Kirkjublaðið - 01.01.1897, Page 10
10
af einu heimiJitju, eins og varpmennirnir munu kannast
við að ein æður safnar stundum að sjer ungum úr mörg-
um hreiðrum, þegar út á vatnið kemur. ketta, að halda
lifandi löngun og þörf kvöldmáltíðarsakramentisins er ein
grein sálgæzlunnar, ogleikmönnum finnst vísast, aðprestum
standí næst að ræða um meinið og bót á þvi, enda skal
það þakksamlega þegið, en þar sem nú er spurt um
»orsakirnar«, er eðlilegt, að leikmenn engu siður en
prestar svari spurningunni. Öll hin kirkjulegu blöð vor
hafa á síðari árum töluvert rætt þetta mál, en mest munu
það hafa verið prestar, sem ritað hafa, og væri nú vel
að leikmenn hefðu líka orðið; af þeirra hálfu minnist jeg
eigi í augnablikinu að annað hafi staðið í Kbl. um það
efni, en hugvekja eptir leikmann í Húnaþingi, í 2. árg.
blaðsins.
Kbl. hefir verið markað það svið, að það gefi sig
sjerstaklega að hinni ytri hlið kirkjulegra mála, þar sem
»Verði ljós« hefði hina innri. Kbl. hefir eigi komið upp
með þá verkaskipting og viðurkennir hana eigi nema að
nokkru leyti. Rjett, að Kbl. útilokar eigi ytri hliðina, þar
sem aðskilnaðurinn er eitt aðalmálið; önnur kirkjuleg lög-
gjafarmál standa útgefandanum í Jjettu rúmi, hafa sína
þýðingu eptir þvi, hvernig þau horfa við aðskilnaðinum.
Það er ekki allt af svo auðvelt, að draga línu milli hinn-
ar »innri« og »ytri« hliðar, en Kbl. hefir frá fyrstu talið
sig aðallega kristilegt uppbyggingarblað »handa íslenzkri
alþýðu«.
Þeir af lesendum Kbl., sem jafnframt lesa vestur-ís-
lenzku kirkjutímaritiu »Aldamót« og »Sameininguna«,
munu búast við því að Kbl. víki eitthvað að árásum
þeirra núna undir áramótin síðustu. Slíkt svar hefði helzt
þýðingu fyrir þá, sem eingöngulesa vesturíslenzku kirkju-
tímaritin, og ætti þá að standa í þeim; fyrir þá sem jafn-
framt lesa Kbl. er það óþarft, og að rekja árásirnar fyrir
þeim sem eingöngu lesa Kbl. er ekki uppbyggilegt. Sá,
sem er handgenginn kirkjusögunni kippir sjer eigi upp
við það, þó að einn guðfræðingurinn vilji neita öðrum um
kristið heiti.
Ríkið — það er jeg, sagði Lúðvík 14. Líkt hefir