Sunnanfari - 01.01.1896, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.01.1896, Blaðsíða 3
51 maðr ömmufaðir hans hafði ritað og haft sér við hönd. |>á bók gaf biskup Haldóri syni sínum og mælti svo um, að sú bók skyldi aldrei úr ættinni ganga. En Haldór dó á undan föður sínum, og bókin er glötuð. Brynjólfur biskup var vanur að skrifa nafn sitt svo á bækur sínar 4 = lupus loricatus = brynj- aður úlfur = Brynjúlfur. Eru enn til bækur í eigu einstakra manna með fangamarki hans. Brynjólfi biskupi var á alþingi 1645 falið á hendur að geyma Svein skotta son Axlar-Bjarnar, ónytjung hinn mesta og óhræsi, og átti að reyna að snúa honum til nokkurs betra lífernis. það tókst ekki. Ritar biskup þá til þingsins 1646 meðal annars svo: »þessi auma og fáráða mann- eskja hefir svo leingi í hirðuleysi, forsmán og for- öktun guðs heilags nafns og hans orða og sakra- menta mestan sinn aldur alið, og sig i djöfulsins ríki og íþróttum iðkað á margan hátt með ókristi- legum lifnaði og vondum athöfnum, sem næsta því öllu stiptinu og jafnvel hinu mun kunnugt og opinbert vera, svo hann um þann langa tíma meir og meir hefir fjarlægzt vorum guði, enn samlagazt djöflinum og lifað sem einn holdlegur djöfull i margan máta, snarað frá sér umhyggju sinnar sáluhjálpar og síns viðskilnaðar við þetta lif, auk annara stórglæpa, sem nonum mega kanske á hendur bevísast, og hér verða ekki fram taldir . . . Svo er nú þessi maður guði og yður afhentur til þeirrar aðgerðar og réttar, er heilagur andi gefur náð til, en kirkjan tekur af honum sitt varðhald, og ábyrgist yður, hvern hún hefir geymt hér til, upp á rétt vegna óguðlegs framferðis, hvar á guð allsmektugur honum og öðium bót vinni«. Búskapur Brynjóifs biskups var mjög umfangs- mikill, og væri vel þess verður, að um hann væri ritað sem dæmi upp á íslenzkan búskap í stærsta stýl á 17. öld; er mikil faung til þess að finna í bréfabók hans. Brynjólfur biskup var ekki lázaralegur maður í útliti. J>ví er haít eptir tröþkonunni, þegar hún kom að tjaldi hans : »Bóndalegt tjald og bónda- legur maður«. En Brynjólfur biskup var öldungs- legur álitum. Brynjólfur biskup var nokkuð sérvitur, eins og Staðarhóls-Páll móðurfaðir hans; bryddi og stundum á nokkuð svipuðu hjóllyndi hjá honum og Páli; átti og ekki langt að sækja sérlyndi í föðurkyn; allir þekkja Björn Grímsson málara og séra |>or- stein Björnssson á Utskálum, orðlagða sérvitringa, en þeir voru að þriðja manni og fjórða við biskup. Manna fornmannalegastur var Brynjólfur í lund annarskostar, og fyrstur manna tók kann að rita íslenzku á forna vísu og leiða inn gömul orð og talshætti. Fornum íslenzkum fræðibókum safnaði hann i ákafa, og verða þess menjar svo leingi sem lönd eru bygð. íslendingabók og Sœmundaredda væru nú líklega ekki til, ef hann hefði ekki borgið þeim. Bezta skinnbókin af Grágás (Konungsbók, erfðafé biskups eptir Pál afa sinn), bezta Eddubókin Snorra, ein hin bezta Njálubókin (Gráskinna) og ein hin bezta bókin af Jónsbók eru frá honum komnar, og frá honum er komin Flateyjarbók, og enn fleira, en nú er nóg þulið. V eikindasumarið. i. Hlýjustu sumarvindarnir voru nýfarnir að leika sér í loptinu. þ>eir höfðu sópað svo vel af fjallatindunum, að hvergi hafði sést þoku- hnoðri í marga daga; svo höfðu þeir teygt sig af hæstu gnípunum og þanið himininn hærra upp og leingra út, svo loptið var á daginn fagur- blatt og gagnsætt og sterkur hiti. Nú hoppuðu þeir um hlíðarnar og runnu eptir dölunum, yfir tún og eingjar. Túnin voru nýorðin gul af sól- eyum og eingin fagurgræn. J>að var nýbúið að færa frá og fólkið var farið að kvíða fyrir slættinum. En þá kom sýkin. J>að spurðist fyrst til hennar hjá J>órði gamla á Bakka. Ein af vinnukonunum var lögst og einn vinnumaðuriun var lasinn. J>að þótti ekki góður gestur í sveitinni; fólk þekti hana frá því nokkrum árum áður. |>á hafði hún líka komið rétt í sláttarbyrjun, tekið því sem næst hvern mann og haldið flestum við rúmið að minsta kosti vikutíma; og það var hart fyrir bændurna um hábjárgræðistímann. Sumir höfðu verið með hálfum burðum allt sumarið og ung- börn víða dáið. Menn þektu aðfarir hennar þessarar veiki og því vakti það ótta og kvfða um alla sveitina þegar það fréttist, að nú væri hún farin að stinga sér niður á Bakka. J>að var talið víst, að J>órður hefði komið með hana úr kaupstaðnum, því hann var nýkominn þaðan þegar griðkonan lagðist. Veikin var kölluð »flonsa« eða »flunsa« eða »flensa«, h.. flonsan, flunsu-skrattinn eða flensu-déskotinn, því þegar hún var orðin svo gott sem heimagangur þar í sveitinni leyfði fólkið sér að draga af nafninu hennar; hún heitir annars sinflúenza^sótt® fullu nafni. Fréttin flaug bæ frá bæ og þótti hörmu- °g þeir sem áður höfðu kviðið fyrir vinnunni um heyskapartímann hættu því og fóru að kvfða fyrir veikindunum. J>að var auma ástandið á Bakka. Fleiri og fleiri lögðust. Húsfreyjan var lögst, tveir vinnu- mennirnir lágu, en einn harkaði það af sér að vera á fótum; en hann var svo sem ekki fær til nokkurrar vinnu fyrir það. Vinnukonurnar lögðust báðar og einginn kvenmaður var uppi- standandi nema kerling ein, sem auðvitað hafði

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.