Sunnanfari - 01.11.1902, Qupperneq 4

Sunnanfari - 01.11.1902, Qupperneq 4
84 ETmile Zola. Myndin þessi er af frægasta skáldsagnameist- ara á vorum tímum, Emile Zola, er lézt i París í haust (29. sept.), og verjanda hans fyr- ir dómi út af afskiftum hans af Dreyfusmálinu al- ræmda, Labori málfærslumanni (hann stendur). Lengi höfðu siðgóðir menn megnan óhug og ímugust á skáldverkum Zola. Þeim þótti hann gera sér heldur mikið far um að leiða fram fyrir sjónir lesenda sinna myrkraverk manna og hvers konar óhroða í fari þeirra, gera sér og öðrum um of starsýnt á ranghverfu mannlífsins og bregðast þar með því fagra og háleitahlut- verki góðra skálda, að lyfta því upp í hærra veldi, bregða yfir það fegurðarhjúpi og glæða göfugar hugsjónir. En Zola og hans sporgöngumenn meðal skáldlistarmanna, — og þeir eru rerið margir •— halda þvi fram, að sann- leikann beri mest að meta og að það eigi skáldum að vera helgast hlutverk, að draga upp rétta og sanna mynd af mannlífinu. Með þvi lagi geri þeir bæði að sýna lesendum sínum vítin, er var- ast skal, og dæmi til fyrirmyndar — kenni þeim að skilja lif manna og framferði eins og það ger- ist, ijótt og fagurt, löst og kost jöfnum höndum. Svo segir annar skáldmentar-skörungur vorra tíma og heimsfrægur vitringur, Leo Tolstoj, um ritstörf Zola: »Myndirnar, sem hann dregur upp, eru ekki hugljúfar. Andlitsmyndirnar, sem hann býr til af bændum og námumönnum, eru engin stofu- prýði; en það er gott, að þær hafa gerðar verið eitt skifti fyrir öll. Það má hengja þær að hurðar- bakj eða snúa þeim að veggnum, á grúfu; en það er gott að vér séum mintir á, við hvaða kjör og kosti mikill fjöldi bræðra vorra á að búa«. Síðustu árin brá Zola nokkuð af leið og hallaðist heldur að bjartsýni í ritmensku sinni. Hann var allra manna mikilvirkastur iðju- maður og græddi of fjár á ritlist sinni. Fjöldi manna, þeirra er var mjög í nöp við hann fyrir skáldsagnastefnu hans, fekk á honum mestu mætur fyrir stórdrengilega framkomu hans í Dreyfusmálinu. Þar kom fram hin ríka rétt- lætisást og sannleika, er honum bjó í brjósti. Hann réðst þar í móti ægilegu ofurefli heimskn og hleypidóma megin- þorra landa sinna, svi- virðilegum meinsærissam- blæstri gegn réttlæti og mannúð, er alt stefndi að því, að niðast á saklaus- um manni, og það i nafni brennheitrar föður- landsástar; þann vafurloga var alþýðan flekuð til að elta, svo sem víða er sið- ur þeirra misindismanná, er mata vilja sinn krók og hafa veg og völd ó* fyrirsynju og ómaklegir á [alla grein (jeða flesta. Zola vann það á með karlmensku, einurð og drengsk.ap, að réttlætið bar loks hærra hlut, og að Dreyfus var úr helju heimtur og hrifinn úr klóm bófa þeirra, er á honum vildu niðast og tókst raunar að fá hann sekan dæmdan, í annað sinn, eftir 5 ára ólöglega dýflissuvist í Púkey, en fengu þvi eigi afstýrt, að rikisforsetinn og stjórn hans létu honum óhegnt eigi að síður. með þeim stuðning, er almenningsálit beztu manna þjóðarinnar veitti þeim, en það hafði Zola vakið og beint því í rétta átt mest allra manna. Þessi afrek Zola mun seint fyrnast góðum mönnum, og fyrir það er hann nú kallaður eigi síður mikilmenm en óvenju-snjall ritlistarmaður. Vin hans Jog) talsmanni^Laborj var veitt EMILE ZOLA (oG LABORl)

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.