Kirkjublaðið - 01.10.1896, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 01.10.1896, Blaðsíða 10
186 0g það sem er óreynt á öldum vjer eitthvert sinn væntanlegt höldum: að uppheims muni’ öflin fram brjótast og umsteypa gjörvalls af hljótast, Að höll vorrar náttúru hrynji og heimsslita býsn yfir dynji. Mót ógn þeirri, angist og voða sem einkisvert þetta má skoða. 0g svo að vjer óskum þá eigi að yfir oss jörðin sjer fleygi, þá varðar að viðbúnir þreyjum og velkomna Drottins hönd segjum. Br. J. " Eptir iandskjálftann. Einhver hin fyrsta setning sem maður lærði ágríska tungu í gamla daga var þessi: »Föst er földin, svikull er særinn«. Það er setning sem manni er nokkurn veg- inn innrætt 'frá barnsbeini, og þarf ekki gríska Be'rg til þess að kenna hana, en því svipulla er það, þegar sú kenning fer í mola og jörðin undir fótum manns um- hverfist ógn og voða. Höfundur kvæðisins hjer næst á undan, minn góði vinur, sæmdaröldungurinn Brynjólfur á Minna-Núpi, er óefað meiri heimspekingur og meiri still- ingarmaður en vjer fiestallir, en jeg get þó tæpast ætl- að bonum hugarrósemi kvæðisins dagana meðan voðinn reið yfir, jeg hygg að kvæðið sje fremur »eptir land- skjálftann« eins og greinarstúfurinn þessi. Eitt er víst að samfara angistinni og hrseðslunni hafa margar heitar bænir stigið til Guðs, og það llka frá þeim hjörtum sem gleymt höfðu bænariðjunni. Það er veikt og ófullkomið að minnast að eins Guðs á stundu neyðarinnar, en það ákall hefir þó líka sitt fyrirheit, og mörg hjörtu kunna nú að vera gljúpari en áður, er vjer svo átakanlega höfum sannað orð skáldsins vors góða, að vjer erum «dægurflugur við dauðans stig«. Þegar hinar

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.