Sunnanfari - 01.09.1893, Qupperneq 7

Sunnanfari - 01.09.1893, Qupperneq 7
Jónas Hallgrímsson, sem kom út í Fjölni, IX, 1847 og er hún, því miður, aðeins brot, en fyrsta skáld- saga íslenzk, sem birzt hefir i heilu lagi er »Piltur og stúlka« eptir Jón Thoroddsen, 1850 og má heita að það hafi verið eina skáldsagan sem Is- lendíngar hafa átt þángað til »Maður og kona« kom út 1876. Laungu áður en Islendíngum hafði dottið í hug að semja skáldsogur voru útlendii menn farnir að hafa Island og Islendínga fyrir yrkisefni í skáld- sögum, smáum og stórum og hafa þeir ávalt haldið því áfram, svo nú eru þessár útlendu skáldsögur um ísland eflaust miklu fleiri en skáldsögur þær, sem við eigum á íslenzku. Margar af þessum sögum um Island eru i blöðum og timaritum og er eflaust fjöldi til af því tagi, sem einginn Islend- ingur hefir hugmynd um, en svo eru líka til lángar skáldsögur, heilar bækur, sem ýmist fara fram á Islandi eða snerta islenzka menn. Fjöldi af skáld- sögum hefir verið ortur eptir fornsögum vorum og eru þær flestar ómerkilegar og ónýtar að öllu leiti, nema ef vera slcyldi að þær hefðu vakið eptirtekt einhverra manna á fornöld vorri. f>ó eru fáeinar af þessum sögum eptir merka höfunda t. d. »Saga om Thorvald Vidförle« og »Fortælling om Haldor« eptir J. C.f Hauch (1849, 1864). Skáldsögur þær sem snerta Island i seinni tíð eru miklu eptirtekta- verðari en hinar, og skal eg nefna þær sem eg man eptir i svipinn og eru heilar bækur. Fyrst er »Der islándische Robinson« 1755, þá »Han d’ Islande« eptir Victor Hugo 1823, þá »Northern Light; a tale of Iceland. New York. 1860, 8; þá W. C. v. Horn, »01af Thorlacksen. Eine is- lándische Geschichte, der Jugend und dem Volke erzáhlt. M.it 4 Abbildungen (in Stahlstick)«, Wies- baden, 1862, 16, 126 bls. Saga þessi er líka til á ensku'»01af Thorlacksen. A story of Iceland«, London, 1868, 18(1). Hvoruga söguna hefi eg séð, því þærnu ekki til á opinberum bóka söferum í Kmh., en eg vildi þó geta þeirra, þar sem áreiðanlegt er að þær eru til, þá »Vikingeblod« eptir J. Holm Hansen, danskan mann, 1879, þá »01af« eptir Elisabeth Schöyen, norska konu, 1881, þá »Over Skjær og Brænding« eptir Carl Andersen 1882 og svo tvær sögur sem hafa komið út allraseinustu árin. »The Bondsman« eptir Hall Caine, Eing- lendíng, 1890 og »Pecheur de Islande« eptir Pierre Loti franskan mann. þessi seinasta saga kom út 1890, en nú eru komnar út 127 útgáfur að minzta kosti. »Der islándische Robinson« er fjarskasjaldgæf bók og sama máli mun vera að gegna um næst- elztu sögu frá Islandi, sem eg þekki, smásögu í dönsku tímariti 1813. Sögur þessar eru að vísu fjarri því að vera nokkurt listaverk í skáldlegu tilliti, en þær eru skríngilegar mjög og frábrugðnar að mörgu leiti sagnaskáldskap þeim sem nú tíðkast; vona og því að lesendum Sunnanfara þyki gaman að lesa svolítið ágrip af þeim. Eg hefi gert mér far um að draga sögurnar saman, eins og mér var frekast unt, og hefi orðið að sleppa möigu, sem vert hefði verið að taka með, en öllum aðal- atriðum vona eg að eg hafi náð, að minzta kosti að því er ísland snertir, (framhald.) Samvaxnir tvíburar á íslandi í gamla daga. það er mjög sjaldgæft um víða veröld að tviburar fæðizt vaxnir saman og enn sjaldgæfara er að samvaxnir tvíburar lifi leingur en nokkra daga. en ef þessi vansköpuðu börn eru svo hraust, að þau verða stálpuð eða jafnvel fullorðin, þá þurfa þau ekki að kvíða fátækt og örbyrgð um æfina, þvi allir vilja sjá þessa nýlundu, flykkjast að hópum saman og borga stórfé fyrir að sjá þessi sjaldgæfu ferliki eina kvöldstund. Hinir frægustu samvöxnu tvíburar sem til hafa verið voru þeir sem kendir hafa verið við Síam. þeir hétu Eng og Chang og fæddust 1811. þeir dóu 1874 og urðu allra sam- vaxinna tvíbura elztir. Heilsugóðir voru þeir alla æfi, voru giptir og áttu báðir börn og buru. Stórfé græddu þeir á því að sýna sig. Eg las í einhverju dönsku blaði í vetur, að menn þektu als 11 sam- vaxna tvíbura, síðan sögur hefjast, sem hefðu náð nokkrum þroska, og má eflaust bæta þeim 12. við, því til þessa hefir eingum verið kunnugt um sam- vöxnu tvíburana ísienzku, svo eg viti. Eg rak mig á frásötin um þá í AM. 208, 8, III, 4 bl. Hand- ritið er frá hérumbil 1700. Frásögnin um tvíbur- ana er stutt og á þessa leið: »A Islandi hafa þau og svo1) tíðindi viðborid undir Eyjafjöllum austur, að tvær kvennsviptir voru samfastar á hryggnum og lifðu nokkur ár, hvar fyrir gönrlii skáldin sögðu: Fyrir því kviðu þuríðarnar tvær, saorfastar á hryggnum voru báðar svinnar mær, austur undir Eyjafjöllum voru báðar þær, að önnur mundi deyja fyr en önnur.« Visan er ekki sem skáldlegust, en ef það er að marka sem stendur i handritinu, að gömlu skáldin hafi orkt hana, þá er hún að öilum likindum frá 16. öld. ó. D. Edvard Ehlers, úngur læknir hér í bænum, hefir í sumar verið í Bergen, og stundað þar holds- veiki, en á sumri komandi ætlar ha-nn að ferðast til Islands, til þess að rannsaka þar holdsveikina, og telur hann jrað næsta líklegt, að á Islandi séu miklu fleiri menn holdsveikir en talið er í opin- berum skýrslum. „Sameiningin“, mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga, gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi *) Rétt á undan er lýzt ýmsum ferlíkjum eptir sögn Albertusar Magnusar.

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.