Sunnanfari - 01.01.1896, Blaðsíða 5
53
J>órkatli svo opt sem menn vildu og lézt jafnan
halda uppi svörum fyrir hann: »Jeg veit hvernig
veikin er . . . . og þegar menn nú hugsa sem
svo . . . að menn þá hafi ástæðu til að hræðast
. . . e-já eða . . . En mér finst nú samt, ....
eg er nú svona gerður . . . mér finst nú samt
að . . . eg væri naumast svo baneitraður að . . .
já, en hver hefir nú sína skoðum . . .« o. s. frv.
Og konurnar »skildu ekkert i honum J>órkatli«,
og »vissi konan hans af þessu þ>órður minn?«
— »Og ekki veit eg nú það, en . . . og dæmið
þér nú ekki of hart . . .« Og svo drakk þ>órður
kaffið og þaulkysti hvert mannsbarn sem hann
náði til að skilnaði, jafnt konur sem karla.
II.
Veikin breiddist út frá einum bæ á annan.
* Hún var óðara komin um alla sveitina. Frá
yztu bæjunum heyrðist að hún væri farin að
gera vart við sig, frá instu bæjunum komu
fréttir af henni. J>að spurðist til hennar úr nær-
sveitunum, úr næstu héruðum; veikin var allt í
kring. |>au heimili, sem enn voru heilbrigð,
bjuggust við henni á hverjum degi.
En hve sumarið hefði getað verið skemti
legt hefði drottinn ekki sent þessa plágu! Tíðin
var ákjósanleg; dagarnir geingu framhjá einn
eptir annan heiðbláir, bjartir og brosandi og
stráðu ljósgeislunum yfir grundirnar. Sunnan-
vindarnir dönsuðu um dalina, þutu í sefinu, vögg-
uðu sér i puntgresinu, hoppuðu um klettabrún-
irnar; fossarnir niðuðu í brekkunum og lækirnir
læddust hvíslandi um eingin milli sóleyjanna.
Féð rann suður á heiðarnar móti vindinum,
kýrnar stóðu á miðjar síður í stararflóunum, en
tóku sér á kvöldin langar skemtigaungur, hest-
arnir geingu í hópum yfir grundirnar og léku
sér, lóurnar sungu í hverju holti og spóarnir
þeyttu við og við upp laungum, vellandi tónum.
Allt var sumar. Hrafninn og valurinn gátu
setið tímunum saman á sömu klettasnösinni til
að horfa á hve fallgt sumarið var.
En innanum allt þetta gekk veikin. Innanum
sumarvindana, sólargeislana, lækjarniðinn og lóu-
saungínn gekk hún bæ frá bæ, sveit úr sveit.
Eins og áður er sagt var það á túnaslættinum.
Börnin veiktust og lögðust, og kvenfólkið varð
að ganga frá verkum til að annast þau. Ljáin
lá í stórflákum órökuð á túnunum og grasinu
lá við skemdum í múgunum. Piltarnir urðu að
hætta slættinum og taka að sér verk kvenfólks-
ins. Svo veiktist fullorðna fólkið; einn eptir
annan varð að hverfa frá verkum. Góðviðrið
lék sér í loptinu, eingin voru kafin í grasi; en
allur helmingur fólksins sem átti að vinna lá
meir eða minna sjúkt. jpeir sem lögðust voru
þetta viku og hálfan mánuð frá verkum og eptir
það leingi með hálfum burðum. J>etta sumar
var veikin skæðari en nokkru sinni áður. Aður
hafði hafði hún aðeins deytt ungbörp; nú dóu
bæði fullorðnir og börn. Eptir að veikin hafði
náð sem hæst, fréttist mannslát svo að segja á
hverjum degi einhversstaðar að. Fólkið var
þreytulegt þetta sumar. J>að var smátt nm
gleði. Dauðinn heimsótti svo gott sem annan
hvern bæ. Alvaran sat í sorgarbúningi og með
raunasvip við hvers manns dyr. I sveitinni dó
um 40 manns. Á einum bæ mistu sömu for-
eldrarnir þrjú af börnum sínum.
Ástandið var hömulegt. Einginn veit hve
margir einstaklingar áttu um sárt að binda eptir
þetta sumar. Veikin skildi eptir ekkjur og ekkju-
menn, barnalausa foreldra og foreldralaus börn.
Og útlitið var bágborið í heild sinni. það leið
á sumarið, vinnan var lítil, en veikindin og
manndauðinn stóðu sem hæst.
Á þessum tímum og öðrum eins, er mörgum
nauðsynlegt að geta leitað hjálpar og huggunar
til guðs og góðra manna. J>að vantaði heldur
ekki, að hver reyndi að hjálpa öðrum eptir
megni; allt smávegis ósamlyndi og allur rígur
manna í milli lá nokkurnveginn í dái. J>ótt
nábúakritur hefði verið milli nágranna eða tví-
býlisfólks bar lítið á honum um þessar mundir.
Og sveitaslaðrið lá að mestu leyti niðri, og þó
svo væri að það færi á kreik, þá var það í allt
öðrum búningi en endranær. þ>að var laust við
alla illkvitni og háðglósur. Menn sögðu hver
öðrum alvarlega frá, að það geingi nú svona og
svona til þarna og þarna hjá þessum og þessum,
og hinir hlustuðu á með sama alvörusvip hvort
heldur þar var að ræða um vini eða mótstöðu-
menn. Menn mistu sjónar á því hlægilega, því
óviðkunnanlega og illa, sem hver um sig hafði
áður séð í fari annars, eða menn höfðu að rninsta
kosti ekki orð á því. Menn sáu betur hið al-
menna, sameiginlega, manneskjulega hver hjá
öðrum. Verri hliðarnar og verri eiginlegleik-
arnir hjá náunganum hurfu eða drógu sig í skugga
hins, sem krafðist mannúðar og velvilja. »Ójá,
það er eins og hver sjái sálfan sig þegar svona
stendur á«.
En nú víkur sögunni að honum Birni á
Jaðri.
Hann var einn af þeim, sem veikindin léku
átakanlegast þetta sumar. j>að var fátækur
bóndi, hafði verið fjölskyldumaður; en þessi veik-
indi höfðu á tveim síðustu yfirferðum létt af
honum ómegðinni. Nú átti hann eitt barn eptir
en var nýbúinn að missa dreing 12 ára gamlan.
Og það var eptir dauða hans, að allir sáu mun
á Birni. Hann hefði allt viljað vinna honurn til
lífs; allrar hugsanlegrar hjálpar hafði hann leitáð
honum eptir að hann sá að hættan vofði yfir.
Hann hafði leitað til læknisins, til skottulækn-
anna; hann hafði beðið fyrir honum; allt sem í
hans valdi stóð hafði hann reynt, en allt árang-
u.rslaust, — dreingurinn dó. J>eir sem þektu
! Björn, vissu bezt hvað honum þótti fyrir. Hann