Kirkjublaðið - 01.08.1897, Blaðsíða 1

Kirkjublaðið - 01.08.1897, Blaðsíða 1
mánaðarrit handa íslenzkri alþýðu VII. RVÍK, ÁGÚST 1897. Sól hulin skýjum. Hví felur sólin sig að baki skýja? — Nei sólin aldrei felur geisla hlýja. Ský, sem þá hylja, heyra jörðu til. Það skýjasafn er kalt og hreggjum hreytir. En hreggi sól i gróðrarvökva breytir við eigin yl. Hví felur Guð sig fyrir mínum anda? — Hann felur sig ei: millum okkar standa mín synda ský, er sjálfum heyra mjer. í koll mjer þaðan koma rauna hríðir; en kærleikssólin Guðs, er hregg mín þíðir, söm ætið er. Sem jörð á vori varma’ af sólu þiggur, i von mín sál til Drottins náðar hyggur, að eyða skýjum bresta’ og böls hjá mjer. Jeg þekkist feginn guðdóms geislann skæra, sem Guðs mjer sýnir föðurauglit kæra, hans ímynd er. Þá skína fegurst skærir geislar sunnu er skúra-sorta frá sjer rýma kunnu. Guðs föður-elska fegurst skín og þá er burtu rýmir böli sektar minnar og birtast lætur ímynd veru sinnar mjer frelsi að fá. Br. J.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.