Kirkjublaðið - 01.08.1897, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 01.08.1897, Blaðsíða 9
121 ig nauðsynlegt að auka, en efnaleysi hindrar margan frá að kaupa bækur. 0g með því að lesa útlend tímarit má meðal annars t'ræðast um það, að margar vantrúarkreddur sumra sam- landa vorra eru með öllu úreltar í visindaheiminum, þótt þær væri i uppáhaldi fyrir 30—40 árum. Um allar slikar breytingar í andans heimi fræða islenzku blöðin oss furðu lítið. Hin visindalega efnishyggja (Material- ism), hin heimsspekiiega náttúruheims-trú (Naturalism) og fieiri guðleysislegar stefnur mega nú teljast liðnar und- ir lok sem lltsskoðanir meðal andans mestu manna í heim- inum og áhangendur þeirra því alveg á eptir tímanum. Þetta er trúmönnum þarflegt að vita, til að geta sem bezt hrakið mótstöðumenn sína. Hjer ætti prestaskólinn að leiðbeina nemendunutn vel. Stundum hefir prestaskóli var tekizt á hendur að gjöra þá að prestum, sem sakir gáfnaskorts áttu fullt í fangi með að komast í gegnum latínuskólann, og þó er hitt verra, að sumir hafa orðið prestar, sem sakir siðferð- isgalla eða trúarskoðana hefðu aldrei átt að komast í þá stöðu, en þar hefir nú öðruin en prestaskólanum verið meira um að kenna. Og yfir höfuð vantar mikið á að vjer kennimennirnir sjeum svo góðir prestar, sem vjer ættum og þyrftum að vera. Sumt fieira rnætti hjer án efa telja upp, enn þetta nægir til að sýna nokkrar undirrætur vorra kirkjulegu meinsemda. Vissulega er nú að byrja nokkur framför og heldur að lifna yfir kirkju vorri. Menn eru farnir að tala um gallana og við það er þegar talsvert fengið. Aðofan.frá verkamönnum kirkjunnar mun fjörið í hana færast. Vjer köunumst við, að ástandið er eigi gott, og margt verður að gjöra, of vel á að fara. Jeg heyrði til að mynda menntaðan mann halda því fram í sumar, að nóg væri að hafa einn eða i mesta lagi tvo presta í allri Borgar- fjarðarsýslu, að eins til að skíra börn og messa við og við, ef menn vildu. Þetta sýnir ofurvel hugsunarháttinn meðal þjóðarinnar á sumum stöðum. Næsta stigið er auð- vitað að enga skirn þurfi; allur kristindómur megi falla

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.