Kirkjublaðið - 01.08.1897, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 01.08.1897, Blaðsíða 10
122 niður og enga presta sje vert að hafa lengur. Sem bet- ur fer, mun þó þessi skoðun eigi vera mjög útbreidd með- al alþýðufólksins á Islandi. Það er í þessu sem ýmsu öðru nú siðari árin, að miður hollar kenningar koma frá lærðu mönnunum. Þeir ganga sumir hverjir á undan í slíku, sem von er til, þar sem vor æðri skólamenntun hefir fengið svo öfuga rás, að varla er þorandi að senda óspillta unglinga til lærdóms vegna þeirrar hættu, að þeir muni leiðast af trú sinni. Góðum mönnum til gleði má samt geta þess, að landsfólkið er farið að hafa mak- lega óbeit á vantrúuðu menntuninni frá Kaupmannahöfn, sem trúleysingjarnir islenzku hafa satt sálir sínar á, en gengið fram hjá hinni góðu andafæðu, er þar má einnig finna. Þennan viðbjóð, sem vaknaður er gagnvart guð- leysis-menntuninni, má án efa þakka lífsöldu þeirri, er runnið hefir til vor frá kirkjufjelagi landa vorra í Ame- riku. Sannarlega hafa andlegu foringjarnir þar gefið oss tíðum harðar áminningar og lastað ótæpt ýmsar aðferðir vorar, en sliku ber að taka með þökkum, því það eru vinarorð, í kirkjunnar garð töluð, og að vonum harla ó- líkt iasti því, sem kirkjan fær hjá fjandmönnum sin- um. An efa missýnist þeim frændum vorum þar vestra í sumu, sem eðlilegt er, þvi i ýmsu eru þeir orðnir nokkuð ókunnugir hjer heima, en i öllu veruiegu hafa þeir rjett fvrir sjer. Það imynda jeg mjer að fiestir ís lenzkir prestar viðurkenni nú orðið. Þótt fremur báglega sje ástatt i kirkju vorri sem stendur, dugar eigi að gef- ast upp, heldur stríða iDrottins Jesú nafni og reyna að rjette hag hennar við. Elskan til Guðs og vorrar kæru ættjarðar knýr oss til þess. Allmargt mun verkamönn- um kirkjunnar vera unnt að lajia, þótt kjör þeirra og kringumstæður sjeu eigi svo góðar, sem vera þyrfti, þvf að auðvitað ættu kjör presta að breytast svo, ef vel væri að þeir gætu verið án þess að gefa sig við nokkrum öðr- um hlut en prestskapnurn, og stunduðu hjer um bil ekk- ert nema hann, enda er það nóg verk. Oneitanlega gefa prestarnir sig nú við fleiru, en þeir beinlínis mega, til að geta lifað. Þeir eru hreppsnefndaroddvitar, en hjá þvf

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.