Kirkjublaðið - 01.01.1897, Side 13

Kirkjublaðið - 01.01.1897, Side 13
13 sarnt eigí halda því fram, enda mjög óhentugt hjá oss, þar sem sýslumanni er ætlað að gefa saman. Verði borgaralegt hjónaband hjá oss bindandi fyrir alla, þurt'a hreppstjórar að gefa saman. Helzt er þess ákvæði sakn- að i lögin, sem fóru frá þinginu seinast, að prestarnir voru þá eigi jafnframt leystir frá vígsluskyldunni. í löndunum þar sem borgaralegt hjónaband er lög- skipað fyrir alla, hefir allur þorrinn eptir sem áður leit- að hinnar kirkjulegu vigslu á eptir. Frá grísk- katólsku kirkjunni. MóSurkirkjan gríska með sínum dýrðlegu gáfum, kirkjan sem Páll postuli sendi öll brjefin sin, að einu undanteknu, kirkjan sem síðan myndaði trúarjátningarnar, er allar kirkjudeildir eru sam- mála um, varö snemma að andlegum steingjörvingi, og hinn bleiki máni Mahúmeðs kom í stað krossins í hinum fornhelgu borgurn kristninnar. Skilnaðurinn við vesturkirkjuna, sem fullgjörðist með bannfæringum af beggja hálfu 1054, er x flestum bókum í-akinn frá ágreiningi í trúarefnum og helgisiðum, en aðalorsökiu var sú, að gríska kirkjan gat eigi þolað hið vaxandi einveldi páfans, sem var beint gegn stjórnarfari og sögu austlægu kirkjunnar, þar sem á hafði komizt fámennisstjórn biskupanna á kirkjufundum. Og svo var hatrið mikið til systurkirkjunnar vestra, að um síðustu aldamót kvað patríarkinn i Konstantínópel upp með það, að yfirdrottnixn Tyrkja, eins sæt og hún hefir verið, lxefði af guðlegri forsjón og náð verið sett »hinum rjetttrúuðu« sem varnarmúr gegn »villudómi« vesturkirkjunnar. Leó páfi 13., er enn situr að stóli, sendi fyrir rxímurn 2 árum síðan hirðisbrjef til gríks-katólsku kirkjunnar, um sameiningu, sem frá hans sjónarmiði var auðvitað uppgjöf og und- irgefni af hálfu austurkirkj unnar; svaraði patríarkinn í Konstantín- ópel brjefinu ári síðar og var siður en ekki sáttfús og fann mest til foráttxx hið heimildarlausa forræði Rómabiskups og óskeikulleika- kenninguna. Af því að enginn veruleg þróun og breyting á sjer stað í grísku kirkjunni eptir 6 fyrstu aldirnar hefir hxxn ekki tekið upp það sem eptir þann tíma komst á í páfakirkjunni, svo sem t. d. kenninguna um hreinsunareldinn og að leikmenn megi eigi neyta vínsins við kvöldmáltíðarsakramentið. I grískxx kirkjunni er brauð- ið brotið niður í kaleikinn og gefið inn í skeið.

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.