Sunnanfari - 01.01.1902, Page 7
7
Drengurinn minn ómálgi baðar út frostbólgn-
um, rauðum höndum, og hefi eg því margs að
minnast.
En þó get eg ekki slitið hugann frá þér, vesal-
ings snjótitlingur, indæla, íslenzka sólskríkja!
Hríðin, sem nú er á ferðinni, minnir mig á
stórhriðina í næstliðin sumarlok.
Þá sýndir þú spágáfu þína hina veðurnæmu.
Aður en hríðin kom í húsvitjun sina, komstu
heim að bænum og safnaðir þér korni af arfa-
akrinum í forðabúr þitt.
Þú varst þögul og bnipin. En áhugi þinn og
forsjá voru meiri og betri heldur en margra
manna og kvenna, 'sem stofna hjúskap að vetur-
nóttnm — í leigubústað og lánsfötum.
Þú tindir fræin í safuhít þína, varst ákveðn-
ari i vaii þínu heldur en mærin, sem rótar í
léreftahillum kaupmannsins, og betur búin en
lipurtáin í dansieiknum.
Þú komst tvo daga eftir föngum þínum, en á
þriðja degi skall hríðin á.
Iðulaust snæfokið byrgði gjörvalla útsýn. Bæj-
arþekjan hvein undan átökum stormsins og árn-
ar fyltust aí samanfrosnuro krapaíörum. En þá
sazt þú í fylgsni þinu i sumarholdunum, örugg
og óhult — meðan stórhríðin brynjaði sauðféð
út um viðavanginn og mokaði það í kaf undir
skjólveggjum giija og moldarbarða.
Þegar hriðinni iétti, fórstu úr holu þir.ni og
lékst þér viðs vegar — meðan »æðsta skepna
jarðarinnar og herra hennar« þrammaði með reku
og rakka um hraun og heiðar í leit eftir sauð-
um sínum í fönninni.
Eg man eftir þér í harðindahrinunni fyrir jólin.
Jólafastan var afnumin i mannabygð.
En hún var til í almanakinu og Snjótitlinga-
landi.
Þú varst jafn-veðurspá og forsjál undan þeirri
9korpu eins og hausthríðinni — ljósklædda, iétt-
búna tindilfætla. En kornhlaða þín tók ekki
nægan forða handa þér til mánaðar.
Þú gazt ekki gert við gerningum áfrerans;
þessi illviðrabálkur var úlfur að innræti, en
klæddur sauðargæru. Hann byrjaði í meinlausri
þoku-súld, sem frostlaus, grámórauð austanátt
sendi inn i landið frá hafinu. Súldin brej'ttist í
rigningu og rigningin í krapahríð, sem bældi
niður og lagði undir sig fræstangir sinuhagans
og bræddi utan barrgreinar skóganna. — (Nl.)
G. Fr.
Hudolf Yirchow.
Þetta er einhver hinn mesti vísindaskörungur
19. aldar, einna fremstur í flokki þeirra afreks-
rnanna er Jæknisfræðin á að þakka sínar geysi-
miklu framfarir á þeirri öld. Hann varð áttræð-
ur í haust, 12. október, og var þá rnikið um
dýrðir í Beriín, en þar hefir hann verið háskóla-
kennari nær hálfa öld. Hann hefir og setið þar
á þingi um langan aldur, ríkisþinginu þýzka, og
stórmikið að honum kveðið þar sem annarstaðar;
hefir hann jafnan fylt þar flokk hinna framsækn-
iri lýðfrelsisvina. Fyrir því sinti Vilhjálmur
keisari honum litið eða alls ekki neitt á 70. af-
mæli hans, fjrrir 10 árum. En í haust var hann
orðinn annars hugar, og veitti honum þá marg-
víslega sæmd; ritaði honum meðal annars sjálfur
bréf, með miklu lofi fvrir afreksmiklar vísinda-
rannsóknir hans, er hann kvað skráð hafa nafn
hans ómáanlegu letri um aldur og.æfi í sögu
læknismentarinnar langar Jeiðir út fyrir endi-
mörk Þýzkalauds. Þýzkir læknar höfðu skotið
saman 50,000 ríkismörkum að heiðursgjöf handa
honum, er leggja skyldi við áður stofnaðan vis-
indalegan styrktarsjóð með hans nafni.
Svo er hann ern enn, að fyrirlestur flutti
hann á afmælisdaginn sitin, er stóð 2 stundir
fullar, og var enga þreytu á honum að sjá eftir.
Forngripamyndirnar
Smíðisgripir þeir, sem mynd er af sýnd á ,.
bls., eru ekki svo torkenntlegir islenzkum les-
endum, að verulegra skýringa þarfnist — nema
þá ítarlegrar iýsingar, sem hér er ekki rúm fyrir;
enda réttara að bíði þess, er þær birtast fleiri,
svo sem til stendur.