Kirkjublaðið - 01.12.1893, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 01.12.1893, Blaðsíða 3
að minnsta kostí að svo ákveðinn og yíirgnsefandi meíri hluti þeirra hnegist að því, að eigi dragi til sundrungar, er klyfi í tvennt hina veiku krapta, er væri hið mesta óhapp. Jeg veit það fyrir, að mikið vantar til, að þessi sannfæring sje enn almennt komin í huga þeirra, sem eru rjett kjörnir af Guði og mönnum til leiðsögu og for- ráða í kirkjunni í andlegum og veraldlegum efnum. Fyrst verður því að heyja sannf'œringarstríð með rólegri yfir- vegun um það, hverju vjer sleppum og hvað vjer hrepp- um. Það er óhjákvæmilegt að nokkuð kapp verði á báð- ar hliðar, en Kbl. mun í þessu al'varlega rnáli af fremsta megni reyna að »varðveita einingu andans í bandi frið- arins«. Það eru fleiri »tákn tímans*, en þegar eru nef'nd, sem gjöra þetta tímabært spursmál. Hjer skal að eins vikið að því, sem allir kirkjulegir menn hljóta að viður- kenna, að framtíð kirkjunnar er eigi glæsileg undir lög- gefandi þingi, sem getur verið harla ókirkjulegt. Jeg vil eigi kveða svo upp um löggjatarþing vort til þessa, en hitt dylst mjer eigi, að það stefnir í þá átt. Og þennan ókirkjulega flokk — frá sjónarmiði ríkiskirkjunnar — fylla eðlilega fríkirkjumennirnir, trúaðir kristnir menn, af þeirri ástæðu, að þeir vilja eigi láta veraldlegt þing ræða og ráða kirkjumálum, þó aldrei nema þau heiti »veraldleg«. Það er með kirkjuua eins og manninn, að sál og líkami eru óaðskiljanleg eining. Það er hægt verk að sýna ófrelsi ríkiskirkjunnar og ókosti hennar margvíslega, en Ivbl. telur það óþarff verk að halda sjer einstrengingslega við þá hlið málsins. Það er eigi nóg að rífa niður, það verður að byggja upp um leið. Verjendur ríkiskirkjunnar geta látið sjer nægja að sýna hina ýmsu ómótmælanlegu kosti hennar auk vand- ans, að stofna til jafnstórkostlegrar breytingar, hinir verða að hafa hjartanlega sannf'æring um blessun fríkirkjunnar og verða að geta gjört þá sannfæringu síria sannfærandi f'yrir aðra með skynsamlegum rökuin, lánist það eigi er málið fallið að sinni. Það segir sig sjálft, að Kbl. veitir fullt málfrelsi frá

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.