Kirkjublaðið - 01.01.1897, Page 7

Kirkjublaðið - 01.01.1897, Page 7
7 inu, ósiðir og lestir, kaldlyndi og vond orð, svo margt og mikið mætti telja, en allt felst það í þessu eina, að hjartað hefir enn eigi fundið, hvað felst í nafninu Jesú, að maðurinn trúir eigi á hann sem frelsara sinn, elskar hann því eigi, heíir eigi lært af honum að biðja til himna- föðurins, eigi lært af honum að líða og stríða, eigi lært af honum að elska aðra meira en sjálfan sig. Á heimilinu og utan þess bíða vor hin margbreyti- legu störf ársins, köllunarstörf' vor þung og ljett, virðu- leg cg lítilmótleg. Áhyggjur og kvíði smeygir sjer inn í huga vorn, er vjer horfum fram á veginn. Jólin voru oss sem frístundin börnunum með áhyggjuleysi fyrir morg- undeginum, byrjun nýja ársins kallar oss aptur til vinn- unnar. Og hönd vor og hugur þreytist svo opt við skyldustörf vor, og vjer finnum hve máttur sjálfra vor er veikur. Og hjá svo mörgum bætist svo við örbirgð eða vanheilsa, eða þá hvorttveggja. Eu ef vjer nú liöf- um kosið hann oss fyrir vegbróður og höldum oss f'ast við hann þá verður hið þunga ljett og hið beizka sætt. Hann sem er frelsari vor frá allri synd, hann vill bera vorar byrðar með oss, hann vil) vera vor styrkur í van- mættinum, vort líf í dauðanum. Hann sem gaf oss hjartafriðinn, hann gefur oss einnig undirgefnina og þol- intnæðina, harm setn gaf oss sjálfan sig, hann gefur oss eirmig vonina þessa heims og sæluna annars heims eilíf- lega. Vjer vitum eigi hvað vor bíður á byrjuðu ári. Það er Guðs náðarríkur vilji að vjer vitum það eigi og oss er það eflaust fyrir beztu. En eitt vitum vjer, að frels- ari vor lifir, frelsari vor frá allri synd og neyð, frelsari vor i lífi og dauða. Sjeum vjer f'yrir hann börrt f'öður- ins á himnum, segjum vjer velkomið og blessað hið nýja ár, hvað sem það flytur oss í skauti sínu. I frelsarans Jesú nafni göngum vjer á móti hinu nýja ári, feium oss og alla ástvini vora, land vort og þjóð Guðs föðurnáð. Likna oss, himneski faðir, af mik- illi miskunn þinni. Græð þú sárin og þerra tárin frá liðna árinu. Vjer erum fátækir og smáir. Gefosshimn- eska auðinn i trúuðum hjörtum. Vjer búum á köldu

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.