Kirkjublaðið - 01.01.1897, Page 8

Kirkjublaðið - 01.01.1897, Page 8
8 landi. Gef oss eld kærleikans í sálir vorar. Vjer kvíð- um og óttumst. Gef oss djörfung vonarinnar i köllunar- starfi voru. Fyrir þinn blessaða son þá biðjum vjer þig sem börn föður, biðjum þig um alla tímanlega og and- lega blessun á nýju ári. Ó gef þú oss, Drottinn, enn gleðilegt ár og góðar og blessaðar tíðir. Gef himneska dögg gegnum harmanna tár, gef himneskan frið fyrir lausnarans sár, og eilifan unað um síðir. (Sálmab. 476). Við áramótin. Fáein ávarpsorð hefir Kbl. á stundum flutt við ára- mótin, þó eigi væri til annars en að þakka vinum sfnum gamla árið og óska þeim heilla á hinu komanda. Við slík tækifæri eru ritstjórarnir þá og vanir að lýsa einhverju yfir og lofa; en þar sem um blöð er að ræða, sem nokkuð eru komin á legg, er það sjaldnast annað en þetta, að »stefnan« sje óbreytt og maður vilji gjöra sitt bezta. Ur ýmsum áttum heflr það verið fundið að Kbl., að ritstjóri þess ynni heldur litið að því sjálfur. Fyrir árið sem leið er auðgefið að afsaka sig, þar sem ritstjórinn hefir haft alveg sjerlegar og miklar annir (húsabygging- ar) sem eigi koma aptur fyrir vonandi. En annað ber þó til öðrum þræði: Kbl. vill vera frjálslegt umræðublað og vekja sem flesta kristilega áhugamenn til hugsunar og tals; nokkuð hefir það tekizt, en mikið vantar þó á að vel sje. Ákveðin umtalsefni kynnu að vekja menn, og auð- vitað tekur það þá sjerstaklega til útgefanda, að ákveða þau og koma mönnum af stað. Það var einu sinni reynt dálítið í þá átt, er fyrir nokkrum árum síðan 4 eða 5 rituðu hver á eptir öðrum i Kbl. um endurbót synodusar. Það umtalsefni er nú vakið á ný í annari mynd af »Verði ljós«, um kirkjulegt samkomulif, sem Kbl. og vill gjarnan ræða, enda mögulegra að einhver ávöxtur sjáist af þvf

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.