Sunnanfari - 01.11.1902, Qupperneq 2

Sunnanfari - 01.11.1902, Qupperneq 2
82 jafnan fram á þetta ár. Hreppsnefndarmaður var hann þar og 10—20 ár. Búnaðarfélagi Sel- tjarnarneshrepps kom hann á fót, stjórnaði því 17 ár og skilaði því með 800 kr. sjóði. Vara- amtsráðsmaður hefir haun verið öðru hvoru og setið á nokkrum amtsráðsfundum. Auk þess hefir hann verið þrásinnis kvaddur til ýmiss kon- ar starfa í almennings þarfir, efalaust oftar en dæmi eru til um nokkurn bónda í hans héraði. Hann var fyrsti frumkvöðull að því, að stofnað- ur yrði sparisjóður á Eyrarbakka, og eins var hann einn af stofnendum Söfnunarsjóðsins. Fyrsta þingið (1875) lét hann fremur lítið á sér bera, en tók að siga á úr því. Honum var þá þeg- ar létt um mál og orðavalið einkennilega snjalt og þjóðlegt. Alvörumikill var hann og áhugasamur við þingstörf, og er það til marks um, hvers hann var metinn af öðrum þmgmönnum, að hann komst brátt í ýmsar hinar meiri háttar nefndir og vandasamari í neðri deild — þar sat hann alla tið —: skattamálanefnd, landbúnaðnr- laganefnd, brauðaskipunarnefnd, og oft í fjárlaga- nefnd. Frá honum og Guðmundi heitnum á Fitjum Olafssyni var landamerkjafrumvarpið. Með- al annarra merkra nýmæla, er hann bar einn upp og orðið hafa að lögum, má nefna um kosning- arrétt kvenna og um þurrabúðarmenn. Ennfremur um alþýðustyrktarsjóði; en með þeim lögum er lagður fyrsti vísir til ellistyrks handa alþýðu hér á landi, og er það mál nú að eins nýlega kom- ið á dagskrá með ýmsum meiri háttar þjóðum, en óvíða lengra. Hann vakti og meðal hinna fyrstu máls á leysing vistarbands, í blaðagreinum, og bar síðan upp nýmæli um það á þingi ásamt Páli Briem amtmanni. Sparnaðarmaður var hann í fjárveitingum, löngum andvigur launahækkunum og bitlingum. Mikið ritaði hann, og ræddi á þingi, um betri meðferð á skepnum, einkum út- flutningsfénaði. Fáir munu bera betur skyn á sveitarstjórn og fátækramála en Þ. G., og mun mörgum hafa þótt sem hann hefði átt að vera sjálfkjörinn af bændastétt í miliiþinga-fátækra- nefnd þá, er nú er að starfa. Margt hefir hann ritað í blöð um landsmál af góðri greind og með sérkennilegri mælsku. Hann hefir verið alla tíð mikill iðjumaður bæði fyrir sjálfan sig og almenning, búið mikið laglega, en haft lítið um sig heldur. Hann hefir enn óbilaðan þrótt á sál og líkama, þó farinn sé að eldast, er enn sem fyr óáleitinn við aðra rnenn, en fastur fyr- ir og lætur ekki hlut sinn fyr en i síðustu lög. Má vera að hann eigi enn eftir nokkuð óstarfað til almenningsheilla. Hann hefir verið »þarfur maður í sveit« og rnjög nýtur borgari þjóðfélags vors, svo sem nú hefir nokkuð lýst verið. Bændalýð vorunr væri vel borgið með mörgum hans jafningjum. Stefán Stefánsson á Heiði. & Milli Húnavatnssýslu og Skagafjarðar liggur sveit sú, er Gönguskörð heitir. Um þau er þetta kveðið: Dal í þröngum drífa stíf dynur í svöngum hjörðum. Verður öngum of-gott líf upp í Gönguskörðum, því að vetrarríki er þar mikið, en fagurt á sumr- um og landgott. I Skörðunum er bær, sem á Heiði heitir, og bjó þar lengi bóndi sá, sem hér er mynd af, Stefán Stefánsson. Stefán er fæddur í Keflavík í Hegranesi 13. ágúst 1828, og kominn af góðum bændaættum (Hrólfsætt). Móðir sína misti hann ungur, og ólst upp hjá föður sínum til þess er hann var 14 ára. Þá fór hann að eiga með sig sjálfur, og tókst honum það svo vel, að þá er hann var 25 ára, var hann orðinn vel efnaður, en foreldr- ar hans höfðu verið fátækir. Hann átti þá 60 kindur, 8 hross, eina kú og sexróinn bát, og hafði þó aldrei haft hærra árskaup en 12 spesí- ur. íslendingar þurfa ekki til Yesturheims til þess að græða! Um þessar mundir gekk hann að eiga Guðrúnu Sigurðardóttur, dóttur Sigurðar Guðmundssonar bónda að Heiði, þess, er orti Varabálk, alkunns gáfumanns og merkismanns, og reistu þau hjón bú á hálflendunni Ríp í Hegra- nesi. Þar bjuggu þau tvö ár, en fóru síðan vist-

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.