Sunnanfari - 01.01.1902, Blaðsíða 4

Sunnanfari - 01.01.1902, Blaðsíða 4
4 lendis. Mnrgur útlendingur situr nú með bók í hendi með nnfni Gests Pnlssonnr framnn á, og les með ánægju, á sinni tungu, það sem þessi íslendingur ritaði langt i burtu og á fáþektu tungumáli. Það eru Þjóðverjar öllnm öðrum frarnar, sem gert hafa skáldsögur Gests Pálssonar víða kunn- ar, og komið þeim í álit, jafnvel utan Þýzka- lands. Eg vona að mörgum þyki gaman að lesa það, hvað Þjóðverjar hafa gjört Gesti Pálssyni til frægðar, og um leið Islandi, bæði innan og utan endimarka Þýzkalands íslandsvinurinn Dr. Pliilipp Scliweitzer, sem dó svo ungur að aldri, 1884, og margir Is- lendingar muna eftir, þýddi fyrst sögu G. P. »Hans Vöggur«. Sagan kom út í Maga- zin filr die Litteratur des In- und Auslandes (Leipzig og Berlin 1884, nr. 44) og var kölluð þar »Der Wac- hel-Hans«. Satr.a ár- ið og Gestur Pálsson dó, tók hinn valin- kunni og kappsami ís- landsvinur M. phil. Carl Kuchler, sem nú er yhrkennari við land- búnaðarháskólann i Varel við ána Jade i Oldenburg, til að þýða sögur G. P. á þýzku Hann rís upp til þess að gjöra G. P. þjóð- kunnan um alt Þýzka- land og meðal allra þeirra mörgu miljóna manna, sern þýzku skilja; en hún er ein af 3 höfuð- tungum heims. Garl KUchler legst æfinlega fast á árarnar, þeg- ar hann færist eitthvað í fang, og það sem hann hóf fyrir 10 árum hefir honum nú tekist að lúka við, og það snildarlega. Carl KUchler dvaldist árið 1891 í Khöfn, Hann var í íslendingafélagi, og kyntist þar mörgum Islendingum, sem nú eiu ýmist komnir heim aftur, eiga heima í Danmörku, eða hafa farið til Vesturheims. Þar tók hann til að þýða »Kær- leiksheimilið«, sem hann gaf út á sjálfs sín kostn- að í Kaupmannahöfn 1891 og heitir á þýzku »Das Liehesheim«. Þar er getið i formálanum allra rita Gests Pálssonar, talað um skáldsögurn- ar íslenzku og ýmsa siði og venjur. Önnur útgáfa af þessari þýðingu var prentuð í Leipzig ii.99. Eftir þessari þýðingu Carls KUchlers. og að hans undirlagi kom út hollenzk þýðing á »Kærleiksheimilinu« í tímaritinu »Europa« (Dor- trecht 1893 i maí- heftinu). Sagan heitir- á hollenzku »Hen liej- derijlz tehuir«. Þá ritaði Carl KUch- ler 1893 æfiminningu G. P., mjög hlýlega, og gat þar nákvæm- lega alls þess, er eftir hann liggur prentað Æfiminningin er köll- uð »Ein Skalde« (skáld) og kom út i »Das Magazin fiir Littera- tur« (Berlin 1893, nr. 32). Eftir það þýddi h.tnn sögu G. P. »Til- hugalifið«. Hún heit- ir áþýzku »Die Ker- lohten«. Þýðingin kom út i mánaðarritinu: » Die Romanwelt « (Stuttgart 1894, 33. og 34. hefti). Ennfremur þýddi C. K. skáldsög- una »Vordraumur«, er hann kallar »Ein Friih- lingstraum« og var prentuð í tímaritinu »Aus frem- den Zungen« (Stuttgart 1895, 1. hefti). Loks samdi C. K. mjög nákvæma ritgjörð um allar skáldsögur Gests Pálssonar í bók sinni um ís- lenzkar bókmentir: Geschichte der islftndischen Dichtung der Neuzeit (1800—1900), sern C. K.held- ur nú áfram og ýmsir íslendingar hafa i höndum,

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.