Sunnanfari - 01.01.1902, Page 8

Sunnanfari - 01.01.1902, Page 8
8 Ferðarolla konferenzráðs Dr- Magn. Stephensens 1825—26. (Frh'. Spilað við fjögur spegilglaasaridi mahogniborð, Ijós af vaxi öll í glerhjálmi og á armastjökum af plett um 20, allur borðbúnaður af pletti og Kaupmanna- hafnar porcelaine; fjórir réttir matar, þeir allra fín- ustu og tvennslags allra beztu v/n; syltetöi 8-slags. Komst eg heim um nóttina kl. Febr. 11. Gekk eg í Athenæum kl. 10, en þang- að til á morgnum og stundum á kvöldum nií við bóklestra heima, og teikna mér til minnis úr þeim. Borgnði Sæmundur Brynjólfsson mér fyrir síra Gísla bróður sinn 12 rbd. 5 mörk fyrir bækur mínar o: 19 Klausturpósta, hreppst(jórna instrux), Handbók, Legorðskver, Hjálmar og Sættakver. Hreppur ætl- ar að giftast fröken Thestrup [dóttur Thestrups], sem var assessor í hæstarétti, og fara rneð hana til Skotlands. Um kvöldið fór eg til etazráðs Ör- steds og hjalaði við hann fullan klukkutíma; var hann mér í öllu hinn bb'ðasti og bezti. Við töluð- um um lög og marga mér áríðandi hluti. Hann var búinn að yfirfara alt mitt lagaverk og hafði daginn áður sent það etazráði Lange. [Febr. 12.—14. fór M. St. ekki út; »var ótækur í höndunum af frostbólgu, sem loks gerði út«; voru lrontim ráðlögð við því sjóarböð]. Febr. 14. Sendi madame Thorgrimsen dóttur sína til mín með betlibréf; hún fekk 5 rbd. og fanst lítil til. Febr. 15. Slæmur í höndum, svo Laurus [Thor- arensen] varð að klæða mig og afklæða, og með kvöl gat eg matað mig. Kom stiftamtmaður Hoppe til mín og sat hér lengi um kvöldið við glas madera; er nú að brjótast í að verða virkilegur st[ift]a[mtmaður]. Febr. 16. [M. St. skánaði í tiöndum]. Fór því um kvöldið til jústizráð Hammerichs, þessa ágæt.a manns og sanna vinar míns. Sat þar góða stund með hönzkum á höndum. Hanu og frúin, honum jafnágæt kona, vildu endilega halda mér um kvöld- ið, eu eg gat ei verið þar vegna handanna, sem voru í kaunum og hrúðri. Magnús Holm kom til mín, bauð mér stóla og gaspraði lengi. Lautenant Rafn er nú orðinn dr. philosophiæ í Bonn í Franka- ríki. Minister Mösting hefir legið lengi veikur; gengur því smátt með alt........ [Febr. 17. Veikur í höndum og situr því heima]. Febr. 18. Gekk eg um formiðdaginn til etazráðs Langes í Kancellíi og hjalaði við hann lengi um lagaverk mitt, sem þeir eru nú að lesa í ákefð og á um skamt eitthvað endilegt um að gerast, — og um fleira lengi .... Svo um eftirmiðdaginn til prófessors Vithusens, læknis, og sýndi honum hönd- ur mínar...... Svo gekk eg upp á kóngshöll, þar í cabinetsekretariatið til að vita afdrif ansögn- ingar minnar lítilfjörlegrar til kóngs fyrir ungling, og var hún af konungi veitt og undirskrifuð í dag. Um kvöldið til etazráðs Örsteds; sat lengi hjá hon- um og þrasaði um lagaverkið, og um fleira mér og mínum áríðandi; hét hann mér sinu bezta liðsinni. Kom prófessor Finnur enn til mín, eg hélt til að forvitnast um lagaverkið. Sunnanfari mánaðarblað með myndum, er út kemnr í Reykja- vík, ritstjóri ttjöni Jgiissoii, eina myndablaðið íslenzkt, sem til er, flytur um 40—50 myndir á ári, af íslenzkum merkismönnum og útlendum, svo og merkis- stöðum o. H. Kostar 2’/2 k*'* árg. Nýbyrjaður io. árg. (1902). Svo segir i Eimreið 1901 bls. 213: »Sunnanfari er mjög eigulegt biað og jafnast Jyllilega við iltlend myndablöð af sama tagi. — Prentun myndanna hefir tekist svo prýðilega, að þær standa útlendum mynd- um fyllilega á sporði«. Nýprentað á kostnað Isaf.pr.smiðju Lagasafn handa alþýðu. Utgefndur: Jón Jensson og Jón Magnússon yhrdómari. landritari. Fjórða bindi (1887—1900) Það er 24 arkir að stærð og kostar í einf. bandi 3 kr. 50 a., en í betra bandi 3 kr. 75 a. Aður útkomin 3 bindi, er 'ná frá 1672—1886, og kosta í bandi 3 kr. hvert. Fæst hjá öUum bóksölum landsins. Ritstjóri Björn Jónsson. í safoldarprentsmiðj a.

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.