Sunnanfari - 01.01.1896, Blaðsíða 4
nóg með það að gera að annast mjaltir og bú-
verk, og sem geta má nærri hlaut allt að ganga
í ólestri. Smalinn var lasinn, en hélt sér uppi,
líklega af því hann sá að annað dugði ekki.
þ>órður gamli var brjóstumkennanlegur. þ>að
vantaði ekki að allir nágrannar hans sæu það;
þeir kendu allir í brjóst um hann, og húsfreyj-
urnar lýstu tilfinningum sínum við hvern gest.
Slátturinn var byrjaður alt í kring. En
svona var nú ástandið á Bakka. — Guð minn
góður! J>órður einn í túnina, gamall og las-
burða eins og hann var nú orðinn. Og hann
vaið að skjótast til orfsins hálftíma og hálftíma
í senn milli annara starfa, því mart kallaði að
og hann var einn um að gegna öllu. Dýri
drottinn! Fullvaxið tún, sílgrænar eingjar; —
grasið gekk í bylgjum fyrir sumarvindinum og
dreymdi um Ijá og hrífutinda.
þ>að hafði sýnt sig svo átakanlega áður að
veikin var næm. Reyndar var það alment við-
kvæðið, að þeir veiktust sem ætlað væri að
veikjast, þeir dæju sem drottinn hefði ákvarðað
til þess o. s. frv.; en þó gat fólkið ekki al-
mennilega gert að því, að fremur stóð því
stuggur af þeim, sem komu frá veikindaheimil-
unum. fórður var sjálfur fullkomlega þeirrar
trúar, að forsjónarinnar hönd stýrði veikindunum
eins og öðru, en ekki hugsaði hann frekara út
í það, hversvegna hann yrði svo hart úti í
þetta skipti.
En þessa dagana kom lítils háttar atvik
fyrir, sem hér er vert að geta.
Svo stóð á, að |>órður þurfti að bregða sér
ferð í næstu sveit, hvort það nú var til að ná í
lækni eða í einhverjum öðrum erindagjörðum.
Hann reið í hlað á Steinstöðum og gerði boð
fyrir f>orkel bónda. þ>orkell gekk til dyra.
]?eir f>órður voru málkunnugir. þ>að var síðla
um kveld. þ>órður hugðist að hvíla sig þar um
lágnáttið, en ætlaði heim snemma næsta morgun;
hann var þreyttur af ferðinni og svefnþurfi.
þ>orkell var mikill maður vexti og hranalegur,
svartskeggjaður og svartbrýndur; hann var
mektarbóndi. Nú var hann nýkominn inn frá
vinnu, gekk hann út á bæjardyrahelluna og var
snöggklæddur; hey og mosi sat í hári hans og
skeggi. þ>órður var maður lítill og lágur, gildur
sívalningur; faslaus var hann og flaðurmáll og
leit iafnan út undan sér, er hann talaði við menn.
Hann stóð a miðju hlaði og ræddi við smala-
mann J>orkels. En er hann leit þ>orkel á bæjar-
dyrahellunni vék hann þegar að honum, tók
húfuna í vinstri hönd og var auðséð ætlan hans,
mundi hann leggja hægri hönd á öxl J>orkatli,
klappa honum á herðarnar og heilsa með kossi
svo sem góð venja var til. En f>orkell brást
við hvatlega og vék sér snúðugt undan, og áður
hann tæki kveðju f>órðar hreytti hann nokkrum
ávítunarorðum til smalamanns, kvað hann vera
að snapa eptir veikinni og bannaði börnum sínum
tveimur, er þá komu út á hlaðið, að nálgast f>órð
eða taka kveðju hans. Stóð þórður karl þar
allmjög hissa. En brátt blíðkaðist þ>orkell nokkuð
og bað hann þ>órð ganga út í varpa, bauð að
láta færa honurn þangað góðgjörðir og frétti
eptir erindi hans. Svaraði |>órður fáu og þáði
ekkert. Kvaðst þ>orkell verða að verja bæ sinn
fári og sagðist ekki þora að bjóða þ>órði inn,
en bað hann virða á betra veg. þ>órður hafði
eingin orð um þetta, en sté í ístaðið, lypti hatt-
barðinu lítið eitt hægra megin um leið og hann
sneri dróginni til götu, sló keyri við nára og
lét Gránu dulla út traðirnar. En J>orkell gekk
í bæinn og var í illu skapi það sem eptir var
kvöldsins. ]>au kíttu dálítið um þetta hjónin,
en þ>orkell bóndi var nú húsbóndi á sínu heim-
ili og varð þetta að vera eins og hann vildi,
enda var nú ekki hægt úr því að bæta. En
það er frá þ>órði að segja, að honum þótti
sér mikil óvirðing gerð í þessu, en varasemi
þ>orkels virtist honuin hlægileg, og er einginn
til að skýra frá því, hvort hann ekki óskaði
þ>orkatli, að hann feingi að komast í nánari
kunningsskap við veikina.
þ>egar þ>órður var heim kominn og hafði
sagt frá sögunni eins og hún gekk, þá var allt
búið. P'réttin flaug bæ frá bæ eins og hvalsaga.
Atferli þ>orkels bónda þótti óhæfilegt, þótti
samvizkulaust. Og þó menn væru lafhræddir
við veikina og hugsuðu með sjálfum sér að
þetta væri eini vegurinn til að forðast hana, gat
einginn feingið af sér að kveða upp úr með slíkt.
Konurnar úthúðuðu þ>órkatli og höfðu jafnvel
orð á að guð mundi hefna annarar eins harð-
ýðgi, — með því að senda þangað pláguna var
auðvitað hugsunin. Meðaukvunin með þ>órði óx
í hvert sinn er sagan var sögð, og menn sóru
og sárt við lögðu, að þeir hefðu ekki hjarta til
að breyta svona. þ>órður átti opt erindi á ná-
grannabæina og menn keptust við að taka honum
sem allra bezt og láta hann á öllu sjá, að ekki
væru þeir svo heimskir að hræðast hann. »Komið
þið ekki nærri mér, — jeg kem úr veikindum,— má
ekki umgangast fólk«, sagði f>órður að jafnaði
áður en hann heilsaði, lagði undir flatt og setti
upp alvörusvip. »Jeg vil einguin mein gera...«
En hann komst aldrei leingra. J>á þusti fólkið
að honum, heilsaði honum með handabandi og
kossi. »Blessaður karlinn, aumingja karlinn!«
suðaði kvenfólkið. »Blessaður karlinn, aumingja
karlinn«. J>etta suðaði inóti J>órði í gaungunum
meðan hann var leiddur inn, út úr búrdyrunum,
út úr eldhúsdyrunum, svo að segja út úr hverju
skoti í gaungunum. Ekki tjáir að neita því,
að sönn hluttekning var með í spilinu, en hitt
réð líka miklu: að sýna hjartagæzkuna. þ>órður
tók klökkur móti öllum þeim góðvilja, sem menn
sýndu honum; hann sagði frá viðtökunum hjá