Kirkjublaðið - 01.08.1897, Blaðsíða 6
118
norsku kirkjur þótt trúarlega þröngar og takmarkaðar. Þó eru
gallanir mjög teknir að lagast og allt kirkjulíf mjög að ummynd-
ast og liðkast eptir kröfum og þörfum tímans þar í landi. Og
miklu meira líf og hreifing er þar í kirkjum en nokkursstaðar í
gömlu löndunum. Kirkjan þar er enn þá víða mann-
fjelagsins kjarni og lífsspursmál. Og af því þar er allt sam-
keppni og viðskipti (Competition, Business) hefir hver kirkja sitt
eiðspjald og sinn fána (Platform, Prógramm). Að vísu spilar enn
þá víða undir hin gamla ákefð eða trúarofsi, en um fjölda ame-
rískra presta og kennimanna má óhætt segja, að þeir eru þjóðar-
innar beztu framfara- og forvígismenn. Þeir kallast, og eru, fólks-
ins menntuðustu leiðtogar, og þeirra almenningsálit gengur óvíða
til þurðar. Þetta misskilja menn mjög í Evrópu, og dæma eptir
— verri endanum; því til er þar sori og hann slæmur einnig í
þeirri stjett. Það er hið mikla skóla- og kennslulíf i Ameríku, ásamt
lyðfrelsinu, sem öllu hjálpar við, og sem einkum gjörir að kenni-
menn þar eru svo fjölhæfir og vel að sjer. Þar er og víða (þar
sem menningin er lengst kotnin) orðið þegjandi samkomulag, að deila
ekki svo mjög um trúarmálin sjalf eða trúarjátningarnar, og stund-
um eru þeir orþodoxu, einkum í eystri ríkjunum, hvað frjálslyndastir.
Þessar framfarir, þetta lif og álit Ameríkukirknanna, sem og
dálítinn vitnisbxirð hefir sent oss fyrir munn landa vorra vestan-
hafs, vakir eflaust sem í þoku fyrir fríkirkjutalsmönnum vorum.
En- Island er ekki Ameríka. Fyrir fríkirkju eigum vjer fá skilyrði
enn. Jú, segja menn: vit og skynsemi. Og þetta er að vísu stórt.
En það er ekki nóg. Prestarnir hafa rjett að mæla: An trúar er
ómögulegt Guði að þóknast. Fríkirkjan heimtar tneira en manuvit.
Hún heimtar skilyrði, uppeldi vöxt og viðgang, sjálfsfóru og reynslu.
Og meira. Guð og tilveran segir: Sursum Corda, það þýðir: Upp
i jörtunl nýjar fríkirkjur þrífast ekki nema þær — meðfram að
minnsta kosti — spretti af guðrækni og andlegri framfaralöngun. En —
hvernig og af hverju hafa vonr frísöfnuðir myndazt?* Það má
Drottinn vita, en af trúarþörf eða löngun eptir siðabót hefir það
varla verið. Ætli persónulejar hvatir hafi ekki mestu ráðiðl Með-
an trúarlíf landsins (í orðsins rjetta skiln.) virðist fremur vera að
dofna en lifna; meðan menn eru að fá rjettarbœtur, sem nálgast
sjálfræði í safnaðamálum, en nota þær mjög slælega; meðan lands-
stjórnin miklu fremur leikur við kirkju vora en bindur hana, og
meðan hvorki kennilýðurinn sjálfur nje oddvitar alþýðu hafa nokk-
ur veruleg nýmæli með höndurn, sem andi eða mergur er í: á með-
*) Likt og í Skotlandi, þóttnst rjetti bornir við veitingu brauðs-
ins. — R.