Sunnanfari - 01.01.1896, Blaðsíða 6
54
gat naumast sint vinnu sinni á eptir; hann stóð
fram á orfið, opt langar stundir, þegjandi og
hugsandi. Og þá hugsaði hann mart, sem honum
hafði aldrei komið til hugar áður. Hann gat
ekki látið. vera að rekja í huga sínum upp
aptur og aptur alla æfi dreingsins frá því
hann var í vöggunni og fram til síðasta augna-
bliks. En ljósast mintist hann Péturs síðustu
dagana, sem hann var heilbrigður. Ein því þurfti
hann að veikjast, og því þurfti hann að deyja?
Björn gat ekki hrundið hugsuninni frá sér. Hún
hvíldi á honum eins og farg, sem hann gat ekki
velt af sér. Hann ásakaði allt, viðburðina, for-
sjónina, fólkið og sjálfan sig. Og aptur afsakaði
hann allt, beygði sig fyrir dauðanum og for-
sjóninni.
"það var eptir jarðarförina, frammi í stof-
unni á prestssetrinu. þ>ar sat Björn, Sigríður
kona hans, prestur sjálfur og eitthvað tíu eða
tólf manns enn, konur og karlar, kunningjafólk
þeirra Björns, sem fylgt hafði iíkinu til grafar.
Björn hafði skvett dálítið í sig strax áður en
farið var í kirkjuna. Presturinn og fólkið talaði
um heyskapinn, veikindin og ástandið þar um
sveitir. Björn tók lítinn þátt í talinu. Hann sat
móti presti öðrumegin borðsins, studdi olboga í
gluggakistuna og Íófa undir kinn. Hann var
þungbúinn, en vínið var farið að lypta undir
hann. þ>að var verið að ná hestunum. þ>á
mintist einhver á barn, sem nýdáið var þar í
nágrenninu, og svo á barnadauðann, sem stafaði
af þessari veiki yfir höfuð. Og einhver konan
sagði þá, bæði af því prestur var nú við og líka af
því þetta var nú hennar skoðun og að því er
hún hélt allra skynberandi manna — hún sagði
að börnin væru bezt komin hjá drottni. Ójá, allir
jánkuðu því. En Björn rumskaðist við þetta.
»Nei«, sagði hann, fyrst í hálfum hljóðum við
sjálfan sig og svo endurtók hann það hærra.
Fólkið horfði forviða á hann. Menn þögðu litla
stund, prestur helti á staupín. »Nei«, sagði
Björn og drakk úr staupinu, og svo aptur »nei«.
Hann var sýnilega orðinn mikið ölvaður. þ>að
var nú ekki hugsun Björns beinlínis að hrekja
það sem konan sagði. En hann þóttist nú hafa
ýmislegt að segja um þetta mál, sem eingiun af
þeim sem við voru vissi, eða gæti samþykt.
Og því sagði hann nei. Hann sat enn með lófa
undir kinn og horfði fram fyrir sig á borðið.
J>egar fólkið sá að ekki ætlaði að verða meira
úr þessu, fór það aptur að tala saman og tóku
allir í einu hljóði undir það sem konan hafði
sagt. Prestur fann að hann varð að vera á
máli fjöldans, en skildi líka hvað Björn hugsaði.
Hann fór því nokkrum orðum um að sárast
væri að missa börnin um það leyti sem menn
væntu að þau færu að koma til gagns og þegar
búið væri að hafa fyrir þeim að mestu leyti, en
svo bætti hann við, að góð væru umskiptin, þeir
væru heppnastir sem kæmust ungir í samastað-
inn. Ekki líkaði þó Birni þetta allskostar. Hann
ætlaði eitthvað að segja, en konan hans strauk
þá klútnum fyrir augun og samsinti því sem
prestur hafði sagt, og aðrir, sem við voru, jánk-
uðu. f>á gekk Sigríður út. Björn lá á olbog-
ann fram á borðið. Hann var orðinn mikið
drukkinn. þ>að var þögn litla stund. Svo byrj-
aði hann: »Nei, þetta helvíti er okkur sjálfum
að kenna — eingum öðrum að kenna — okkur
sjálfum að kenna skal eg segja ykkur. þ>að er
okkur sjálfum að kenna«. Menn horfðu aptur
á hann og til að eyða efninu helti prestur á
staupin. »Mennirnir ákvarða, drottinn ræður«,
sagði hann og aðrir jánkuðu. En Björn sinti
ekki framar öðru en sínum eigin hugsunum.
»Eg skal segja ykkur, þetta helvíti er okkur
sjálfum að kenna, skal eg segja ykkur*. Og
svo var hann allt í einu orðinn sjóðvondur og
krepti hnefana. Hann velti sér yfir J>órð á
Bakka; x'þetta n.....«, svo sem hann kvað nú
á, »gekk bæ frá bæ eins og sveitarnaut eptir
að hann hafði drukkið í sig pestina. Og menn
voru ekki í rónni, ekki í rónni, fyr en þeir voru
búnir að sjúga hana úr honum og svo hver úr
öðrum, ekki í rónni. þ>etta h....... segi eg, já,
hann hefir verið okkur dálaglegt meðalaglas
hérna um bæina i sumar; þetta líka meðalaglas,
hann jþórður á Bakka!« Björn nísti hnefanum
niður í borðið: »Eg skal muna það . . . En
það er eg sjálfur, eg sjálfur. Og eg skil nú
hvernig hann Pétur fór. Að kenna drottni um,
skella skuldinni á drottinn, nei, það er öðrum
að kenna, ekki drottni, ekki drottni«.
f>að var reynt að þagga niður í honum:
»Gáðu nú að hvað þú segir, Björn minn!«
En það var til að espa Björn: »Að segja
að drottinn hafi viljað taka hann Pétur, nei, . . .
ömögulegt að hann hafi ætlað honum að deyja
12 ára, ómögulegt«.
Mótmælin uxu: »Gættu að þér Björn! —
Gáðu að hvað þú talar!«
En Björn hélt áfram: »Guðs ráðstöfun að
hann hafi átt að deyja, nei. J>að er öðrum að
kenna . . . og það er mér að kenna. Guðs
ráðstöfun allt þetta. — |>á vildi eg ekki vera í
drottins sporum!«
»Guð fyrirgefi þér hvernig þú talar Björn!♦
En um leið og reiðin rann af Birni hallaðist
hann fram á hendur sínar á borðið og grét.
Vinnumaðurinn kom inn og var búinn að
leggja á hestana. Fólkið tíndist út og Björn var
studdur á hestinn. Menn kvöddu prestinn og
riðu á stað.
»Guð veri með ykkur«, sagði gamli séra
Sigurður.
J>etta atvik spurðist um alla sveítina. Menn
ámæltu Birni, en afsökuðu hann samt: »Hann
var viti sínu fjær, aumingja maðurinn«.