Kirkjublaðið - 01.11.1895, Side 1
mánaöarrit
handa íslenzkri alþýðu.
V.
RVÍK, NÓV. 1895.
Golgatha.
Grátlega gálgastæSiö!
gistu þar liræfuglar,
skuggaleg helstríðs hæðin,
hásæti rotnunar;
engin sást græn þar greinin,
en gálgatimbrin há,
skinin og bliknuS beinin,
blóm var þar hvergi’ aS sjá,
En — er á krossi Kristur
kvala þar dauSann leið,
ítur spratt aldin-kvistur
óðar á hangameiS,
angandi urta blómi
alskryddi kalið svið,
sungu þar sætum rómi
söngfuglar morgunklið.
Breyttist í bljúga lotning
bölvun á feigðar hól,
Grikkjalands gaf þar drotning*
guðhræddum húsaskjól;
þangað í þjettum sveitum
þyrptist her trúaðra,
hæst enn af helgum reitum
heiðra menn Golgatha,
Veglegu voru björgin
vje goöa’ í fornum sið,
Frelsarinn fjekk þar hörginn,
fyrr er menn stugði við;
tendraði trúin ljós, er
tignina staðnum gaf,
en — aska’ eru epli’ og rósir
efans við Dauða haf.
Gr. Þ.
Messugjörðir og altarisgöngur á íslandi
árin 1892—1894.
Skýrsla sú, sera jeg sendi yður, herra ritsjóri, um
messugjörðir og altarisgöngur hjer á landi um þriggia ára
tímabilið 1892—94, er í töfluformi og að öllu leyti með sama
fyrirkomulagi eins og samkyns skýrsla fyrir 3 árin næstu
á undan, sem prentuð er í Kbl. 2. árg. bis. 162—163, og
get jeg látið mjer nægja að skírskota hjer til hinna al-
mennu athugasemda, sem fylgdu þeim töflum.
') Helena kona Konstantíns mikla.