Kirkjublaðið - 01.08.1897, Side 13

Kirkjublaðið - 01.08.1897, Side 13
125 reynt til að flnna, af hverju árangurinn af starfi presta og guðfræðiskennara er minni en við mætti búast. Það getur vel verið að örðugra sje nú en fyr á öld- inni að kippa kirkjulífinu í gott lag, en samt mun sigur vinnast, ef trúlega er unnið af mörgum mönnum, sem kristindómurinn er heitasta hjartans mál. Vjer höldum þessu föstu, að kristindómsboðskapurinn hefir dregizt voðalega aptur úr öðrum framförum, og eina ráðið til að bæta úr ástandinu, sem er, verður það, að vjer eignumst betri presta og betri prestaskólakennara; þá mun nýrt líf færast i söfnuðina, og guðfi æðisnemendurnir verða meiri áhugamenn. Lífið andlega í söfnuðunum mun þá aptur verka til baka, upp á við, svo að enginn prestur, sem er hálfvolgur eða hallast að únítaratrú, verður liðinn í embætti. Þá munu prestarnir eigi þui fa að berjast einir fyrir góðu málefni, og án þess að fá nokkurt berg- mál, þegar þeir hrópa, eins og nú á sjer svo títt stað, heldur munu þá risa upp í söfnuðunum öflugir samliðar í útbreiðslu guðsrikis. Það er aldrei nóg að standa nokkurn veginn jafn- fætis fyrirrennurum sínum eða litlu einu framar, heldur er nauðsyn að láta sjer fara fram, svo lengi sem beim- inum fer fram. Og ekki nóg með það. Kristindómsboð- endurnir þurfa að vera eiginlega á undan heiminum og athuga breytingar þær, sem heimslífið tekur, til þess jafn- an að geta verið á verði móti vantrú og andlegum dauða; vera viðbúnir að finna sifellt upp ný ráð á móti nýjum árásum og fá sigur. Það mun, sem betur fer, vera röng ákæra, að all- margir ísienzkir prestar prjediki Krist út úr hjörtunum, eða sjeu vantrúaðir, og að dregið sje bæði úr lögmálinu og gleðiboðskapnum á prjedikunarstólnum. Flestir prest- ar vorir munu prjedika Guðs orð ómeinguð, og allir, sem jeg þekki til kringum mig, gera það. En það mun satt vera, að prjedikanir vorar eru eigi nógu kraptmiklar, margra hverra, og vjer eigi nógu duglegir orðsins boð- endur í og utan kirkju. Fáeinir kunna þeir að vera til, því miður, sem eru bilaðir í trúnni, en þeim mun vonandi L

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.