Kirkjublaðið - 01.01.1897, Qupperneq 2
2
sem einka gafst oss son.
Þú gafst oss soninn sæta,
vor syndamein að bæta
:,:og Jesú nafn í öllu er
Það athvarfbezt, er þekkj
um vjer:,:
við ljóssins helgu tjöld.
Sú er vor bænin blíðust,
vor bænin fyrst og síðust;
:,:I Jesú nafni, Jesú trú
oss, Jesú faðir, blessa þú:,:
L. H.
Prjedikun á nýársdag 1897.
Þegar liðnir voru átta dagar, þá er hann skyldi um-
skerast, var hans nafn hallað Jesús, eins og hann var Jcall-
aður af englinum. áður en hann var getinn í móðurlifi.
Lúk. 2, 21.
Guðspjall vort í dag hefir alls eigi fyrir augum
áraskiptin, eða þá minningu dagsins, sem efst er í huga
vorum. Texti dagsins í dag er valinn á undan þeim
tíma, er kristnir menn hjeldu nokkra nýárshelgi. Árið
hefir verið látið byrja mjög misjafnlega hjá ýmsum þjóð
um á ýmsum tímum. Þó var komið fast skipulag á það
í Rómaveldi skömmu fyrir fæðingu Krists, að árið var
hafið með 1. degi janúarmánaðar og það var engin ástæða
fyrir kristilega kirkju að fara að breyta því. En kirkj-
an tók eigi upp neina sjerstaka nýárshelgi. Heiðnir
menn höfðu um áramótin svallveizlur, slíkum dögum
breytti kristin kirkja í yfirbótar og föstudaga, en gjörði
eigi nýjar fagnaðarhátiðir úr þeim. Það var því alls
eigi nein nýársminning, sem í fyrstu gjörði þennan dag
helgan i kristinni kirlcju; helgi dagsins er af allt öðrum
rótum runnið. Dagurinn í dag helgast af jólahátíðinni.
Þegar jólahátíðin nokkrum hundruð árum eptir Krists
burð fær hefð og festu í kirkjunni, þá telst þessi dagur
með til helgarinnar, umskurnardagur Krists. Helgi stór-
hátiðanna hjá Gyðingum stóð yfir í 8 daga, og jafnlöng
helgi skyldi fylgja stórhátiðum kristinna manna.
Þessi áttundi dagur jólanna,ýokadagur hátiðarinnar, fjekk
þá eðlilega sína minningu frá umskurn Krists, og í þá
minningu var valinn guðspjallstexti vor í dag.
En þessi minning trúarbræðra vorra á löngu liðn-