Kirkjublaðið - 01.11.1895, Page 13

Kirkjublaðið - 01.11.1895, Page 13
SfíS dómsvaldsins, heflr aldrei átt sjer stað, þar sem þessi trá hefir eigi verið viðurkennd. Hún hlynnir að frjálsum stofnunum, í fyrsta iagi af þvf að andi hennar er hinn sanni frelsisandi. Það er andi virðingar fyrir hagsmun- um og rjettindum annarra. Kristindómurinn heldur fram hinum verulega jöfnuði allra manna. Hann bælir niður af öllum mætti hinar frekjufullu og rángjörnu hvatir í eðli voru, sem hafa undirokað hina mörgu undir hina fáu, og hans fágandi áhrif veita svo gott sem með beinu boði Guði alleina hina æðstu lotning, sem hefir svo smán- arlega verið eytt og ausið yfir vora krýndu og titluðu jafningja. Þannig er öll hans stefna frelsi. Djúpt leggur hann þann eina hornsteiu frelsisins, sem er frumregla góðvildar, rjettvísi og virðingar fyrir manneðlinu. Andi frelsisins er ekki einungis eins og fjöldinn ímyndar sjer, það að láta sjer annt um sín sjerstöku rjettindi, nje að vilja eigi láta kúga sig, heldur er hann virðing fyrir rjettindum náungans, og það’að vilja eigi, að nokkur maður hvort hann er hár eða'lágur, verði fyrir ranglæti eða fótum troðinn. Þessi er nú andi kristindómsins og mannfrelsið hefir enga aðra” tryggingu en þá, sem þessi ráðvendni og góðvilji hugarfarsins lætur i tje við þjóð- fjelagið. I öðru lagi stvður trúin frelsið á annan hátt. Hún minnkar nauðsynina á hamlandi böndum frá hálfu ríkis- valdsins, og nemur burt í stórum mæli notkun valdsins i stjórn laganna, og þetta gjörir hún með þvi, að gjöra mennina lögmál fyrir sjálfa sig, og með því að halda aptur tilhneigingunni að valda 'óróa og ranglæti gagn- vart mannfjelaginu. Takið burtu'hin hreinsandi og hept- andi áhrif trúarbragðanna, og sjálfselska, ásælni og rang- læti mundi brjótast út með nýjum feiknum, og í hinum vaxandi hættum mannfjelagsins yrði að gjöra stjórnina sterkari því til varnar, það yrði að auka afiið til að halda niðri óreglu og glæpum, en þessum styrk og meðulum mætti snúa á móti sjálfu frelsinu í ríkinu, er þau voru setluð til að verja; svo sem opt hefir átt, sjer stað. — Dragið úr frumsetningunum og þjer munuð um leið auka þörfina á valdinu í hverju þjóðfjelagi. Stjórnin í þessu

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.