Sunnanfari - 01.01.1902, Blaðsíða 2

Sunnanfari - 01.01.1902, Blaðsíða 2
með virktum. Hn miðlungslýðurinn reis önd- verður við honum, og kallaði hann falsspámann, er spilla vildi trú og siðgæði og kenna þjóðinni að smá það, er hún ætti bezt í fari sínu og þjóðlegast, en taka upp í þess stað óheilnæma útlenzku. Slíkt á og þess kyns lýður jafnan að sér; og með því að á því bandi varð að vanda langmestur höfðafjöldinn, kom svo á fárra ára fresti, að Brandes rarð lítt vært i landi og fluttist því búferlum suður til Berlínar (1877). Þar hafðist hann við full 7 ár, í góðu gengi lengst af, þótt örðugt ætti nokkuð uppdráttar framan af. Þess var eigi langt að bíða, að mik- ið þætti til hans koma, og var hann í hávegum hafður meðal meiri háttar mentamanna og lista á Þýzkalandi, og þótt víðar væri leitað. Hann flutti fyrirlestra í stórbæjum þar og austur á Póllandi og ritaði í helztu tímarit Þjóðverja. Eftir 7 ára dvöl í Berlín hvarf hann aftur til Khafnar, fyrir tilstilli nokkurra danskra þjóðvina, er vildu eigi vita þann vansa um ættjörð sína, að hún fengi ekki að njóta slíks afreksmanns, og lögðu fram fé úr sjálfs sín vasa til að sjá honum fyrir sæmilegum lífeyri. Því að embætti var ekki nærri komandi að hann fengi í Dan- mörku hjá afturhaldsstjórn þeirra, er þar sat að völdum í þann mund og lengi eftir það, þótt vel flestir skynbærir menn og óhlutdrægir teldu hann til þess kjörinn að hafa á hendi háskóla- kenslu þá í fagurfræði, er skáldið Hauch hafði gegnt sína tið (-j* 1871)- En stjórnin kaus heldur að hafa það rúm autt en svo illa skipað, sem það hefði orðið að hennar dómi og alls afturhaldslýðs í Danmörku með öðrum eins varg í véum og Dr. Brandes. — Með þeim hætti hefir hann nú hafst við á ættjörðsinni fram undir 20 ár, sem síðan eru liðin, og starf- að mikið og margt; þvi eljumaður er hann hinn mesti og mjög svo afkastamikill. En það er að segja af hinni nýju stjórn, er við völdum tók í Danmörku í sumar, að eitt með fyrstu verkum hennar er að bæta drengilega fyrir bresti fyrir- rennara sinna með því að leggja það til, að slík- um ágætismanni verði nú veitt að heiðurslaun- um og án nokkurrar embættiskvaðar sama fúlgan úr launasjóði háskólans, er honum hafði verið synjað um áður, þótt fyrir ætti að vinna að fullu með fyrirhafnarmiklum embættisstörfum; og er enginn vafi á því talinn, að það muni auðsótt við fjárveitingarvald ríkisins. En 4. þ. mán.,. á sextugasta afmæli hans, stóðu til mikil hátíðar- brigði honum til vegsemdar. Einkennilegt er það um Dr. Brandes og eftir- tektavert, að hann, maðurinn sem var og er svo glöggsýnn á yfirburði annarra þjóða og vann snemma og vinnur enn kappsamlega að því, að veita mentastraumnum þaðan inn á ættjörð sína, er allra manna þjóðræknastur. Tiltökumál er það þó raunar ekki; því að í skynbærra manna augum og hugsandi er það einmitt einn fagur og óbrigðull þjóðræknisvottur, að vilja ekki láta sína þjóð vera eftirbát annarra þjóða, heldur hvetja hana á alla lund til að þreyta sem kapp- samlegast skeiðið við þær, hagnýta sér hiklaust og rækilega sérhvað það gott og nytsamlegt, er af þeim má nerna, og varast að halda dauðahaldi í innlenda ósiði eða þjóðlýti fyrir það eitt, að heimskir menn og óhlutvándir lýðskjalarar kalla það »þjóðlegt«. »Vér viljum enga útlenzku hafa«, kvaðHreiðar í Vilpu, og fekk tnlið sveitunga sina á að hafna kaupum á herfi og plóg fyrir það eitt. Það er til margur Hreiðarinn með flestum þjóðum, og baráttan við þá óhjásneiðilegt hlutverk atkvæða- mikilla framfaramanna. Georg Brandes hefir löngnm átt við þá að kljást um æfina i sínu landi. Það hefir verið höfuðþjóðráð þeirra í þeim bardaga, að brigzla honum um »útlenzku« og óþjóðrækni, og ekki sparað þá að hagnýta sér það atvik, að hann er af Gyðingakyni og auk þess »illa kristinn«, þótt skírður sé. En borið hefir nú blökkulýður sá fyrir löngu lægri hlut í þeim viðskiftum, og mun nú naumast nokkurt mannsbarn meðal landa Dr. Brandes treysta sér til að efast um eða rengja þjóðrækni hans. Oss Islendingum hefir löngum tamast verið að líta á samþegna vora við Eyrarsund svo sem framandi þjóð og hatia oft og tíðum fremur fjandsamlega en hitt. Fyrir því er óvíst, að það skilj- ist vel almenningi hér, að ræktarþel það oggóðvildar, sem lýst hefir sér hjá Dr. Brandes í vorn garð Is- lendinga siðari árin einkanlega, á undirrót sína

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.