Sunnanfari - 01.06.1897, Page 8

Sunnanfari - 01.06.1897, Page 8
100 uppáhaldsfæða ítala. Hið fyrsta maccarónska skáld var ítalskur maður, er nefndist Tifl degli Odasi (Typhis Odaxius); hann nefndi þessi einkennilegu Ijóð sín „carmen maccaronicum" og hefur nafnið síðan haldist. Odaxius var uppi á 15. öld og dó í Padda 1488. t>ó þótti sam- landi hans, Trafilo Polengo (f. 1491, d. 1544), honnm fremri, því að hæði náði maccarónski skáldskapurinn meira geingi fyrir tilstilli Polengos og hann varð sjálfur nafn- kunnur maður fyrir hann. Hin maccarónsku kvæði hans voru fyrst gefin fit i Feneyjum 1518 og síðan rak hver útgáfan aðra. Skáldskapargjörð þessi breiddist svo út um nálæg lönd og einkum kveður talsvert að henni á Þýskalandi; þar er til allmikið frá 16. öldinni, sem kveð- ið er upp á þessa vísu; nokkur maccarónsk kvæði eru jafnvel til eftir Hans Sachs skóara í Niirnberg, sem ann- ars er alkunnur fyrir „meistarasöngva“ sína. Líka breidd- ist hún út til Frakklands, Bnglands, Skotlands og Norð- urlanda. Nú skulu tilfærð sýnishorn af maccarónskum kveðskap nokkurra þjóð i. í leikritinu „ímynduuarveikin“ eftir hið nafnfræga franska gleðileikaskáld Moliére er maccarónsk- ur skáldskapur á einum stað, og er þetta þar í: Cest pour cela que nunc convocatis estis Et credo quod trovabitis Dignam materiam medici In savanti homine que voici: Lequel in chosis omnibus, Dono ad interrogandum, Bt á fond examinandnm Vostris capacitatibus. Úr „de lustitate studentica", maccarónsku kvæði frá Þýskalandi, er þetta: Purscha studentorum flnstris sub tempore noctis Gassatim laufunt cunctis per commata gassis Cum harpbis, pfeifis, citharis cum geigibus ipsis Bt hauunt steines, ut feur springit ab ipsis. Prá Danmörku er þessi alkunna vísa: Gingimus in gadibus cum jomfrubus atque madamus, slogimus in stenibus cum stokkibus atque rapiris; tunc voniunt vægtri et nos in raadstuviam slæbunt, solvimus en dalerum et sic læti slapsimus derfra. Hjer á landi munu raenn og hafa feingist við macca- róniskan kveðskap og mun það helst hafa tíðkast í latinu- skólunum, einkum í Skálholtsskóla, og þaðan segja menn eftirfylgjandi vísu komna, aðrir eigna hana dr. Hallgrími Scheving; vísan er svona: Non est hjerna megin horn mitt in buxibus illis, quas mihi saumavit matercula thraudine svarto. Vísur eftir sjera Benedikt Jónsson í Bjarnanesi (dáinn 1744). [Sbr. Boðley’s safn í Öxnafurðu, íslensku handritin frá Pinni Magnússyni, nr. 110. 8 vo.] I. Á manntalsþingi einu sinni: Þó mig allir tyggi tönnum og taungli hold með beinum, samt er ekki mörgum mönnum matur í mjer einum. n. Um deilur manna: Margir deilur meina sjer mikil lukkugæði; frægum sigri tramar er friður og þolinmæði. Gömul vísa. Af Eyjasandi1 út i Voga — er það mældur vegur — átján þúsund áratog áttatíu og fjegur. 1) Landeyjasandur. 2) Selvogur. Þetta er síðasta blaðið af VI. árg. Sunnan- anfara. Þegar næsti árg. byrjar verður biaðið prentað á annan og betri pappír, með góðri myndasvertu og með nýju letri. Myndirnar ættu því að verða betur prentaðar en verið hefur og blaðið yfir höfuð betur úr garði gert. „ísland^ fæst hjá öllum póstafgreiðslumönnum og brjef- hirðingamönnum. Það er stærsta og besta blað- ið, sem nú kemur út hjer á landi. Ábyrgðarmaður: Þorsteinn Gíslason. Þingholtsstræti 7. Fjelagsprentsmiðjan. — Reykjavlk.

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.