Kirkjublaðið - 01.10.1896, Blaðsíða 12

Kirkjublaðið - 01.10.1896, Blaðsíða 12
188 eru undirtektirnar alstaðar svo góðar að þess þarf eigi. Hjeðan að heiman verður það auðvitað meir sem hugnun og hluttekning, með erlendum gjöfum kann það að verða veruleg bót á skaðanum. En svo á pólitíkin eptir að sýna sinn náungans kærleik. Nú skilja allir hvert hugvekja Kbl. stefnir, stefnir beint á landsjóðinn og þá verða margir til að mæla í móti. Vitanlega; þegar einn stórkaupmaður hjer við Flóann flytur 1 þessu ári ekki út meir en 1000 skippund af fiski og kannske ekki einu sinni það, en hefir á einhverju undanförnu góðæri hjer við sjóinn haft þrefalda, ferfalda vöru, þá slagar mismunurinn töluvert upp í beina skað- ann af landskjálftanum, og sama og meira tjón af ýmis- konar óáran hefir gengið og gengur alltaf yfir hálfa og heila fjórðunga landsins, og í hæsta lagi er þá talað um hallærislán, sem flestir telja það harmabrauð að eigi sje lengur nefnandi á nafn. En það er eigi rjett að bera landskjálftatjónið saman við annað tjón, sem allir eiga sameiginlega á hættu í baráttunni fyrir lífinu á landi voru. I Arnes- og Rangárvallasýslum hefir sýnt sig að vera alveg sjerleg hætta, yfirvofandi tjón, sem aðrir hlut- ar landsins hafa sem betur fer vart að óttast. Náung- ans kærleikinn á nú eptir að birtast í sinni fullkomnustu mynd, í pólitíkinni. með því að tryggja eptir föngum líf og limu manna á þessu landskjálftahætta svæði. Gjafirnar ná vonandi langt til að bæta að nokkru hið beina fjártjón, en til hins ná þær eigi að tryggja framtíðina. Tryggingin er eigi nema ein og það eru timburhus, en þau verða eigi reist fyrir samskotafjeð; á slíkri útbýtingu gjafanna yrði óviðráðanleg vandkvæði, og getur hver sem vill sjeð það með því að leggja það niður fyrir sjer í framkvæmdinni. Hjer er hvorki Pjet- ur mikli, nje Moskóítar, nje miljónir að spila úr. Allt umsteypist ekki á einu ári. Hlutaðeigendur verða þó sjálfir að æskja timburhúsa og geta risið undir þeim. Gefendurnir ætla öllum, sem tjónið biðu, hjálpina, svo rjettlátlega skipta, sem auðið verður eptir öllum gögnum og skilríkjum. Stundarbótin er fengin og nú á kollektu- sjóðurinn, þessi gamla fúlga landskjálftahjeraðanna, hið

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.