Kirkjublaðið - 01.01.1897, Side 11

Kirkjublaðið - 01.01.1897, Side 11
11 sagt og segir margur guðfræðingurinn: Kristindómurinn — það er jeg — jeg — jeg! Slíkum hugsunarhætti er snildariega lýst í ágústblaðinu f. á. I kvæðinu um Guðs riki: Menn á það sinni eigu slá með að eins nokkrum vinum hjá öðrum mönnum ei það sjá en eigin söfnuðinum. Menn hrópa: »Það er hjer« — »Nei, hjer Guðs ríkið er«. Ei þeim, sem hrópar hæst, er himnaríki næst, en optar heldur hinutn. Því er eigi að neita að mig tekur álas frá sjera Jóni Bjarnasyni sárar en frá öðrum mönnum, af því að jeg met sjera Jón svo mikils, og það eins eptir sem áður. Sín vegna hefði sjera Jón ekki átt að flytja ósönn dómsorð um Kbi. úr prívatbrjefi ónefnds manns hjer heima. Merkir menn vestra í vinaflokki kirkjunnar þar hafa og skrifað mjer margt orðið, sera gæti verið vörn og sókn af minni hendi í garð Sameiningarinnar, en til þess kemur eigi. Og þegar sjera Jón sem fleiri álasar Kbl. fyrir það, að það einu sinni undir vissum kringumstæðum leyfði andstæðingi kirkjunnar (Þorsteini ritstjóra G(slasyni) að rita um vísindin í gagnstæði við kristindóminn, þá er sjera Jón búinn að gleyma því, að hann Ijeði nafna sín- um Olafssyni einu sinni hjer á árunum rúm í Samein- ingunni fyrir mjög ókirkjulegt svar, og lýtti enginn sjera Jón fyrir, sem eigi var heldur minnsta ástæða til. Hjá sjera Friðrik J. Bergmann kemur það fram að allt stafar frá þessu eina gamla, hvernig Kbl. snerist við deilunni um útskúfunarkenninguna. Nú er það orðað svo, að KbL »hafi ráðist á eina kenning vors kristilega barna- lærdóms«. Vill nú sjera Friörik segja að t. d. Marten- sen biskup hafi »ráðizt á« barnalærdóminn ? Jeg man ekki að sú fjarstæða kæmi í deilugreinum hans hjer um árið, fer ekki að leita að því, verð aidrei svo gamall að jeg lesi þær aptur. En erindi eptir skáldið Tegnér vil jeg kenna sjera

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.