Kirkjublaðið - 01.05.1897, Page 9

Kirkjublaðið - 01.05.1897, Page 9
73 Skagakirkja. Hin nýbyggða kirkja á Akranesi, sem myndin er af hjer í blaðinu, er með framkirkjn og bakkirkju 30 al. löng þar af er aðalJdrTcjan 18 al. löng og 14 al. breið, en hæð að utan til mænis 16 al.; veggirnir undir þakbrún 9^/a al. á hæð; turninn er 34 al. frá jörðu efst upp á járnkross> sem er ofan á járnkúlu, þar undir er turninn spírumynd- aður 6 al., en svo allur áttstrendur niður undir 2 al. yfir mæni kirkjunnar; þar er útganga á svalir allt í kringum hann; þaðan er víðsýni mikið og fagurt um að lítast, sem prýðir kirkjuna mjög. Það sem kirkjuna gjörir þó allra einkennilegasta, er að hún er sjálf áttstrend það sem veggir ráða, nefnilega fram- og aptur gafla kantar 6 al., hliðarkantarnir 18 al., og 4 hornsniðakantar 7 alnir hver. Þetta byggingarform er að voru áliti bæði fegra, óveðurnæmara og ókostbærara en vinkilhornabyggingin. Tvær rennihurðir eru í aðalkirkjudyrum, en vængjaburð- ir innni í forstofunni, þaðan eru stigar sinn hvoru megin upp á loptsvalirnar eða vængjaioptin, sem eru 33/4 al. að breidd og 15 al. að lengd, þar eru 2 langbekkir hvoru megin og söngmannalopt fremst þvert yfir um miðkirkjuna 6 al. langt. Yfir miðkirkjunni er tunnuhvelfing jafn löng aðalkirkjunni en flatt panellopt yfir svölunum. Yfir lcórnum sem tekur yfir alla bakkirkjuna eru krosshvelf- ingar, í kórnum er gólfið 1 al. hærra en í kirkjunni sjálfri, þar er altari á sínum vanalega stað, en prjedik- unarstóllinn stendur að sunnanverðu á sniðhorninu í kórn- um, nærri jafnhátt loptsvölunum og tekur hann ekkert rúm af aðalkirkjunni hvorki uppi nje niðri. Skírnarfont- ur stendur að norðanverðu, sem svarar til nokkurrar lík- ingar við prjedikunarstólinn. Gangurinn eptir kirkjunni er 23/4 al. á breidd og annar gangur með veggjunumbak við sætin V2 breiður. Stafir eða áttstrendar »súlur« 5 hvorum megin, standa upp undir loptbrúnina og sömu- leiðis upp undir hvelfingar — »gesimsið« og mynda þær miðkirlcju 6 al. breiða; þær eru skreyttar með súluhöfð- um undir loptbrúnunum uppi og niðri; undir krosshvelf- ingunni í kórnum eru litlar súlur og hálfsúlur við vegg-

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.