Kirkjublaðið - 01.12.1893, Blaðsíða 12

Kirkjublaðið - 01.12.1893, Blaðsíða 12
220 13. Hjeraðsf. Austur-Skaptafellsprfd. var 30. sept. Við voru allir prestar prfd. (4) og allir fulltrúar (7), og mundi það vera einsdæmi í hjeraðsfundasögu landsins. Sjera Pjetur Jónsson prje- dikaði á undan og lagði út at' Ef. 4, 1—6. Fund. samþ. að Hoffellskirkja legðist niður og sameinaðist við Bjarnanesskirkju. Fund. ítrekaði kröfu sína, að fá harmóníum keypt í Bjarna- nesskirkju, áskorun sína um afnám vínveitinga við jarðarfarir og að koma á barnaprófum. Hjeraðsfundur komst eigi á í Dalaprófastsdœmi vegna ófærs veðurs hinn ákvoðna fundardag. Próf. skrifar, að unglingapróf hafi. verið haldin í öllu prfd. síðastl. vor og verið vel sótt, og að þau hafi aukið talsverðan áhuga hjá almenningi að fræða börn sín sem bezt. Úr 6 prófastsdæmum vantar skýrslu : Barðastrandar, Norður- ísatjarðar, Stranda, Norður-Þingeyjar, Suður-Múla, og Vestur-Skapta- fells. Björn Pjetursson, trúboði Únítara meðal íslendinga í Vest- urheimi, andaðist að heimili sinu í Winnipeg 25. sept. Hann var fæddur að Valþjóf'sstað 2. ágúst 1826. Vestur fluttist hann 1876, en trúboðsstyrkinn fj'ekk hann 1887, fyrir milligöngu Únítaraprests- ins, norska skáldsins Kristófers Janson, en löngu fyr hafði Björn heitinn fylgt trúarskoðun Únítara, og er útg. þessa blaðs vel kunn- ugt um það, sem syni vinar hans. Biríkur Eiríksson á Reykjum á Skeiðum, öidungurinn skáldmælti, sem átti nokkur andleg ljóð í Kbl. í fyrra, er ný- látinn á 87. aldursári. Prestköllun að vestan mun væntanleg til sjera O. V. Gísla- sonar frá Bræðrasöfnuði og fleirum söfnuðum í Nýja-lslandi, að því er »Lögberg« skýrir frá <'4. okt.). Leiðrjett.: I oktbrnr. s>Sameiningarinnar«, bls. 123, 9. 1. a. n., stendur Ayrippa í st. i. Festus, sem ritstj. »Sam.« biður lesendur að leiðrjetta um ieið og þeir fá blaðið. Sameiningio, mánaðarrit hins ev. lút. kirkjufjel. Isl. í V.-h., 12 arkir, 8. árg. Kitstj. sr. Jón Bjarnason í Winnipeg. Verð hjer 2 kr. Hjá bóks. Sig. Kristjánssyni í Rvík o. fl. víðsv. um land. Kirkjublaðið — borg. f. 15. júlí — skrifleg uppsögn sjekom. in til útgefanda fyrir 1. októb. — 15 arkir auk smárita. 1 kr. 50 a. i Vesturheimi 60 ots. I. árg. 1891, 7 arkir, 75 a. (25 cts) og II. árg. 1892, 15 arkir, 1 kr. (60 cts), fást hjá útgef. og útsölumönnum. ,Inn á livert einasta heiraili. KITSTJÓRI: ÞÓBBALLUR BJARNARSON. Prentað i ísafoldar prentamiðju. Keykjavik. 1893.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.