og til uppbyggingar. »Þjer væri nær að taka prjónana þína, telpa mín, en að vera að lesa þetta, sem þú hefir ekkert vit á«. Og aumingja telpan verður að setjast út í horn með prjónana sína, hugsandi um það litla, sem hún gat náð í að lesa, þorandi ekki að spyrja neitt út í það, vitandi að svarið mundi verða þetta gamla og sama: »Það er ekki til neins að vera að segja þjer það. Þú skilur það ekki, hvort sem er«. Hvernig eiga börnin að vita nokkuð eða skilja nokk- uð, ef þeim er ekkert sagt og þau mega ekkert lesa og um ekkert spyrja? Það er langt frá að það sje aðfinningarvert að venja börnin við vinnu, því að það cr nauðsynlegt. En — allt í hófi. — Hvert það barn, sem, frá því að það fyrst kemst á legg, er sí og æ látið sitja við vinnu, verður, þegar það eldist, heilsulaus og kjarklaus aumingi. Maðurinn lifir ekki af einu saman brauði. Börnin þurfa að hafa nokkurt frjálsræði og fá að leika sjer. Sjáum vjer ekki lömbin, folöldin, hvolpana, eða ungviði allra dýrategunda hjá oss. Allt leikur sjer. Það er eðlinu mcðskapað. Vjer getum ekki bannað það ungviði dýranna og börnunum megum vjer ekki banna það. Guð vildi ekki svipta manninn frjálsræðinu. Jeg hef heyrt sögu um eitt umkomulaust barn, ljóta sögu, en samt held jeg að jegverði að segja hana. Barn- inu var komið fyrir á bæ einum. Þá var það 2 ára. Um sláttinn fóru allir af heimilinu á engjar, en áður en sá

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.