Sunnanfari - 01.01.1902, Blaðsíða 1

Sunnanfari - 01.01.1902, Blaðsíða 1
X I. REYKJAVÍK * JANÚARMÁN. 1902 Georg Brandes. jíðfrægastur danskur maður um þessi aldamót — það er hann vafalast. Og þó liggur ekki eftir hann nein þau af- reksverk, er þorri mannakallar stórvirki og virð- ir fyrir sér með lotningu og aðdáun. Ekkineitt það, er lengstum hefir til þess þurft að hljóta alþjóðar-orðstír. Hér er ekki um að tefla sig- ursæld i hernaði, ekki karlmensku i mannraun- nm, ekki yfirburða-fræk- Jeik í vanalegum íþrótt- um, ekki stjórnskörung- skap og viturleik í með- ferð þjóðmála, ekki ný- virkja-hugvit eða því um líkt. Heimurinn er orðinn næmari en áður gerðist á hvers kyns atgervi og yfirburði mannlegs anda, það er að segja hinn mentaði heimureða hinn mentaði hluti menning- arþjóðanna. Herfrægð, stjórnfrægð, hugvitsírægð metur hann nú eigi hóti meir, setur eigi einni skör hærra en ritfrægð. Sá, sem með ritsnild sinni og ritmentar-atorku gagntekur hugi heillar kynslóðar og endurmótar að rneira eða minna leyti andlegan skapnað hennar, er í þeirra augum engu minni afreks- mður en sá sem vinnur Iönd og riki eða stjórn- ar þeim með rneiri en meðalskörungskap. Georg Brandes varð sextugur 4. þ. m. Og er æfiferill hans í sem fæstum orðum sá, að hann hlýtur á ungum aldri allan þann náms- frama heima í sínu landi, sem títt er um ó- venju-bráðþroska gáfumenn, gerir sér þvi næst kunna háttu annarra þjóða, höfuðmentaþjóða heimsins, og kemur sér í náin kynni við ýmsa hina mestu skörunga þeirra i andans heimi, hverfur eftir það heim til ættjarðar sinnar og gerist þar jafnskjótt ötull og atkvæðamikill post- uli þeirrar stefnu og þeirra skoðana í fögr- um listum og bókment- um, er rutt hafði sér til rúms fyrir löngu með höfuðmentaþjóðum álf- unnar, en Danir höfðu verið mjög svo utanvið, að honum fanst, og dregist því langar leiðir aftur úr, svo að ekkert vissu af, heldur höíðust við í þokumyrkri van- þekkingar á slika hluti og sjálfbirgingsskapar. Hann var tæplega þrit- ugur, er hann hóf þann leiðangur, 1871, með fyrirlestrum við háskól- ann í Khöfn og irverju ritinu á fætur öðru. Þjóðin tók viðbragð, sinn hlutinn i hvora átt. Margt hins uppvaxandi mentalýðs hneig hugfang- ið að hinum nýja spámanni, og skáldakynslóð sú, er þá var í broddi lífsins, skipaði sér vfir- leitt undir hans merki og gerðist stórum til- þrifameiri en við hafði gengist undanfarið. Marg- ir rosknir atkvæðamenn meðal skálda landsins og valinkunnra mentamanna tóku honum og

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.