Kirkjublaðið - 01.01.1897, Blaðsíða 3
3
ura öldum, er nú fjarlæg huga flestra eða allra yðar,
kristnu tilheyrendur, sem komið saman í Guðs húsi í dag.
Dagurinn er yður nýársdagur, þjer komið hingað með
nýárshugsanir yðar, með endurminningar yðar frá liðna
árinu og viðbúnað yðar í huganum til hins nýja ársins.
þjer komið með sorg yðar og kvíða, von yðar og gleði,
og hver er þá nýársboðskapurinn, sem kristin kirkja
hetir yður að flytja í dag?
Hann er þetta eina vers, setn þjer heyrðuð, stytzta
guðspjallið á öllum helgidögum ársins, guðspjallið um
umskurn og nafngjöf frelsarans.
Þjer heyrið þegar í fyrsta orði guðspjallsins að þetta
er framhald jólaboðskaparins. »Þegar liðnir voru átta
dagar«, liðnir frá því er vjer sáum hinn nýfædda svein
í jötunni f Betlehem. Þegar sá tími var liðinn átti sveinn
inn, að boði Gfuðs til forföðurins Abrahams og að sið
feðranna að fá inntöku í sáttmálans heilögu þjóð, og hlýtur
þá jafnframt nafnið, sem engillinn hafði boðað Jósepfyr-
ir fæðingu hans. Nýársboðskapurinn er þá þessi að
barnið, sem fæddist f Betlehem á jólunum, heitir Jesús,
og þjer vitið hvers vegna hann var kallaður svo. Þjer
hafið fyrir yður orð engilsins við Jósep: »Hann skaltu
láta heita Jesús, því hann mun frelsa sitt fólk frá þess
syndum«. (Matth. 1, 21). Nafnið þýðir það. Þetta
stytzta guðspjall allra ársins guðspjalla færir oss þá að
gjöf í byrjun ársins, á þessari fyrstu guðsþjónustusam-
komu vorri, nafnið frelsarans, nafaið sem postulinn Pjet-
ur talar um, í einni af sínum fyrstu kristniboðsræðum,
með þeim orðum: »Af engum öðrum er hjálpræðis að
vænta, því meðal manna gefst ekki nokkurtannað nafn*
undir himninum, fyrir hvers fulltingi oss sje ætlað hólpn-
um að verða«. (Post.s. 4, 12).
Og getum vjer þá, kristnir vinir, kosið nokkurn
dýrðlegri texta fyrir nýárshátíð vora, en þetta guðspall
hins áttunda jóladags, guðspjallið um Jesú nafn, nafnið
frelsarans. Hinn fyrsti sem kemur á móti oss hjer í
*) Þvi orSi er sleppt í biflíuþ/ðing vorri, sem er eitt af ótal dæm-
um ónákvæmi hennar.