Alþýðublaðið - 30.09.1960, Page 11

Alþýðublaðið - 30.09.1960, Page 11
Judo í Armanni JUDO OG SJÁLFSVÖRN HINN 4. október n. k. hefjast sefingar í Judo og Jiu-jitsu hjá Judo-deild Ármanns. Aðstaða til æfinga hefur nú mikið hatnað frá því sem var si. vetur. Deildin hefur nú eignast yfir 50 ferm, af æfinga- dýnum. Þar af leiðandi verða teknir fleiri nemendur en að untianförnu og kennslan verð- ur betri. Kennslan verður einn- ig, að nokkru leyti, í nýju formi, sem sniðið er eftir kennslu-aðferð Kodokan-skól- ans í Japan, og hr. Bernard Poul kenndi hér sl. sumar. Judo er mjög vinsæl íþrótt um allan heim, enda er búið að samþykkja hana sem 01- ympíu íþrótt á næstu leikjum 1964. Alls ekki er ólíklegt að íslendingar eigi eftir að láta að sér kveða í Judo á alþjóða- vettvangi. Þeir hafa gert það í glímum sem eru þó greinilega fjarskyldari íslenzku glímunni en Judo. Við nána athugun virðist Judo hafa margt sam- eiginlegt með íslenzku glím- unni, einkum eins og hún mun hafa verið iðkuð fyrr, áður en beltinn komu til sögunnar. At- hyglisvert er hið sameiginlega grundvallar atriði, að fimi, jafnvægi og kunnátta er sett í hásætið. Þessi atriði eru tekin fram yfir hinn grófa kraft, enda gefa þau meiri sigurmöguleika. Nefnd grundvallar atriði hafa meira að segja í Judo, því þar er mjög erfitt að koma við aíls- mun í viðureign við kunnáttu- mann. Gott dæmi þessu til sönnunar er frá japanska meistaramótinu. Tokyo-meist- arinn Miyake (5 dan) vegur vfir 260 pund, en féll fyrir Iwata (4 dan) er vegur aðeins 135 pund. Sigurvegarinn í meist- aramótinu var þó Kaminaga (5 dan) en hann mun vera um 176 pund á þyngd. Athygli skal vakin á því, að æfingar eru jafnt fyrir stúlkur og pilta og líka börn. Judo er mikið iðkað af kvenfólki er- lendis og álitið sjálfsagt, en karlmenn eru í meiri hluta ennþá. Ágætt er að stúlkur komi tvær og tvær saman eða nokkrar í hóp. Upplýsingar um æfingar í vetur gefnar á skrifstofu Ár- Framhald á 14. síðu. A æfingu lijá Judödeild Árm W%0%. -ý'bSÍxýXév.;. mmm •Éliiii Parry O'Brien: 28 ára, 1,90 m., 111 kg, olympíumeistari 1952— 1956. 'u' Dallas Long: 20 ára, 1,93 m. 118 kg, maður framtíðarinnar. fréttir í stuttu máís Frakkar sigruðu Finna í frj. íþróttum nýlega með 14 stig- um gegn 89. Sett voru tvö Norð- urlandamet. Kunnas varpaði kúlunni 17,38 m. og finnska boðhlaupssveitin náði tíman- um 3:10,6 mín. Collardot setti franskt met í langstökki með 7,73 m. og Roudnitska jafnaði metið í 110 m. grind með 14,2 sek. Olympíumeistaranum í mara þonhlaupi, Ahebe Bikila hef- ur verið hoðin þátttaka í SUv- esterhlaupinu í Sao Paulo um áramótin. Einnig-hefur Mj'rray Halberg verið hoðin þátttaka. Að loknum Olympíuleikum hætta alltaf einhverjar af stjörnunum keppnj og eftirtald- ir hafa m. a. lýst því yfir, að muni ekk| taka þátt í keppni meir: Dave Sime, USA, Spence, S-Afríku o'g Wagli, Sviss. B Iffíarnaðsrlan GastoÁ Roe- lants hefur sett met í 10.000 m. hlaupi — hann hljóp á hinum ágæta tíma 29:19,4 mín. Bobby Smith er annar hinna tveggja leikmanna, sem ,,de- buterar“ í enska landsliðinu gegn Norður-Irlandi á laugar- dag. Bobby er miðframherji Tottenhams og hefur skorað flest mörk í ensku knatt knattspyrnunni það sem af er. Hinn nýliðinn er Michael Mc- Neil frá Middlesbrough. Japanir ætla að reyna að hafa knattspyrnu með á dagskrá Olympíuleikanna í Tokíó, en áður var ákveðið að knatt- spyrnan yrði ekki með. Þessi frétt kemur frá knattspyrnu- sambandi Asíu. Enska stúlkan Joy Jordan hefur sett heimsmet í 880 yds hlaupi, hún hljóp á 2.06,1 mín, sem er 0,5 sek. betra en mét >m Otkalenko frá 1956. Jón Þ. Olafg- son, ÍR, fór til Veisttir-' Þýzkalands eftir lands- keppniha í Schwerin. — ; Hann dvaldi þar í nokkr- ar vikur og keppti á móti, sem fram fór í Hamborg. Jón sigraði í hástökki, stökk 1,85 m. Margar frægar stjörn- ur kepptu á þessu móti, m. a. Don Bragg. Homim gekk nú frekar illa, því að hann felldi byrjunai- hæðina, 4,10 m. Bragg varð mjög gramur ýfir þessu, fékk að vera mcð utan keppni og stöklt 4,50 m. . Alþýðuhlaðið — 30. sept. 1960 .uj^

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.