Sunnanfari - 01.01.1902, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.01.1902, Blaðsíða 3
í danskri þjóðrækni hans. En það er ekki svo að skilja, að fyrir honun: vaki nein innlimun eða því um Hkt. Það er síður en svo. Elann vill láta oss vera það, sera vér erum: þjóð út af fyrir oss, og ann oss meir að segja hins fylsta stjórnlegs sjálfsforræðis. En hann er líkt sinnaður og brezkir stjórnvitringar þeir, er kallaðir eru á alheimstungu iniperíalistar og nefna mætti á íslenzku stórveldissinna. Honurn er að vísu fullljóst, að Danaveldi mun ekki eiga fyrir sér að vaxa tir þessu að landrými; sarnan hefir það gengið í þess stað stórum hvað eftir annað á síðari tímurn. En hitt er honum óbærileg til- hugsun, að það færi enn saman kvíarnar úr þessu að raunarlausu. Fyrir því er hann meðal annars mjög svo andvígur sölu Vesturheimseynnadönsku, og varla mun nokkur danskur maður una lakara en hann forlögum Norður-Slesvikinga. Hann telur sæmd sinnar þjóðar við því liggja, að gert sé ðllum samþegnum hennar svo til hæfis, að vel uni sambúðinni, og vill láta töluvert í sölur leggja til þess. Shkt er göfugmannlegur hugs- unarháttur, sem enginn mætur maður getur virt honum öðru visi en til særndar. Aths I’eir sem vita vilja nánari deili á ritum dr. G. Br. m. fl. vísum vér í ureiu Hannesar Haf- stein iitn hann í Heitndalli 1884. Myndin nieS þessari grein er af dr. (í. B. nú fyr- ir 2—3 missirum. Um Dyrhólaey. Um stærðina á opinu gegnum Dyrhólaklett m. m. segir svo í ferðabók Englendingsins S. Bar- ing-Goulds (M. A), London 1863, bls. 3: »Dyrhólar er bogi, er öldurnar hafa borað gegnum klett þann, er svartastur er allra kletta. Opið er 200 fet á breidd, kletturinn 75 fet á þykt og hæðin yfir sjávarmál 80—90 fet; svo að hið litla gufuskip Arcturus hefði getað þrætt nálaraugað hættulítið, hefði veður leyft«. Þetta kemur rnjög svo heim við lýsinguna hér í blaðinu í vetur (IX 11). Myndin þar (bls. 85) vilja sumir annars full- yrða að vera rnuni af samkynja sæboruðum kletti vestur við Stapa á Snæfellsnesi, er hlýtur þá, ef svo væri, að vera nauðalíkur. Því svo sagði skipstjóri einn nákunnugur þar um slóðir (við Dyrhólaey) ritstjóra þessa blaðs fullurn fet- um, áður en myndin var þar prentuð, að af Dyrhólakletti væri hún áreiðanlega, og staðfestu það aðrir skipstjórar, er oft hafa átt þar leið um, og munu standa við það enn. Sjálfur getur ritstj. vitanlega eigi um slíkt borið. Virðist og eigi á miklu standa um það, séu likindin svo mikil, sem þessi ágreiningur bendir til. En einkennilegur vottur mun það þykja síðar meir um menningarástand og göfugmannlegan hugsunarhátt meðal fremstu »vísindamanna« í höf- uðstað Islands i uppiiafi 20. aldar, að í stað þess, að koma með efasemdir sinar eða athugasemdir þessu viðvíkjandi til ritstjóra blaðs þess, er mynd- in birtist i, þá fara þeir með þetta mál í annað blað, landsins mesta óþokkablað, Og með hin megn- ustu hrotta-illindi út af þvi í garð ritstjóra Sunn- anfara! Gestur Pálsson i erlendum bókmentum. Fyrir hér um bil missiri, eða 19. ágúst 1901, voru liðin 10 ár frá því er Gestur Pálsson dó, fjarri fósturjörðu, og ekki nem.a 39 ára gamall. Hann var einhver bezti skáldsagnahöfundurinn, sem vér höfum átt, og þeim, sem lesa sögurnar eftir hann, hlýtur víst oft að finnast hann vera enn á lífi, og oss, sem þektum hann, finst eins og hann sé nýlega horfinn úr hópnum. I Is- lendinganýlendunum í Vesturheimi kvað standa til, að út verði gefin öll rit hans í heilu lagi, bæði í sundurlausu máli og samföstu, og þar hefir komið til orða, að reisa honum minnis- varða. Gestur Pálsson er nú ekki eingöngu kunnur hér um land, og það eru ekki íslendingar einir, sem láta sér þykja vænt um það, sem hann hef- ir ritað. Þessi 10 ár, sem hann hefir legið undir grænni torfu, hefir þekkingin á listinni, sem liann lék, orðið almennari og víðförulli er-

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.