Sunnanfari - 01.01.1902, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.01.1902, Blaðsíða 6
6 vcllen vom Polarkreis« og »Verirrungen« þessa góðkunna Islandsvinar, og »Fire Fortœllingeri> Holger Wiehes, sem varð með þýðingu sinni meðal hinna fyrstu á síðari árum, er tilraun gerðu til að gera íslenzkan skáldskap almenningi kunn- an t Danmörku. Vér þökkum Gesti Pálssyni fyrir það, sem hann hefir gjört Islandi til sóma með pennanum sínum, og vér þökkum útiendingunum, sem hafa skilið hann og kunnað að meta hann, og liafa gjört rit hans aðgengileg erlendum þjóðum, - en það er og gjört íslandi til sóma. (I. E.) Sólskríkjan. Kvœði í sundurlausu mdli. I. Eg þarf ekki að leggja leið mina til fjarlægra landa til þess að horfa og hlusta á söngfuglana í suðrænum sólskinsheimi; því að eg hefi þig sí- felt í námunda, indæla, íslenzka í.ólskrikja. Meðan landið er snævi þakið að mestu leyti, tekur þú til að leika á hljóðpípu þína í langdeg inu. Þú ert fyrsti vorhoðinn okkar, og |iegar farfuglarnir eru hortnir á htustin, situr þú kyr og býr þig undir veturinn. Kæti-kliður þinn og gleðihljómur þekkist i hverri bygð, hve tálróð sem hún er, og sólar- geislarnir eru slrengirnir í boganum, sem toga raddirnar úr hljóðfæri þinu. Þú gerir dyngju þína úr hrosshári og sinustrá- um, sem enginn vill nýta, nema þú, og í hana verpir þú ljóslitum eggjum þínum, sent eru allra eggja fegurst. Þegar vorhretið gerist igildi vetrarstórhríðar, svo að fönnina leggur fyrir holu þina, yfirgefur þú dyngjuna og fer á burt, ef þú ert ekki búin að verpa. Þó lætur þú ekki hugfallast, né legg- ur á landflótta, heldur nemur þú þér nýtt varp- land, og gerir þér aðra dyngju. Þú ert óbeygð eftir veturinn og sér eigi á þér, að þú hafir átt erfiðan barning við hriðar og frost. Söngrödd þín endist alt vorið, og gleði þín ir ekki endaslepp, eins og veizluglaumur, þegar veðuráttin er þér eftirlát. Meðan þú hefir dyngju þína í undirbúningi og sniðum, situr þú uppi á klettum og hávöðum og leikur listir þinar fyrir maka þinn. Þú mein- ar ekki manninum að hlusta á lofkvæðið, sem þú flytur elskhuga þínum. Fögur er sú kveð- andi og meinlaus hverri skepnu. Ætla mætti, að þú þyrftir ekki að verja þig gegn lævísum og grimmum óvinum, sökum at- gervi þinnar og yndisleika. En þó ertu aldrei óhult um líf þitt, hvorki vetur né sumar. Þér er óhægt að sjá við lágflugi og vængja- tökum smyrilsins, sem er hverjun fugli Ivirðvit- ugri í veiðiförum. En þú gerir áætlun um lengd lapparinnar, sem tíundar hjá fjölskyldum . þúfu- titlingsins. Þvi mun sjaldan við bera, að ungar þinir hafi séð loðna löpp i fæöingarholu sinni. Þegar er þú hefir veipt eggjum þínum, geristu þögul hjá hreiðrinu f\rir varúðar sakir. Þú vilt hafa bygð þina óáreitta, eins og þú lætur aðra vera i friði. Þegar ungarnir h if i sprengt af sér skurnina, berðu brotin út í haga, um leið og þú fer eftir fvrstu bráð handa ungum þínum. Þú hefir aldr- | ei heyrt né lesið eitt o'ð um uppeldi ungviðis | og þó ertu bezta matmóðir og barnföstra, sem j barnadauði og sjúkleiki koma lvvergi nærri. Þú ert allra fugla iðnust og lítilþægust. Þú | ert spávölva í veðurfræði, háskólakennaii í tóna- fræði, sparneytni og þrifnaði, — sem enginn breytir eftir. Og svo ertu látlaus í búnaði og framkomu, að jafnvel litlatáin á skartkonunni mætti blygðast sin, ef hún þekti þig. Ef hefi horft á þig liðlangan vordaginn árum saman og veitt þér athygli sumar og vetur, síð- an eg kom til vits og ára. Og alt af ertu met- fé mitt og vængjaperla. I dag þylur brunastórhríðin buslubæn sína á glugganum }'fir mér. Eg veit, að þú ert nú hart haldin í svalmyntri holu þinni; því að fjárhúsin mín eru frosin inn í miðjar krær undir fénu og eru þó vel byrgð.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.