Kirkjublaðið - 01.11.1895, Page 4
Skýrslur þær, sem lagðar eru til grundvallar fyrir
töflunum, eru fyrir 3 siðastliðin ár töluvert fullkomnari
og með færri eyðum heldur en í fyrra skiptið, en þó
engan veginn svo fullkomnar og nákvæmar, sem þær
ættu að vera og gætu verið, ef allír prestar færu strang-
lega eptir þvi, sem fyrir þá er lagt. En á þessu er þvi
miður enn nokkur misbrestur, og ber mest á því þar
sem prestaskipti verða í einhverju prestakalli; það kem-
ur mjög opt fyrir, að messuskýrsla prestakallsins nær
ekki nema yflr siðari hluta ársins, sökum þess, að hinn
fráfallni eða burt flutti prestur heflr ekki skilið eptir nein-
ar upplýsingar til að fylla út eyðublaðið fyrir messu-
skýrsluna, þótt svo hafi verið fyrirskipað, og verður
hinum viðtakanda presti þá nauðugur einn kostur, að
láta skýrsiuna byrja með komu sinni til prestakallsins.
En í veg fyrir þessar eyður mætti koma, ef prestarnir
rituðu jafnótt hjá sjer messur og messuföll, annaðhvort í
brjefabók prestakallsins, þar sem ætlað væri hæfilegt
rúm fyrir eitt ár í senn, eða á laust blað, sem geymt
væri á vissum stað, t. d. í brjefabókinni, ministerialbók-
inni eða sálnaregistrinu, og nota jeg tækifærið hjer til
þess að minna presta á þetta. En þegar presturinn er
fallinn frá eða farinn í burtu, er optast nær eigi unnt að
bæta úr, hafl þetta verið vanrækt. — Sú skekkja í töfl-
unum, sem af þessum göllum stafa, verður eðlilega það,
að allar hinar fluttu messur koma ekki til greina, og að
tala altarisgöngufólks verður í töflunum nokkru lægri
heldur en hún heflr verið i raun og veru.
Þá er og önnur orsök, sem veldur því, að æðimörg
messuföll verða, sem hvorki presti eða sóknarmönnum
verður gefin sök á, og það er þegar almennar sóttir ganga
yfirlandið, sem opt vikum saman gjöra almenningi ómögu-
legt að sækja kirkju. Inflúenzuveikin, sem gekk yfir
landið 1890, olli þá fjölda af messulöllum, og hið sama
hefir átt sjer stað á því tímabill, sem hjer er um að
ræða, einkum árið 1894, þegar veikin varð æði almenn
og lagðist þungt á marga.
Þriðja orsök til messufalla er það, þegar prestaJcöll
eru prestslaus heil ár eða langa kafla úr árum, því að